Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1977, Síða 162
160
RANNSÓKNASTOFA í VEIRUFRÆÐI V/EIRIKSGÖTU
Yfirlit um verkefni unnin árið 1976
Á árinu voru verkefni Rannsóknastofu í veirufræði v/Eiríksgötu tvíþætt
eins og verið hefur, síðan rannsóknastofan tók til starfa. Annars vegar
var unnið að greiningu veirusótta fyrir sjúkrahús og starfandi lækna,
hins vegar að athugun á útbreiðslu veirusýkinga, ónæmi gegn þeim og
árangri ónæmisaðgerða.
Sjúkrastofnanir og starfandi læknar sendu rannsóknastofunni 1181 sýni
frá 839 sjúklingum grunuðum um veirusýkingar. Voru gerðar á þessum
sýnum 3519 rannsóknir til greiningar veirusótta af ýmsu tagi.
Vegna sýkinga í öndunarfærum bárust sýni frá 327 sjúklingum af ýmsum
stöðum á landinu. 1 þessum hópi fundust sjúklingar með adenoveirusýk-
ingar, RS veirusýkingar (Respiratory Syncytical), parainflúensu af ættum
II og III, inflúensu A og mycoplasma. Fyrstu 4 mánuði ársins bar tölu-
vert á inflúensu af A-stofni, Port Chalmers gerð, en ekki varð vart hér
við Viktoríuafbrigðið af A-stofni, er gekk víða erlendis árið 1976.
Port Chalmers afbrigðið af A-stofni greindist hjá sjúklingum í Reykjavík
og nágrenni, á Hvammstanga, Akureyri og Seyðisfirði.
Svínainflúensa kom upp í Bandaríkjunum á árinu. Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unin (WHO) hvatti aðildarríki til að athuga ónæmisástand gegn svína-
inflúensu. Að frumkvæði landlæknis var gerð hér víðtæk könnun á ónæmi
gegn svínainflúensuafbrigðinu bandaríska 1976, einnig gegn Viktoríuaf-
brigði A-stofns og nýjasta afbrigði B-stofns inflúensu. Landlæknir réð
3 læknanema til að gera þessa könnun, og verða niðurstöður hennar birtar.
1 árslok könnuðu þessir læknaneniar einnig áhrif inflúensubóluefnis á
nokkur gamalmennl, sem þátt tóku í könnuninni. Arangur bólusetningarinn-
ar var mjög lélegur. Birtist grein um niðurstöður þessarar athugunar
í Læknanemanum 1977.
Auk inflúensu A greindist einnig RS sýking í Reykjavík og á Akureyri
vetrarmánuðina 1976. Mycoplasmasýking fannst allt árið, mjög oft samfara
hækkun mótefna gegn parainflúensu af ætt III. Einn sjúklingur fannst með
parainflúensu af ætt II, og adenoveirur greindust í fáum tilvikum.
Hettusótt greindist vetrarmánuöina, oft með heilahimnuhólgu sem fylgi-
kvilla. Gerð var athugun á hettusótt og mótefnum gegn þeirri veiru.
Coxsackie Bg stofn ræktaðist í október og nóvember úr faraldri á Akureyri.
Merki um þessa sýkingu fundust einnig á Akranesi og í Vestmannaeyjum.
A tímabilinu 30. september 1975 - 15. júní 1976 var gerð ítarleg könnun
á útbreiðslu veirnax saur heilbrigðra barna á þremur dagheimilum í Reykja-
vík. Vikulega voru tekin sýni í veiruræktun allt þetta tímabil. Upp-
skeran varð umtalsvert magn adenoveirna, einn ECHO-veirustofn, ECHOg, og eiœ
coxsackieveirustofn, Coxsackie B4. Tveir þeir síðasttöldu höfðu ekki
greinst frá sjúklingum það ár.
Mislingar greindust hjá sjúklingum á Patreksfirði. Rauðir hundar greind-
ust ekki á árinu. Til rannsóknar komu 40 serumpör frá sjúklingum með ut-
brot, sem líktust rauðum hundum. Enginn þessara sjúklinga reyndist hafa
rauða hunda. Þessir sjúklingar voru úr Reykjavík, Vík x Mýrdal, af Akur-
eyri, Sauðárkróki og Selfossi. Lokið var ítarlegri könnun á ónæmisástandi