Nýtt land-frjáls þjóð


Nýtt land-frjáls þjóð - 21.05.1971, Blaðsíða 2

Nýtt land-frjáls þjóð - 21.05.1971, Blaðsíða 2
2 NÝTT LAND > — Framsóknarprinsinn nr föður síns, skal ósagt lát- ið. Engum -dettur auSvitað í hug, að hann hafi ekið um kjördæmið. á ríkisstyrktum bíl. Vestfirðingar eru kunnir að því að vilja bjarga sér sjálfir og misnota ekki aðstöðu, sem þeir kynnu að hafa, sér til framdráttar á óheiðarlegan hátt, og þeir myndu ekki kæra sig um þingmann, sem gerði sig sekan um slíkt. Mönnum kemur því ákaf- lega á óvart lesning, sem stendur í 110. tbl. Morgun- blaðsins þ. 12. þ. m. eftir dr. Þorstein Sæmundsson, sem nýtur mjög mikils álits og engum dettur í hug, að fari með fleipur. Allir vita, að dr. Þorsteinn er ekki með aðfinnslur við Steingrím af pólitískum ástæðum, en vill viðhafa heið arleg vinnubrögð, sem sé þau, að fjárreiður opinberra stofn- ana séu ekki einkamál eða leyndarmál forstjóra þeirra og telur sig brjóta þann trún- að er honum er sýndur, sem rannsóknarráðsmanni, með því að þegja yfir þeirri leynd, er þarna er á ferðum. Það verður að gera kröfu til aHra forstjóra opinberra stofn ana að reikningar þeirra séu öllum til sýnis, en hér mun nokkuð hafa á skort. Virðist hlutur ráðherra, Gylfa Þ. Gislasonar heldur bágborinn í þessu máli og verður að krefjast þess af honum, að hann ljúki ekki ráðherradómi sínum sem hilmári yfir hugsanlegum mistökum eða misnotkun á opinberu fé. Allsstaðar annarsstaðar en á íslandi og ef til viil í Suður- Ameríku og í hinni svörtu Afríku myndi forstjóri opin- bers fyrirtækis, sem einnig hefði óskoruð yfirráð yfir svo hárri upphæð, verða að víkja, meðan rannsókn færi fram. En hér virðist ráðherra hafa til hneigingu til að koma í veg fyrir rannsókn og af hverju, ef allt er með felldu? Er hér ekki komið eitt dæm ið enn um samábyrgð stjórn- málamannanna og gömlu flokkanna, sem hafa eins- konar ósýnilegt trygginga- kerfi, þar sem þeir vernda hvern annan, jafnvel þótt pólitískir andstæðingar séu. En meðal annarra orða. Tómas Karlsson, ritstjóri tímans hefir verið manna skeleggastur að gagnrýna hverskonar misferli og vangá með opinbert fé. Hvað segir hann nú í Tím- anum? Það verður gaman að sjá. Nýtt land þekkir ekki svo þetta mál, að það vilji full yrða neitt, en krefst þess, að málið verði tekið föstum tök- um af réttum aðilum. Vest- firðingar ætlast líka til þess að væntanlegur þingmaður TILBOÐ Tilboð óskast í 2 bogaskemmur, 10,0 m x 27,60 m að stærð hvor. Skemmurnar eru niðurteknar og eru til sýnis á lóð við Kleppsveg, austan við hús Eggerts Kristjánssonar hf. Tilboð óskast í skemmurríar í núverandi ástandi. Heimilt er að bjóða í hvora um sig eða báðar saman. Nánari upplýsingar eru veittar í skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 21. maí n.k. kl. 11,00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 þeirra verði hreinsaður af öll- um grun í þessu máli — fyrir kosningar, annars munu þeir heldur kjósa að fá Halldór á Kirkjubóli á þing. ALÍSLENZK STÓRIÐJA 7. maí s.l. boðaði stjórn fyr- irtækisins Stálfélagið h.f. blaðamenn á sinn fund að Hótel Esju. Formaður stjórnar, Svein- björn Jónsson og fram- kvæmdastj óri fyrirtækisins, Haukur Sævaldsson, kynntu fyrirtækið, en það var stofn- að á síðastliðnU hausti og er fyrirhugað, að það annist alla brotajárnsvinnslu í land- inu, þegar fram í sækir. Reynt verður að hefja bygg ingaframkvæmdir fljótlega eftir næstu áramót og er áætl að, að verksmiðjan geti tekið til starfa sumarið 1973. Staðseting verksmiðjunnar hefur enn ekki verið ákveð- in, en rætt hefur verið um að staðsetja hana rétt við ál- verksmiðj una í Straumsvík og hafa fengizt góðar undir- tektir hjá yfirvöldum í Hafn- arfirði. Starfslið verksmiðj unnar mun telja um 60 manns og er fyrirhugað að Stálfélagið framleiði steypustyrktarjám úr þvi, svo og úr innfluttu hráefni, bæði til innanlands- nota og til útflutnings. Stofnkostnaður fyrirtækis- ins er áætlaður 410 milljónir. Væntanlega mun verulegur gjaldeyrissparnaður hljótast af rekstri fyrirtækisins og er hér því á ferðinni hið mesta þjóðþrifafyrirtæki og væri æskilegt, að sem flestir gerð- ust hluthafar til að styrkja þessa nýju stóriðju á íslandi, enda vonast stjórnendur Stál félagsins h.f. til þess að hér verði um að ræða alíslenzkt fyrirtæki. I BRIDGESTONE BEZTU DEKKIN Á MARKAÐNUM FLESTAR STÆRÐIR OG GERÐIR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI mmmmwm eoamn * * FLUGFÉLAG ÍSLWDS Jlfsláttarfargjöld innanlands Samkvæmt ákveðnum reglum er fjöl- skyldum, sem hefja ferð sína saman, veittur afsláttur þannig að fjölskyldu- faðir greiðir fullt fargjald, en aðrir í fjöl- skyldunni hálft fargjald. Fólki 67 ára og eldra er veittur afsláttur af fargjaldi innanlands gegn framvís- un nafnskírteinis. Námsfólki er veittur 25% afsláttur af fargjaldi á skólatímabili, gegn yfirlýs- ingu frá skóla, á ferðum milli skóla og , lögheimilis. Unglingum á aldrinum 12—18 ára er veittur 25% afsláttur af fargjaldi gegn framvísun nafnskírteinis. Hópum 10—15 manna og stærri, veittur 10%—-20% afsláttur. Skrifstofur flugfélagsins og umboðsmenn um land aH* veita nánari upplýsingar og fyrirgreiðslu.

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.