Bæjarins besta - 19.12.1997, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1997
Ég nýt jólanna í fað
Við séra Magnús Erlingsson mæltum
okkur mót í Ísafjarðarkirkju snemma að
morgni um síðustu helgi. Bærinn var
löngu kominn í jólabúning.
Hefðbundnar ljósaskreytingar minntu á
þá hátíð ljóss og friðar sem í vændum er,
en jafnframt minntu þær á annríkið og
kaupmennskuna sem einkenna
jólaföstuna í lífi helsti margra í helsti
ríkum mæli. Meira að segja jólasnjórinn
var kominn á sinn stað, en raunar er fátt
hverfulla á landi hér en jólasnjór sem
fellur fyrir miðjan desember.
Séra Magnús Erlingsson er
aðeins 38 ára en hefur þjónað
kirkjunni á annan áratug. Hér
á Ísafirði hefur hann verið
sóknarprestur í sex ár. Eigin-
kona hans heitir Kristín Torfa-
dóttir og útskrifaðist á sínum
tíma úr Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands. Hún er
reyndar fædd í Þýskalandi og
á þýska móður, en átti lengst
af heima í Reykjavík. Í lok
nóvember eignuðust þau
hjónin sitt fyrsta barn, sem er
„lítil dökkhærð stúlka. ákaf-
lega yndisleg“, segir séra
Magnús.
Móðurætt séra Magnúsar er
héðan vestan frá Djúpi og
skyldmenni á hann mörg á
Ísafirði, þannig að hann er í
nokkrum skilningi kominn á
heimaslóðir, þótt hann teljist
Reykvíkingur að uppruna.
Foreldrar hans eru Erlingur
Magnússon, Reykvíkingur
sem á ættir að rekja upp í
Hvalfjörð og Borgarfjörð, og
Sigríður Hermannsdóttir,
fædd við Ögurvíkina inni í
Djúpi. „Þar áttu afi minn og
amma heima, Hermann Her-
mannsson og Salóme Gunn-
arsdóttir“, segir séra Magnús.
„Fyrst bjuggu þau í risinu í
stóra gamla húsinu í Ögri, sem
nú hefur nýlega verið gert upp.
Amma mín var upphaflega
tekin þangað í fóstur. Hún
missti ung móður sína og fór
þá með föður sínum suður á
Bessastaði, þar sem hann var
ráðsmaður, en kom svo aftur
vestur að Djúpi og var tekin í
fóstur í Ögri.
Síðan byggðu afi og amma
sitt eigið hús niðri við Ögur-
víkina og nefndu það Sval-
barð. Þau höfðu ekki mikið af
skepnum en afi stundaði
sjóinn. Hann keypti bát sem
smíðaður var í Bolungarvík
og gaf honum nafnið Her-
móður. Á þessum báti reri afi
minn á Djúpið til fiskjar og
jafnframt flutti hann fólk.
Meðal annars var hann oft í
því að flytja lækninn milli
staða.“
Þarna við Ögurvíkina eign-
uðust amma og afi séra Magn-
úsar ellefu börn. Eftir seinni
heimsstyrjöld tók fólki að
fækka við Djúp. „Að vísu voru
systkinin dugleg að hjálpa afa
við að beita og stokka upp
línuna og annað sem til féll“,
segir Magnús, „en þar kom
þó að ákveðið var að flytjast
hingað út á Ísafjörð. Börnin
voru þá orðin stálpuð eða
fullvaxta mörg hver og stóðu
ekki lengi við hér. Þannig var
um Sigríði móður mína. Hún
var ekki nema tvö ár hér á
Ísafirði en fór þá ásamt systr-
um sínum til Húsavíkur og
síðan til Reykjavíkur.“
Villugjarnt á
Skutulsfjarðareyri
„Ég kom stundum hingað
til Ísafjarðar sem lítill strákur.
Þá var oft mikið af krökkum á
sumrin hjá afa og ömmu í
Mjógötu 3, þar sem Halldór
Hermannsson móðurbróðir
minn á ennþá heima. Frá þeim
tímum æsku minnar á ég
ýmsar minningar. Ég man vel
eftir Bæjarbryggjunni sem var
þar skammt frá. Og það kom
fyrir að ég týndist, eins og
gengur. Frá fermingaraldri
liðu síðan tuttugu ár þangað
til ég kom hingað næst og þá
sem prestur og þá fann ég vel
hvað það er auðvelt að villast
hér í bæ. Þetta hljómar nú
dálítið ótrúlega, en það er
vegna þess að eyrin er svo
bogin að auðvelt er að tapa
hér áttum á leið sinni.“
Móðurbræðurnir og
ættareinkennin
– Þú nefndir einn af hinum
landskunnu bræðrum móður
þinnar, Halldór Hermannsson
skipstjóra hér á Ísafirði. Á
meðal annarra bræðra hennar
má nefna Sverri bankastjóra,
Gísla Jón útgerðarmann í
Reykjavík og Birgi Her-
mannsson, sem löngum hefur
róið einn á báti hér vestra.
Þessir bræður eru að jafnaði
nokkuð kjarnyrtir, að ekki sé
meira sagt, og draga þar hvergi
af. Ekki spara þeir heldur
róminn ef svo ber undir. Þú
hefur vissulega þennan bjarta
og fallega svip sem einkennir
allt það fólk af þessari ætt
sem ég hef séð. Á hinn bóginn
virðist þú vera öllu mýkri og
stilltari í máli en þessir þjóð-
kunnu kjaftaskar, frændur
þínir, ef mér leyfist að viðhafa
slíkt orðbragð í hátíðarviðtali
við sóknarprest...
„Já, þetta er alveg rétt. Í
þessari ætt skiptir í tvö horn.
Sumir eru mjög rólegir og
yfirvegaðir og má þar einkum
nefna Þuríði móðursystur
mína á Húsavík. Líklega
tilheyri ég þeim hluta ættar-
innar. Stundum hef ég nú
saknað þess að hafa ekki til
að bera þessa málgleði frænda
minna, að ég tali nú ekki um
raddstyrkinn! Ég fann vel fyrir
því, þegar ég kom hér fyrst
vestur sem prestur og kirkjan
var til húsa í sal Framhalds-
skólans til bráðabirgða. Þar
var ekkert hátalarakerfi og
hljómburðurinn mjög daufur.
Þá varð mér stundum hugsað
til þess, að nú væri gott að
hafa raddstyrk móðurbræðra
minna. Að ekki sé nú minnst
á það, ef ég er að tala utanhúss
yfir hópi fólks. En það hefur
líka sína kosti að vera lág-
mæltur en skýrmæltur og ég
hygg að það heyrist vel það
sem ég segi hér í kirkjunni.
En helsti kosturinn er þó
annar: Ég hef tekið eftir því
að þessir frændur mínir verða
flestir heyrnarlitlir með árun-
um, en það er út af hávaðanum
í þeim sjálfum.“
Prestar og pólitík
– Man ég það ekki rétt, að
þú hafir talist nokkuð til vinstri
í pólitík á yngri árum og verið
einnig að því leyti nokkuð á
skjön við þessa gustmiklu