Nýtt land-frjáls þjóð - 21.05.1971, Qupperneq 8
Hvar er þjóðarauðurinn:
*
FræmfoaM af títe. 1
að halda því fram, að kaap-
gjald sé hærra á feiaodi en í
öðrum nálægam löaidam.
Menn þurfa ekki að vera
gamlir eða mana langt after
í tímann til að komast að
raun um, að stéttaskiptingin
í þjóðfélaginu er sýféllt að
aukast.
Hin raunveruiega stétta-
skipting esr ekki fólgin í þvi,
hvort verltamaður þúar ráð-
hérra eða ekki. Stéttlaust
þjóðfélag fæst ekki með þvi,
að fátækt fólk umgangist ríkt
fólk, án þ&ss að sfna þvi virð-
íngu og umdirgefni vegna auð
œfa þess.
íslendingar eru þannig
skapi famir að þeir munu
ekki beygj a hné sín fyrir titl-
um einum og orðum. Hin svo
kallaða hefð er fyrirlitin á ís-
landi og orðið snobb er
skammaryrði á islenzku.
Það er hínsvegar hin efna-
hagslega stéttaskipting og
menntunarlega, sem hér er
um að ræða. Á fyrri hluta 20.
aldar gerðust íslendingar
raunverulega á ný frum-
byggjar í landi sínu. Þjóðin
varð að vinna ákaflega hörð-
um höndum og raunveruleg
auðæfi einstakra manna voru
mjög fátíð.
Með styrjöldinni síðari
bréyttist þetta mjög og þá
kom upp ny auðstétt og stétt
eignasöfnunarmanna. . Hin
gamla og góða trú á gildi pen
inganna, sem reynt er að við-
halda í öðrum löndum, fauk
út í veður og vind hér.
Hin hæga en markvissa og
hefðbundna söfnun sparifjár
)asímermtegs varð úr sögunni
að mestu. Það, sem þötti lag-
legur skildingur í banka, varð
að ramu spori að engu og
bankarnir urðu ekki hinar
tryggu ávöxtunarstofnanir,
sem þeir höfðu verið, heldur
geymslustaðir hárra og lágra
upphæða um stundarsakir,
meðan verið var að safna og
bíða eftir tækifæri til að festa
kaup á einhverju, sem ekki
yrði einskis virði á nœstu dag
um í verðbólgutorj álæðrnu.
Fljótiega varð hér um æð-
islegt eignabrask að ræða,
sem hleypti verðbóigu-
ófreskjunni alveg lausri og nö
fór að skapast gróða- og
eignastétt æ fj ölmennari.
Á síðari árum hefur svo
skapast önnur stétt mennta-
og embættis- og stjórnmála-
manna með hærri launakröf-
ur en þessi þjóð hefur ráð á
og er ekki langt síðan ríkis—
stjómin setti loks stimpil
sinn á þennan væng hinnar
íslenzku yfirstéttar.
Nú leggur þessi stétt til at-
lögu við ykkur, góðir kjós-
endur. Þessi stétt segir ykkur
að þið eigið ykkar húsnæði,
eigin íbúð. Fyrir þetta eigið
þið að vera þakklát. Hverjum?
Sennilega þessari stétt. Fólk
inu, sem kemur upp lána-
stofnunum fyrir ykkur af
ykkar eigin fé, sem það ræð-
ur yfir, og lætur ykkur greiða
vísitöluhækkanir á húsnæðis-
stjórnarlánin, svo að nærri
jafnast á við, þegar þessi
sama stétt lánar út peninga
á svörtum markaði.
Sjálf fær hún lánin sín án
nokkurra slíkra kvaða og þeir
peningar eru geymslufé al-
SKEMMTUN
Skemmtun verður haldin fyrir félagsmenn og gesti
þeirra í Silfurtunglinu í kvöld, föstudaginn 21. maí,
kl. 9—2.
Ávörp flytja: Einar Hannesson, form. SF í Reykjavík,
Magnús T. Ólafsson, sem skipar efsta
sæti listans,
Guðrún Eggertsdóttír, sem skipar heið-
urssæti listans.
Veizlustjóri: Inga Birna Jónsdóttir.
Skemmtiatriði: ? Ókeypis brauðát!
DANS ti! kl. 2,00.
HAPPDRÆTTI _ BÖGGLADPPBOÐ
Mætið vel og stnndvíslega. Skemmtinefnd SF ,í Rvk.
mennings. Hvergi munu lána
kjör til húsnæðismála vera
jafn óhagstæð og á íslandi,
en þið eigið eigin íbúð, ekki
satt?
EN HVAR ER
ÞJÓÐARAUÐURINN?
Síðasta fasteignamat hljóð-
aði upp á 72 milljarða í land-
inu. Það er þjóðarauðurinn,
þ e. hluti hans. Ekki vitum
við, hvað mikill hluti þessar-
:Str upphæöar er mat á lúxus-
vifírnn og öðrum dýrum eign-
um, sem ekki þjóna þj'óðhags
legum tiigangi.
Ef við gerum okkur Mns-
vegar ferð suður í Fossvog,
Mmtrnes, Laugarás og viðar,
Sfeium við verulegan hhita af
þjóðarauðnum. Einbýlishús
fyrir margar milljónir, allt
upp í 8 til 10, hlaðin hverskon
ar óhófi utan og hman, eru
hluti af þjóðarauðnum.
Eignasöfnun og gróðasýsl-
an, sem áðan var minnzt á,
hefur skapað auð, sem hag-
skýrslur kalla þjóðarauð.
Þetta er hinsvegar hin örg-
ustu ósannindi. Þjóðin hefur
ekkert með þennan auð að
gera; henni verður hann
aldrei að notum fremur
en þau hundruð millj-
óna, sem búið er að flytja
á örugga staði erlendis;
hundruð eða þúsundir millj-
óna af arði vinnu íslenzkra
handa, annara en þeirra, sem
tilheyra þeirri stétt, ' ér við
höfum rætt um.
Vissulega eru ibúðirnar,
sem vinnandi fólk er að berj-
ast við að byggja og lætur
hvern eyri, sem það verður
að vinna inn með óhæfilega
löngum vinnutíma, og kemst
samt ekki úr skuldum alla
ævina, meira virði en millj-
ónahallir auðkýfinganna.sem
nú biðja ykkur um framleng-
ingu á aðstöðu sinni. Þær eru
miklu verðmætari þjóðarauð-
ur, því að í þeim liggur sál
fólksins og notagildi þeirra er
margfalt á við verðmæti
hinna.
Veitið ykkur smástund til
að velta fyrir ykkur, hvað
þjóðarauður er, hvar hann er
og hverjir eiga meginhluta
hans. Kannski skýrist málið
örlítið, þegar hugsað er til
þess, að almenn laun fyrir 8
stunda vinnu nema um tvö
hundruð þúsund, sömu upp-
hæð og á sama tíma og þjóð-
artekjurnar nema meiru en
sömu upphæð á hvert manns
bam.
NÝTT LAND
Fgdtaðagar a. aaaÉ gPl
| Hvað vilt þií ? —
I Hvað getur þú gert ?
Við höfum rætt um ýmis-
legt í þessum þáttum undan-
farið. Þar hefir m.a. borið á
góma spillingin í fjármálum
þjóðarinnar, sem m.a. gerir
það að verkum að þótt hún sé
ein af þeim þjóðum heims,
sem mestar þjóðartekjur hefir
á mann, býr hún við almennt
láglaunakerfi.
Forráðamenn hennar telja
þó, að ekki sé unnt að hækka
kauptaxta verkalýðsfélag-
anna; — atvinnuvegirnir þoli
það alls ekki
Megin hluti sjómanna eru
lægra launaðir, en verkamenn
í landi og oft mun timakaup
þeirra ekki vera meira en 30
—40 krónur. Sé um að ræða
aflamagn, sem gerir meir en
„dekka“ kauptrygginguna get
ur vinnutími þeirra orðið ó-
hugnanlega langur, jafnvel
miðað við „góða“ atvinnu í
landi ((„góð“ atvinna þýðir
60—70 klst. á viku).
Meginhluti bænda er lægst
launaða atvinnustétt í þjóð-
félaginu. Þeir fá engin orlof
og eru ekki í neinum lífeyris-
sjóðum og heill stjórnmála-
flokkur heldur að hann geti
slegið sér upp, eða jafnvel
getað lifað á því að níða þessa
stétt ofan í svaðið og gera lít-
ið úr starfi hennar.
Sannleikurinn er sá, að
starf bóndans er jafn þýðing-
armikið og starf fiskimanns-
ins og enn verr launað. Ef
eitthvað af þvi fé, sem lagt
hefir verið í lúxusvillur höf-
uðstaðarins og viðar og „eig-
endur“ þess hafa grætt en
ekki unnið fyrir, héfði verið
lagt í skipulagninfgu landbún
arins, þótt ekki hefði verið
nema lítið brot, væri dýrtíðin
ekki eins mikil og enga verð-
stöðvun hefði þurft.
En ríkisstjórnin er ekki
stjórn bænda eða verkamantta
eða launþega yfirleitt, héldur
atvinnurekenda og stórgróða-
manna, braskara og spákaup-
manna, hálaunamanna og
stjórnmálaskúma, sem hafa
valdastreitu og auðsöfnun að
markmiði.
Þess vegna er verðstöðvun
sett á fyrir hverjar kosning-
ar, með hæfilegum aðvörun-
um fyrir „góða“ drengi, en
gengislækkun eftir kosningar
og þess vandlega gætt, „að
„góðu drengirnir" fái sinn
„góða pening“ út úr öllu sam-
an, eins og Eykon Mbl. ritstj.
orðar það.
Hluti af þessum „góða pen-
ing“ er nú kominn i kosn-
ingasjóði stjórnarflokkanna
og þar eiga þeir að gefa góða
rentu — rentu, sem verður
greidd eftir kosningar á einn
og annan veg.
Ef það er þetta, sem þú vilt,
skaltu greiða stjórnarflokk-
unum atkvæði þitt, en ef þú
vilt það ekki, getur þú unnið
gegn þvi með því að greiða
st j órnarandstöðuf lokkunum
atkvæði þitt — en ihugaðu
eitt: Að ef Samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna koma
ekki að þingmönnum, heldur
stjórnin vclli, og hvað getur
þú þá gert?
eEm ® 1 ■,/ - B3ÉlSÍAl3lfektti -‘J
jgfa _ ' 1
Kosningaskrifstofa F-listans
SJÁLFBOÐALIÐAR
gefið ykkur fram til starfs í Breiðfirðingabúð, II. hæð,
sími 10168.
FYRST UM SINN
verður skrifstofan opin kl. 2,00 e.h. til kl. 7,00 e.h., en
frá og með 22. maí verður hún opin fram eftir kvöldi.
Þá verður komið sjónvarp i húsið og menn geta komið
og fengið sér kaffi, spjallað saman og horft á sjón-
varpið eftir vild.
KOSNINGASJÓÐUR
er hálf fátæklegur enn sem komið er. Komið og leggið
fram einhverjar upphæðir. Margt smátt gerir eitt
stórt. Einnig geta menn hringt í síma 10238 og beðið
um að framlög sín verði sótt.
FÉLAGAR,
komið góðum hugmyndum um aðferðir i kosningabar-
áttunni til kosningastjórnar eða skrifstofunnar.
LÍTIÐ INN
á skrifstofuna, þegar þið hafið tíma til, fáið ykkur kaffí,
rabbið um pólitík o.s.frv. Velkomin
UPPLÝSINGAR
um kjörskrá eru veittar í síma 10169.
SAMTÖK KRJÁLSLYNDRA.