Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.12.1997, Síða 12

Bæjarins besta - 19.12.1997, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1997 Jón B. Guðjónsson í spjalli við BB um bátasmíði og útgerðarhætti fyrri tíma Jón er húsvörður í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og grípur gjarnan í bátasmíðina þegar rólegt er. ...og þar gerðum Dönsk skonnorta siglir hér fyrir eigin vélarafli um Pollinn á Ísafirði.. sig svo hafa það að fara inn í fjörð og sækja þá. Við fengum kubba í bátana hjá körlunum sem unnu hjá Bárði Tómas- syni í slippnum. Maður tálg- aði svo kubbinn og reyndi að fá á hann bátslag, en karlarnir tóku síðan verkið út - mátu hvort báturinn væri eins báð- um megin. Hérna í mjósund- unum og á norðanverðri Eyr- inni voru sandfjörur og strákar voru á öllu sem flaut við að stinga kúffísk. Í dag eru engar fjörur eftir. Alveg frá staðnum þar sem gamla Bæjarbryggjan stóð og inn að Brúarnesti er nú aðeins grjótkantur. Fjaran er horfin og eins er þetta að norðanverðu. Mér finnst eins og minna sé um fisk í dag, miðað sem áður var. Ufsinn lá t.d. alltaf í torfum í skugg- anum af gömlu bryggjunum og maður sá hann greinilega. Í dag eru þessir þilkantar allsráðandi og mikið minna af fiski. Að minnsta kosti sér maður hann ekki.“ Hefur smíðað 5-6 báta á 10 árum - Jón telur að það séu um 10 ár síðan hann fékk áhuga á að smíða nákvæm bátslíkön, Jólasýning Slunkaríkis á Ísafirði ber yfirskriftina „Bát- ar“. Á sýningunni eru verk eftir 19 Vestfirðinga, sem allir hafa báta sem fyrirmyndir. Verkin samanstanda af báts- líkönum, steindu gleri, postu- línsskálum og skúlptúrum úr járni. Jón B. Guðjónsson á fjögur bátslíkön á sýningunni, en BB hitti hann að máli í síðustu viku og fékk hann til segja dálítið frá þessu áhuga- máli sínu. Engar fjörur eftir Jón segist hafa hrifist af bátum alla tíð og sem krakki hafi hann, eins og flestir strák- ar á þeim tíma, dvalið öllum stundum á svæðinu kringum slippinn, sem þá var neðan við svæðið sem heimavist Framhaldsskóla Vestfjarða stendur á í dag. Hann saknar fjörunnar sem umlék eyrina, en hún var vettvangur leikja af ýmsum toga, „og þar gerð- um við strákarnir út,“ segir Jón „Við strákarnir smíðuðum okkur báta sem við drógum á eftir okkur og settum jafnvel á þá þversegl og létum þá sigla inn með landinu. Maður lét en hann rekur áhugann til ferðar sem hann ásamt fleir- um, fór til Færeyja. Þar heill- aðist hann af bátum eyja- skeggja, sem voru með ýmsu lagi. - En hvað skyldi fara langur tími í smíði eins báts? „Ég smíða nú ekki marga á ári, kannski einn til tvo þegar best lætur. Ef maður ætlar að vanda til verka og vera ná- kvæmur, þá fer í þetta ómæld- ur tími. Á þessum 10 árum hef ég smíðað 5-6 báta, en ég er nú ekki stanslaust að. Stundum verð ég þreyttur á þessu og hvíli mig þá í nokkra mánuði. Ég hef bátana fremur litla, en því minni sem þeir eru, því lengri tími fer í þetta.“

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.