Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.12.1997, Page 10

Bæjarins besta - 19.12.1997, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1997 Guðsþjónustur um jól og áramót Óskum starfsfólki okkar, viðskiptavinum og Vestfirðingum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Patreksfirði ÍSAFIRÐI Blómabúð Ísafjarðar Lífeyrissjóður Vestfirðinga Eiríkur & Einar Valur hf. Olíufélag útvegsmanna Skipasmíðastöðin hf. Sparisjóður Súðavíkur Verslunarmannafélag Ísafjarðar Þrymur hf., - vélsmiðja Sparisjóður ÖnfirðingaSparisjóður Þingeyrarhrepps ÍSFANG HF ÍSAFIRÐI Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar Bolungarvík Gunnvör hf., Ísafirði Ásgeir Svanbergsson skrifar um dr Hver var Ka ásamt fleirum á heimleið úr sölvafjöru 7. ágúst 1869. Þá var skip frá Stað með sölvafarm á leið heim af Stór- holtsfjörum í Saurbæ en lenti í ágjöf í Akureyrarröst. Söl eru viðsjáll farmur á opnu skipi. Löngu seinna fluttist Magn- ús Samúelsson og Þóranna norður að Djúpi og átti heima í Hnífsdal, 18. febrúar 1910 þegar snjóflóðið mikla féll þar og drap tuttugu manns. Þar fórst hann, kona hans og uppkominn sonur. Þuríður Jónsdóttir var enn, alla tíð ógift og barnlaus vinnukona í Reykhólasveit lengst af, sögð dugnaðarkona. Hún var heilsubiluð, fékk köst en vissi þau fyrir. Þegar hún fann köstin koma að sér sagði hún gjarnan: ,,Þarna kemur hann, fjandinn sá arna”. Yngsta barn Jóns og Ingi- bjargar undu ekki lengi á Barðaströnd. Þau voru bæði á sjötugsaldri þegar þau komu að Hamri, orðin lúin og varla manneskjur til að standa fyrir búi. Og tveim árum síðar flutt- ust þau vestur í Sauðlauksdal til sr. Gísla Ólafssonar og hafa sjálfsagt lagt með sér það litla sem þau áttu. Gísla þekktu þau vel frá fyrri tíð. Hann var fæddur og uppalinn í Reykhólasveit, og hafði verið aðstoðarprestur á Stað í tólf ár. Ekki mundi Kambsmóri voga sér inn fyrir garð í Sauðlauksdal. Meðan sr. Gísli var á Stað hafði hann beitt sér fyrir garðrækt og framförum í búnaði og hefur vafalaust haft kálgarða í Sauð- lauksdal. Ef til vill fengust gömlu hjónin frá Kambi við að hlú að görðunum þar meðan þau biðu síns enda- dægurs. Umskiptin voru skammt undan, Jón Guð- mundsson dó í Sauðlauksdal 20. ágúst 1836, í sama mánuði um og fótum, froðufellir og stynur”. Segir Jakob að þeir stæðu þar yfir honum tæpan hálftíma, þá stekkur hann á fætur en skjögrar og dettur. Síðan leiddu þeir hann og voru fyrst í stað máttlausir undir honum fætur og smátt og smátt hresstist hann og kenndi sér einskis meins daginn eftir. Þeim sem nú lifa mundi detta eitthvað annað í hug en Kambsmóri við svona tilfelli. Guðrún var næstelst, fædd 1801. Hún var í foreldrahúsum alla tíð og fluttist með fjöl- skyldunni að Hamri 1830. Hún fór svo út í veröldina ári síðar og var í Hergilsey vistar- árið 1831-32. Þar var þá einnig vistráðinn Jón Sigurðsson, kvæntur vinnumaður, ættaður af Snæ- fellsnesi, síðar bóndi á Skrið- nafelli. Eitthvað hafa þau Guðrún orðið kunnug því haustið eftir, þann 16. október 1832 eignað- ist Guðrún barn sem hún kenndi Jóni og var hún þá komin til veru á Siglunesi. Barninu var strax komið fyrir á Brekkuvelli og fór Guðrún að finna það 17. febrúar um veturinn. Þangað komst hún aldrei, fannst liðin milli Brekkuvallar og Fótar og er dánarorsökin ókunn. Barnið lifði, hét Ingibjörg, varð vinnukona í eyjum, átti svo Jón Jónsson í Stykkis- hólmi og börn með honum en dó þar 17. október 1878. Þriðja barn Jóns og Ingi- bjargar var Þóranna, átti Sam- úel Samúelsson bónda á Miðjanesi í Reykhólasveit. Þau áttu nokkur börn sem upp komust en það var eftirtak- anlegt að þrjú þeirra fórust af slysförum á góðum aldri. Þau Benedikt sonur þeirra og Elísabet dóttir þeirra voru bæði ógift vinnuhjú í Reyk- hólasveit er þau drukknuðu fróðleiksmaður að hætti þeirr- ar tíðar, ræðinn, hagmæltur og söguglaður, fékkst við lækningar og var ljósfaðir fjölda barna og sjálfur átti hann nær tuttugu börn. Eftir honum skráði Þorsteinn Er- lingsson sagnir um fólk og fyrirbæri og kallaði ,,Sagnir Jakobs gamla”. Þær sagnir eru auðvitað spegill samtímans sem er þá öld hjátrúar og fáfræði og rétt rúmum hundrað árum fyrr (1683) hafði maður verið brenndur í Arngerðareyrar- skógi fyrir galdra. Sagan um kaupmanninn er ekki trúleg. Hjónin frá Kambi koma vel fyrir í samtímaheim- ildum, þau eru sögð heiðarleg og góðgjörðasöm en börn þeirra vel uppfrædd og hæglát og athygli vekur að þau kom- ast öll á fullorðinsár sem þá var ekki títt. En fjölskyldan hafði þá byrði að bera að sum börnin hafa strítt við heilsu- leysi á köflum sem samtíminn klæddi svo í sagnabúning og skýrði að hætti aldarinnar. Elst barnanna var Guðmundur. Það er hann sem er í för með for- eldrum sínum 1830 og líklegri hvatamaður flutninganna en gömlu hjónin á sjötugsaldri. Hann var vel að sér og harð- neskjumaður, bjó með foreldr- um sínum á Kambi, á Hamri og í Hvammi en lengst á Efri Vaðli, kallaður Guðmundur ,,skoli” hvernig sem á því nafni hefur staðist. Ekkert beit það á hann þótt sagt væri að Móri fylgdi honum fast og svo börnum hans. Guðmundur var einn barna hans, kallaður ,,harði”. Jakob gamli var eitt sinn með honum á ferð og þeir þrír saman. Guð- mundi harða hætti til að fá köst sem kennd voru Móra og fékk hann nú eitt kastið sem Jakob lýsir svo: ,,Kastast hann þá niður, brýst um með hönd- Einn af þekktum ferða- mannastöðum hérlendis er nú Brjánslækur á Barðaströnd. Þar mætast leiðir og staðurinn og umhverfið glitrar af sögu. Þar á grundunum hafði Hrafna-Flóki vetursetu og surtarbrandur í gili vitnar um hlýviðri og hitakæran gróður fyrri tíða. Jafnan hefur verið fjölfarið þar hjá garði. Vorið 1830, um fardagaleyt- ið var fólk á ferð fyrir neðan garð á Brjánslæk. Það var ekki á skemmtireisu eins og gerist í nútímanum, heldur átti það erindi í sveitina. Þetta voru eldri hjón og dóttir þeirra full- orðin og svo sonur þeirra með konu og börn. Fólkið fór hægt yfir, rak á undan sér fáeina nautgripi en teymdi hesta klyfjaða sængurfötum, am- boðum og slitnum búsgögn- um. Þarna voru á ferð nýju ábúendurnir á Hamri, nokkru vestar í sveitinni þar sem sér um allan Hagavaðal og vegir liggja upp til Arnarfjarðar. Eldri hjónin voru Jón Guð- mundsson sem búið hafði á Kambi í Reykhólasveit í átján ár en kona hans hét Ingibjörg Árnadóttir og var hún af Hlíð- arætt í Reykhólasveit. Við þessa flutninga fjölgaði sveitardraugunum á Barða- strönd um einn, því um þessi hjón hafði spunnist sú saga að draugurinn Kambsmóri fylgdi þeim. Þjóðsagan kunni þau skil á honum að hann væri sending til Jóns bónda fyrir það að refjast um að borga kaupamanni undan Jökli verkalaunin. Var Kambsmóri talinn eiga sök á skepnudauða á Kambi og heilsuleysi í fólk- inu. Sagan segir að nú væru þau að flýja drauginn. Frá þessu fólki hefur meðal annarra sagt Jakob Aþanasíus- son, sem lengi bjó í Tungu- múla, fáum bæjarleiðum fyrir vestan Hamar. Jakob þessi var Hólssókn í Bolungarvík Aðfangadagur, 24. desember Aftansöngur í Hólskirkju kl. 18:00 Jóladagur, 25. desember Hátíðarguðsþjónusta í Hólskirkju kl. 14:00 Guðsþjónusta á Sjúkrahúsi Bolungarvíkur kl. 15:15 Gamlársdagur, 31. desember Aftansöngur í Hólskirkju kl. 18:00 Ísafjarðarprestakall Sunnudagur 21. desember Fjölskylduguðsþjónusta í Ísafjarðarkirkju kl. 11:00 Prestur: Sr. Magnús Erlingsson. Organisti: Hulda Bragadóttir Aðfangadagur, 24. desember Jólaguðsþjónusta í Hnífsdalskapellu kl. 18:00. Prestur: Sr. Skúli Sigurður Ólafsson. Samkór Hnífsdælinga syngur undir stjórn Huldu Bragadóttur organista. Jólaguðsþjónusta í Ísafjarðarkirkju kl. 23:30. Prestur: Sr. Magnús Erlingsson. Kór Ísafjarðarkirkju syngur undir stjórn Huldu Bragadóttur organista. Jóladagur, 25. desember Jólaguðsþjónusta í Ísafjarðarkirkju kl. 14:00. Prestur: Sr. Skúli Sigurður Ólafsson. Kór Ísafjarðarkirkju syngur undir stjórn Huldu Bragadóttur organista. Jólaguðsþjónusta á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði kl. 15:30. Prestur: Sr. Skúli Sigurður Ólafsson. Kór Ísafjarðarkirkju syngur undir stjórn Huldu Bragadóttur organista. Jólaguðsþjónusta í Súðavíkurkirkju kl. 14:00. Prestur: Sr. Magnús Erlingsson. Kór Súðavíkurkirkju syngur undir stjórn Sigríðar Ragnarsdóttur organista. Gamársdagur, 31. desember Áramótaguðsþjónusta í Ísafjarðarkirkju kl. 18:00. Prestur: Sr. Magnús Erlingsson. Kór Ísafjarðarkirkju syngur undir stjórn Huldu Bragadóttur organista. Þingeyrarprestakall

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.