Fjarðarfréttir - 14.11.1970, Blaðsíða 7
FJARÐARFRÉTTIR
7
Lúðrarsveitin til Evrópu
Lúðrasveit Hafnarfjarðar
liélt upp á 20 ára afmæli sitt í
janúar sl. eins og bæjarbúum
er kunnugt. f tuttugu ár hefur
lúðrasveitin sett svip sinn á
flestar Iiátiðlegar samkomur
hér i bænum og oft gert víð-
reist um landið.
Nú liefur Lúðrasveit Hafnar-
fjarðar í hyggju að ferðast út
fyrir landsteinana til Þýzka-
lands, Austurríkis og Sviss. Ef
af þessu verður, mun það verða
í fyrsta skipti, sem íslenzk
lúðrasveit sækir heim þann
hluta Evrópu, sem sunnar ligg-
ur en Norðurlönd.
Er ekki að efa, að Lúðrasveit
Hafnarfjarðar mun verða verð-
ugur fulltrúi Hafnarfjarðar, en
komið hefur m. a. til greina, að
sveitin spili í sjónvarp í ferð-
inni.
Alls munu 28 hljóðfæraleik-
arar taka þátt í þessari ferð,
auk stjórnandans, Hans Ploder
Franzsonar og hefur verið æft
af kappi undanfarið.
Slík ferð sem þessi er að
sjálfsögðu mjög dýr, og hafa
félagar lúðrasveitarinnar í huga
ýmsar fjáraflanir. Nú er í gangi
happadrætti og er þess að
vænta að bæjarbúar taki vel á
móti þeim, sem miðana selja
og geri sitt til þess að styrkja
lúðrasveitina til þessarar ferð-
ar. Fjöldi eigulegra vinninga
er í boði og má þar t. d. nefna
Haka-þvottavél af fullkomn-
ustu gerð. Verð hvers miða er
mjög í hóf stillt, kr. 50,—.
Dregið verður á afmælisdegi
sveitarinnar 31. janúar nk.
Ferð sem þessi er sannarlega
vel til þess fallin að kynna
Hafnarfjörð. Er því eðlilegt að
bæjarfélagið styrki slíka ferð,
enda á í hlut áhugamannahóp-
ur, sem lagt hefur fram bæði
vinnu og fé undanfarin 20 ár
til þess að hér í Hafnarfirði sé
starfandi góð lúðrasveit. Allir
félagarnir spila kauplaust og
aðstaðan oft verið erfið.
Bæjarhúar geta nú sýnt það
í verki, að þeir kunna að meta
starf sveitarinnar sl. 20 ár og
létta eittlivað undir baggann
með því m. a. að kaupa happ-
drættismiða sveitarinnar. —
Fjarðarfréttir óska sveitinni
alls góðs, og munu síðar skýra
nánar frá fyrirhugaðri ferð
sveitarinnar.
Stjórn Lúðrasveitar Hafnarfjarðar. Frá vinstri: Ævar Hjaltason, Einar Sigurjónsson,
formaður, Steindór Einarsson, Lilja Finnbogadóttir, Lárus Guðjónsson.
Nú hefur nýtt fyrirtæki haf-
ið starfsemi sína hér í bænum.
Er það fyrirtækið Fjarðar-
minkur. Hefur það fengið land
til reksturs minkabús ofan við
hæinn. Búið er að reisa þar
hús fyrir 300 dýr og hafa ibú-
arnir nú þegar flutt inn. Eru
það 300 minkar, sem fæddust
í minkabúinu að Lykkju á
Kjalarnesi, nú á sl. vori.
Þeir, sem reka þetta nýja
fyrirtæki, eru bræðurnir Aðal-
steinn og Karl Finnbogasynir
ásamt fleirum. Aðalstarfsmað-
ur búsins mun verða Hafsteinn
Aðalsteinsson, en hann hefur
dvalið í Færeyjum, til þess að
læra að meðhöndla dýrin og
kynna sér rekstur minkabúa.
í apríl og maí mun fjölga í
búinu, en þá munu frumbyggj-
arnir eignast afkvæmi. Geta
þeir eignazt allt að 9 hvolpum
hver. Algengast mun þó vera,
að hvert dýr eigi að meðaltali
4—5 hvolpa.
Á svæði því, sem Fjarðar-
minkur hefur til umráða, er
rúm fyrir 5 skála af sömu gerð
og sá, sem þegar hefur verið
reistur. Mjög rammlega er um
dýrin búið. Eru þau í búrum
inn í skálanum og allt svæðið
girt með minkaheldri girðingu.
Aðalfæða minkanna mun
vera fisk- og kjötúrgangur,
ásamt korni og ýmsum bæti-
efnum.
I húsakynnum Fjarðarminks.
Fjarðarfréttir óska Fjarðar-
mink alls velfarnaðar í fram-
tíðinni.
☆
Hafníirzkt irinkabð