Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.12.1997, Síða 20

Bæjarins besta - 19.12.1997, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1997 Vestfirzkir slysadagar 1880-1940 er ómissandi uppflettirit fyrir vestfirsk heimili og fyrirtæki Fæst í bókaverslunum Starfshópur framsóknarmanna á Vestfjörðum 5% opinberra starfa verði unnin sem fjar- störf árið 2007 Í framhaldi af fundi for- manns og þingflokks Fram- sóknarflokksins á Ísafirði og Patreksfirði s.l. sumar, hefur starfshópur framsóknar- manna á Vestfjörðum sett fram hugmyndir sínar og sjónarmið í byggðamálum. Í minnisblaði starfhópsins segir að fjölmargar byggðir standi nú frammi fyrir al- varlegri stöðu í kjölfar umtals- verðrar fækkunar íbúa. Ljóst þyki að ríkisvaldið eitt og sér geti ekki komið í veg fyrir frekari byggðaröskun. Vald- svið Alþingis og stjórnmála- manna til að grípa inn í atburðarrásir með beinum aðgerðum virðist stórlega skert frá því sem áður var. „Meðal íbúa í þéttbýli ber nú meira á óþoli en áður gagnvart sértækum aðgerðum sem ætlaðar eru til að rétta hlut landsbyggðar og því erf- iðara en áður að ná samstöðu um slíkar aðgerðir. Sú stað- reynd verður heldur ekki um- flúin að fólksflótti úr dreifbýli til þéttbýlis á sér stað þrátt fyrir bættar samgöngur og og samfélagslega þjónustu í dreifbýli. Orsaka vandans og lausna verður því að leita víðar en hjá ríkisvaldinu.“ Einhliða glansmynd fjölmiðla af þéttbýlinu Starfshópurinn bendir á að „Fjórða valdið“ í samfélaginu, fjölmiðlar, dragi oft upp mjög einhliða glansmynd af lífi þéttbýlisbúa, meðan líf og störf landsbyggðarfólks eru túlkuð á minna spennandi hátt. Ljóst sé að stjórnvöld eigi enga möguleika á að bregðast gegn slíkri „sköpun ímyndar.“ Lausnin á þeim þætti vandans liggi fyrst og fremst hjá íbúum landbyggð- arinnar sem verði að samein- ast um að skapa jákvæða ímynd af sínu nánasta um- hverfi. Starfshópurinn telur að nálgast beri lausn vandans eftir þremur megin leiðum. Með sköpun jákvæðrar ímyndar af lífi og störfum á landsbyggðinni, á vettvangi sveitarstjórna og á vettvangi Alþingis og þjóðmála. Lagt er til að komið verði á vinnu- hópi með fulltrúum þing- flokks og fulltrúa úr öllum landsbyggðarkjördæmum, sem setja myndi upp vinnu- áætlun þar sem lýst yrði hvernig standia skuli að sköpun jákvæðs viðhorfs meðal landsbyggðarfólks til búsetu í heimabyggð. Jafn- framt er lagt til að sett verði af stað víðtæk skoðun meðal sveitarstjórna á hvern hátt þær geti lagt sitt af mörkum til að skapa íbúum landsbyggðar- innar umhverfi sem orðið gæti mótvægi við höfuðborgar- svæðið. Starfshópur vestfirskra framsóknarmanna telur að í stað prósentuskiptingar sem nú ræður skiptingu vegafjár á kjördæmi, verði leitað sam- stöðu um ný viðhorf við skipt- ingu vegafjár, með sérstöku tilliti til þess að vegasam- göngur verði tryggðar allt árið milli þéttbýlissvæða landsins. Sett er fram hugmynd um byggðarstyrki til afskekktra byggðarlaga þar sem sveitar- stjórn væri í sjálfsvald sett hvernig styrknum yrði varið, t.d. til veiðiheimilda, greiða kostnað við snjómokstur, eða til að laða að kennara til starfa. Einn milljarður króna í fyrirtæki á landsbyggðinni Vakin er athygli á að sam- þykkt hefur verið að setja einn milljarð króna í hlutafjársjóð sem eingöngu er ætlað að leggja fram hlutafé í fyrirtæki á landsbyggðinni með sér- stakri áherslu á uppbyggingu rekstrar sem byggir á hátækni. Sjóðurinn tekur til starfa um næstu áramót en samhliða honum tekur til starfa Ný- sköpunarsjóður atvinnulífsins sem mun hafa fjóra milljarða króna í eigið fé. Starfshópur- inn hvetur landbyggðarfólk til að bera sig eftir fjármunum úr sjóðnum sem fyrst eftir stofn- un hans. Fleiri hugmyndir er settar fram á minnisblaði starfs- hópsins, en hann vekur sér- staka athygli á þeim tækifær- um sem landbyggðinni hafa opnast með tilkomu nýrrar tölvu- og fjarskiptatækni. Sett er fram hugmynd um þróun fjarstarfa, að ákveðið verði að ákveðin prósenta af heildar- fjölda opinberra starfa verði á hverjum tíma veitt fólki sem býr á landsbyggðinni, sem sinni starfi sínu þar með aðstoð tölvu og nútíma fjar- skiptatækni. „Markmiðin gætu verið: Tvö opinber störf verði færð með þessum hætti yfir í hvert landbyggðarkjördæmanna og næsta eitt og hálft ár notað til að meta hvernig til tekst. Á grundvelli þeirrar reynslu verði stefnan á næsta kjör- tímabili sett á það að 2% allra opinberra starfa verði færð út á landsbyggðina og að árið 2007 verði ekki færri en 5% opinberra starfa unnin sem „fjarstörf.“ Sú óvissa sem ríkir víða í tengslum við hugsanlega sölu aflaheimilda úr byggðarlag- inu hefur orðið til að ýta undir brottflutning fólks af viðkom- andi svæðum. Starfshópurinn telur að draga verði úr þeirri óvissu sem heimild til fram- sals aflaheimilda hefur í för með sér fyrir þá sem eiga allt undir því að sjávarfangi verði áfram landað til vinnslu í heimabyggð. Viðskiptavaki auð- veldar sölu eigna Starfshópurinn vill að kann- að verði hvort núverandi lög og reglugerðir séu ívilnandi fyrir sjófrystingu samanborið við landfrystingu. Athyglisverðar eru hug- myndir starfshópsins um svokallaðan Viðskiptavaka- sjóð. Slíkir sjóðir yrðu stað- settir í öllum kjördæmum og myndu kaupa fasteignir þegar verð þeirra færi niður í ákveð- ið lágmark, en seldu aftur á hærra verði þegar markaður- inn jafnaði sig að nýju. Verð- bréfafyrirtæki eru fyrirmynd Viðskiptavakasjóðsins sem gera myndi húseiganda kleift að selja þegar markaðurinn væri í lægð að því metnu hvort hann tæki lágmarkstilboði Viðskiptavakans eða biði eftir aukinni eftirspurn. Að mati starfshópsins er grundvallar- atriði að fasteignareigandi á landsbyggðinni hefði val sem í mörgum tilvikum er ekki til staðar í dag. Á Suðureyri, sem og víðast á Vestfjörðum, hefur húseigend- um gengið illa að selja hús sín. Athyglisverðar eru hugmyndir starfshópsins um svokallaðan Viðskiptavakasjóð. Slíkir sjóð- ir yrðu staðsettir í öllum kjördæmum og myndu kaupa fasteignir þegar verð þeirra færi niður í ákveðið lágmark, en seldu aftur á hærra verði þegar markaðurinn jafnaði sig að nýju.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.