Alþýðublaðið - 10.01.1920, Síða 2
2
alMðublaðið
Jetta skýli, að hún vilji gera sitt
til þess að losna við þá leiðinda
sjón, að horía á verkamenn hér
við höínina þurfa að vera að hýma
í krókum hingað og þangað á
meðan þeir fá sér matarbita eða
kaffisopa, hverju sem viðrar, eða
að sjá hópa af mönnum standa
úti í kulda og illviðri, til þess að
bíða eftir vinnu,
Þetta fyrirkomulag er hvorki
heilsusamlegt fyrir verkamenn né
hagkvæmt fyrir vinnuveitendur,
verður oft örðugt að ná í menn
til vinnu, einkum á vetrum, ef
til þarf að taka er komið er fram
á dag, en veður hefir verið ,ilt að
morgni dags. Hefir þá margur
hröklast heim aftur, sem þótti
biðin kold og óvistleg úti.
Annars eru þær ástæður, sem
mæla með því, að þannig löguðu
skýli verði komið upp, svo aug-
ljósar, og sjáum vér því ekki á-
stæðu til þess að fara frekari orð-
um um það, en leyíum oss að
vænta þess, að mál þetta fái góð-
ar undirtektir hjá hinni háttvirtu
bæjarstjórn.
Reykjavík, 27. des. 1919.
Virðingarfyllst.
í stjórn Verkstjórafél. Reykjavíkur
Bjarni Pétursson,
Jóhannes Hjartarson,
Jón Jónatansson“.
gréj £itvinojjs.
(Nl.)
Litvinoff reit bréfið í fyrra og
hefir margt af því, sem hann seg-
ir í því reynst sannleikur, t. d.
það sam hann spáir um innrásina
og afleiðingar hennar. Ótal flokk-
ar fara þar um með allskonar
klækjum, eins og venja er til þar
sem eins er ástatt. Sovjet-stjórnin
reynir eftir megni að halda uppi
reglu, en hún á ekki hægt um
hönd, þar sem henni eru flestar
bjargir bannaðar. Þau ríkin, sem
nú þykjast hafa fengið nokkurs-
konar köllun til þess, að halda
uppi friði og réttlæti í heiminum
styrkja bæði opinberlega og á laun
þá menn, sem helzt eiga sök á
glundroðanum. Heimurinn trúir
þeim mönnum, sem eru af keis-
arasinnum leigðir til að bera út
lygar um Sovjet. Matvælaskortur
er mikill, en honum eiga þeir
sök á, Koltscliak admiráll og
Tartaraforinginn Djenikin. Þeir
hófu flokkadráttinn og sá hluti
ábyrgðar á afleiðingum þeim, sem
þetta hefir fyrir Rússland, sem
ekki má skrifast á reikning banda-
manna, ber þeim ásamt Judenitch.
Allir Rússar, bæði utan Rúss-
lands og innan, sem ekki vilja
koma á gömlu keisarastjórninni
eru orðnir æfir yfir þessu og skoða
baráttuna gegn þeim Koltschak
og Djenikin þjóðernis og frelsis-
baráttu, sem þeim beri að styrkja
á allan hátt. Má þar nefna Alex-
ander Kerenskij, sem nú er í
Englandi og Wladimir Grossman
rithöfund í Kaupmannahöfn. Þeir
eru sárgramir yfir því, að erlendu
valdi skuli farast svo hrapallega
við saklausa þjóð, sem í margar
aldir hefir verið þjökuð og þjáð
af innlendri kúgun, og sízt skyldu
íslendingar, sem hafa fengið að
kenna á broddunum, hlaupa til og
svívirða Rússa, sem nú eru að
berjast fyrir frelsi sínu og fram-
tíð, og gerast þannig vikadrengir
og smalahundar Clemenceaus og
kúgunarpólitíkar hans. Slíkt hæfir
bezt þeim, sem berjast stefnulaust
fyrir peninga, að dæma án minstu
þekkingar þá sem ofsóttir eru, að-
eins til að þóknast þeim er völd-
in hafa.
H. Siemsen-Ottósson.
jjxjarsíminn.
Eins og mðrgum mun kunnugt,
hefir bæjarsíminn bætt við sig nýju
miðstöðvarborði eða réttara sagt
nýrri miðstöð, því að nú verða
miðstöðvarnar tvær, gamla mið-
stöðin, sem nú verður kölluð mið-
stöð A, og nýja miðstöðin, sem
kölluð verður miðstöð B.
Yfir 200 nýir talsímanotendur
fá nú á næstunni samband við
nýju miðstöðina (miðstöð B). Fyrst
verða þeir settir í samband, sem
áður höfðu B númer í gamla mið-
stöðvarborðinu, og síðan nýju not-
endurnir. Þeir fyrstu hafa verið
settir í miðstöð B í dag og verður
Auglýsingar.
Auglýsingum í blaðið er fyrst
um sinn veitt móttaka hjá Quð-
geir Jónssyni bókbindara, Lauga-
vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á
afgreiðslunni á Laugavegi 18 b.
daglega bætt við fleirum svo fljótt
sem því verður við komið, þar til
borðið verðnr fult.
Öll talsímanúmer undir 800 eru
1 miðstöð A og öll númer yfir 800
eru í miðstöð B. Af því að mið-
stöðvarnar eru tvær, verður tal-
símanotandi í miðstöð A, sem vill
fá samband við númer í miðstöð
B, fyrst að biðja um miðstöð B
og fyrst þegar hún hefir svarað:
miðstöð B, nefnir hann númerið,
sem hann ætlar að fá. Notandi í
miðstöð B, sem vill fá samband
við númerið í miðstöð A fer að
þvert á móti. T. d. ef númer 900
(í miðstöð B) vill fá samband við
númer 600 (í miðstöð A), þá
hringir númer 900 upp og biður
um miðstöð A og þegar hann er
búinn að fá svar frá miðstöð A
biður hann um nr. 600.
Sakir þess að símaskráin 1920
er enn ekki fullprentuð, þá verður
á hverjum iaugardegi auglýst í
dagblöðum bæjarins númer og
nöfn nýju talsímanotendanna í
miðstöð B jafnóðum og þeim verð-
ur bætt við, og geta þeir sem
vilja klipt þessar auglýsingar úr
blöðunum og haft sér til minnis
þar til símaskráin kemur út í lok
þessa mánaðar.
Ekki mega menn búast við að
afgreiðslan batni mikið við þessa
breytingu, því að þetta fyrirkomu-
lag léttir lítið á stúlkunum á
gömlu miðstöðinni. Þær verða enn
að afgreiða um 170 fleiri notend-
ur en þær ættu að gera, ef vel
ætti að vera.
Þetta er að eins bráðabirgða
neyðarástand.
Góðri talsímaafgreiðslu með ný-
tízku tækjum er ekki hægt að*
koma hér á fyr en bæjarsíminn
fær betri búsakynni.
Rvík 8. jan. 1920.
G. J. Ó.