Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1977, Page 175
173
3 konur voru með jákvætt skimpróf (screening próf)
Engin kona var með jákvætt Kahnpróf
- - sykurþolspróf
Framkvæmd voru 810 þungunarpróf, þar af reyndust 345 jákvæð en 465 neikvæð.
Kynfræðsla
Deildin jók þjónustu sína haustið 1977. Hún veitir nú tvenns konar þjón-
ustu: a) Deildin er opin öllum einn dag í viku. Þar eru veittar ráð-
leggingar í sambandi við getnaðarvarnir ýmisskonar, læknisskoðun og sala
á getnaðarverjum. 885 notfærðu sér þessa þjónustu og er það 43,2% aukn-
ing frá árinu áður. b) Haustið 1977 byrjaði sálfræðingur og félagsráð-
gjafi samstarf við deildina. Hefur þetta teymi unnið að samningu og und-
irbúningi fræðslustarfsskrár fyrir unglinga um kynlífsmál. Ekki hefur
verið hægt að byrja með þessa starfsskrá ennþá vegna seinkunar á efni,
sem er í pöntun. Ennfremur hefur sálfræðingurinn í samvinnu við hjúkrun-
arfræðingana og félagsráðgjafann veitt fólki með kynlífsvandamál viðtöl,
hjónum jafnt sem einstaklingum. Þessi þjónusta er á byrjunarstigi, en 7
einstaklingar fengu samtals 15 viðtöl haustið 1977.
Afengisvarnir
A árinu voru 4 karlmenn frumskráðir við deildina,meðan hún var til húsa
í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Auk þeirra leituðu þangað 78 karlmenn
og 5 konur, frumskráð á fyrri árum. Samtals 87 manns.
Húð- og kynsjúkdómar
A deildina komu 1046 einstaklingar, þar af 867 vegna kynsjúkdóma. Heim-
sóknir voru 3116.
Af þessu fólki reyndust:
9 hafa sárasótt (þar af 3 ný tilfelli)
0 - linsærl
371 - lekanda (158 konur, 213 karlar)
487 voru auk þess rannsakaðir vegna gruns um kynsjúkdóma (325 karlar,
162 konur)
17 höfðu flatlús (13 karlar, 4 konur)
2 - höfuðlús (1 karl, 1 kona)
33 - maurakláða (19 karlar, 14 konur)
77 - aðra sjúkdóma (48 karlar, 29 konur)