Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Blaðsíða 96
— 94 —
1971
V. Ónæmisaðgerðir.
Tafla XVIII.
Frumbólusettir gegn bólusótt voru 4014. Kunnugt var um árangur
á 2989, og kom bóla út á 2489 þeirra, eða 83,3%. Endurbólusettir voru
3295. Kunnugt var um árangur á 2657, og kom út á 1897 þeirra, eða
71,4%. Aukabólusetning fór fram á 1019. Kunnugt var um árangur á
29, og kom út á 26, eða 89,6%. Um aðrar ónæmisaðgerðir vísast til
viðeigandi taflna.
Álafoss. Fara fram reglulega einn dag í viku.
Stykkishólms. Ég tel, að ónæmisaðgerðir barna séu í góðu lagi allt
til 12 ára aldurs, eða svo lengi sem þau eru í skóla. Hins vegar er öllu
erfiðara að fá fullorðið fólk til að halda áfram ónæmisaðgerðum, t. d.
gegn mænusótt.
Þingeyrar. Nokkrir starfshópar voru bólusettir gegn inflúensu.
Blönduós. Með líku sniði og áður, framkvæmdar einu sinni í viku
allt árið.
Akureyrar. Óvenjumikið var um „óvenjulegar" bólusetningar, eink-
um gegn kóleru, vegna ferðamanna, mest Spánarfara. Alvarlegur fylgi-
kvilli kom fyrir í sambandi við kúabólusetningu á einu barni, þó án
varanlegra afleiðinga.
BreiSumýrar. Síðustu tvo mánuði ársins var gerð mikil herferð 1
ónæmisaðgerðum gegn inflúensu.
Austur-Egilsstaða. Vegna yfirvofandi inflúensufaraldurs var í nóv-
ember talsvert bólusett gegn inflúensu. Var mikil aðsókn í þessa bólu-
setningu, og reyndist ekki unnt að bólusetja alla, sem þess óskuðu,
vegna skorts á bóluefni.
Selfoss. Ónæmisaðgerðir fóru nú allar fram í Heilsuverndarstöð
Selfoss, eftir að hún var opnuð.
VI. Barnsfarir og meðferð ungbarna.
Töflur XII—XIV.
A. Barnsfarir.
Á árinu fæddust samkvæmt tölum Hagstofunnar 4277 lifandi og 38
andvana börn.
Skýrslur ljósmæðra geta fæðinga 4164 bama og 65 fósturláta (utan
Reykjavíkur).