Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1980, Blaðsíða 51
26. Reglugerð nr. 572 7. nóv., um greiðslur sjúkratryggðra á sérfræði-
læknishjálp, rannsóknum og röntgengreiningu.
27. Reglugerð nr. 589 7. nóv., um greiðslur sjúkratryggðra til samlags-
lækna.
28. Reglugerð nr. 587 17. nóv., um breyting á reglugerð um gerð lyfseðla
og afgreiðslu lyfja nr. 291/1979.
29. Reglugerð nr. 641 23. des., um greiðslur sjúkratryggðra á sérfræði-
læknishjálp, rannsóknum og röntgengreiningu.
30. Reglugerð nr. 643 23. des. , um greiðslur sjúkratryggðra til samlags-
lækna.
31. Reglugerð nr . 644 23. des. , um breyting á reglugerð um greiðslu
almannatrygginga á lyfjakostnaði nr. 289/1978.
32. Auglýsing nr. 681 30. des. , um breyting á aukefnalista reglugerðar
nr. 250/1976 um tilbúning og dreifingu matvæla og annarra neyslu- og
nauðsynjavara.
IX. HEILBRIGÐISSTARFSMENN
Tafla I
LÆKNAR
Læknar, sem hafa lækningaleyfi á íslandi, voru 1. jan. 1981 taldir 727.
Búsettir í landinu voru 531 (sbr. töflu I), þar af 21 kandidat eða lækna-
stúdent, sem gegndu héraðslæknisstörfum og höfðu lækningaleyfi aðeins á
•neðan. Voru þá 449 íbúar um hvern búsettan lækni með fullgildu lækninga-
leyfi. Læknar búsettir í Reykjavík voru 383, en 127 utan Reykjavíkur, og
við framhaldsnám eða bráðabirgðastörf erlendis eða búsettir erlendis 217.
læknakandídatar, sem eiga ófengið lækningaleyfi, voru 117 (þar með taldir
kandídatar með bráðabirgðalækningaleyfi). Lækningaleyfi hlutu 49 á árinu
°g sérfræðingaleyfi 30.
*
HEILBRIGÐISSKÝRSLUR 1980
49
4