Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1980, Blaðsíða 90
LYFJAEFTIRLIT RÍKISINS
Lyfjabúðir voru í árslok 38. Heildareftirlit var framkvæmt í 15 lyfjabúð-
um og auk þess í útsölum þeirra.
Lyfjasölur lækna voru í árslok 13 talsins og útsölur 3. Skoðaðar voru 6
og útsölurnar 3.
Lyfjagerðir og lyfjaheildsölur. Sex fengu skoðun á árinu.
Lyfjageymslur sjúkrahúsa og elliheimila. Skoðaðar voru 10 stofnanir á árinu
SKÝRSLA EITUREFNANEFNDAR
1. Nefndarmenn og ráðunautar
árið 1980 áttu eftirtaldir menn sæti í eiturefnanefnd: Þorkell Jóhannesson
formaður, Erling Edwald ritari, Pétur Sigurjónsson, Guðlaugur Hannesson og
Sigurgeir ólafsson, en sá síðastnefndi er tilnefndur af landbúnaðarráðuneyt-
inu. Axel V. Magnússon garðyrkjuráðunautur Búnaðarfélags Islands og Sigurð-
ur H. Richter dýrafræðingur við Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keld-
um voru ráðunautar nefndarinnar. Var Axel ráðunautur í garðyrkju og við
skráningu efna og efnasamsetninga til nota í landbúnaði og garðyrkju sér-
staklega, en Sigurður ráðunautur með tilliti til meindýra, sem hryggleysingj
ar eru, og með tilliti til efna sem notuð eru við útrýmingu þessara dýra .
2. Fundir, ráðstefnur, námskeið og tengsl við aðrar nefndir
Haldnir voru 24 fundir í eiturefnanefnd. Auk nefndarmanna og ráðunauta er
sátu nokkra fundi, sátu 9 gestir fundi í nefndinni. Meðal gesta landlæknir,
er sat 225. fund nefndarinnar. Var honum skýrt frá starfsemi nefndarinnar
á þessu og síðastliðnu ári. Formaður sat 22. samstarfsfund norrænna eitur-
efnanefnda í Svíþjóð í júní. Bauð hann til næsta fundar hér á landi árið
1981. Guðlaugur Hannesson og Þorkell Jóhannesson sátu fund norrænna matvæla
eiturefnafræðinga, er haldinn var dagana 19. -20.2. í Osló. Formaður var
fulltrúi nefndarinnar í samstarfsnefnd samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr.
455/1975. Sigurgeir ólafsson var fulltrúi eiturefnanefndar á fundum staðal-
skrárnefndar (Codex alimentarius).
3. Föst verkefni
Fjallað var um 86 umsóknir um leyfisskírteini (blá) til þess að mega kaupa
88
HEILBRIGÐISSKÝRSLUR 1980