Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Síða 135
133 —
1971
vel verið afleiðing af óhappi því, er hann varð fyrir um borð í d/s Gretti
í Sundahöfn vorið 1970.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar dags. 27. desember
1973, staðfest af forseta og ritara 31. desember s. á. sem álitsgerð og
úrskurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi sjó- og verzlunardóms Reykjavíkur, kveðnum upp 27. marz
1974, var stefnda, Hafnarmálastofnun ríkisins, dæmd til að greiða stefnanda, S.
K-syni, kr. 77.469,90 með 7% ársvöxtum frá 1. febrúar 1971 til 16. maí 1973 og 9%
ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 32.000,00 í málskostnað.
Fébótaábyrgð var lögð óskipt á stefnda.
4/1973.
Guðmundur Jónsson, borgardómari í Reykjavík, hefur með bréfi,
dags. 3. september 1973, samkvæmt úrskurði, kveðnum upp í bæjar-
þingi Reykjavíkur 24. júlí s. á., leitað umsagnar læknaráðs í málinu nr.
2688/1971: S. I-son gegn borgarstjóranum í Reykjavík f. h. borgar-
sjóðs og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs.
Málsatvik eru þessi:
Mál þetta er höfðað af S. I-syni lögreglumanni, ...,., Garðahreppi,
Gullbringusýslu, f..... 1927, með stefnu, útg. 23. apríl 1971.
í stefnu segir svo m. a.:
„Málavextir eru þeir, að laugardaginn 21. desember 1968 um kl.
17.00 var ég staddur í starfi mínu sem lögreglumaður við Tjarnarbúð
ásamt Bjarka Elíassyni, yfirlogreglumanni, Guðmundi Hennannssyni,
aðstoðaryfirlögreglumanni og fleiri lögreglumönnum. Var þá lokið fundi
í Tjarnarbúð við Vonarstræti, hér í borg, á vegum Félags róttækra
stúdenta og Æskulýðsfylkingarinnar. Að fyrirmælum þeirra Bjarka
og Guðmundar áttum við að verja fundarmönnum og um leið göngu-
mönnum að halda norður í miðborgina.
Hallgrímur Jónsson, varðstjóri, sem með okkur var, hefur gefið
skýrslu til lögreglustjóra um það, hvað gerðist þarna, og segir í henni
m. a. svo:
„Fundarmenn tóku nú að halda í áttina að Austurvelli, en við skýrð-
um þeim frá því, að sú leið væri þeim bönnuð vegna yfirlýsts tilgangs
þeirra. Fundarmenn snerust hinir verstu við, kváðust ekkert gera
með okkar fyrirmæli og vildu skunda fram hjá okkur, sem reyndum
að hindra þá.
Fyrsti maður, sem reyndi að hafa aðgerðir mínar að engu, var L. J-
son, til heimilis að .... hér í borg, f..... 1946, þekktur ofbeldis og
æsingamaður í sambandi við marg endurteknar mótmælaaðgerðir Æsku-
lýðsfylkingarinnar á yfirstandandi ári. Að svo komnu tók ég L. og
leiddi hann að lögreglubifreið nærstaddri, þar sem hann var settur inn.
Hann var fyrsti maðurinn, er þarna var handtekinn, en brátt bættust