Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.12.1997, Qupperneq 22

Bæjarins besta - 19.12.1997, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1997 Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Ísafirði, hefur um árabil ritað jólsögur fyrir Bæjarins besta. Sú fyrsta birtist í jólablaði BB árið 1986, og síðan þá hafa sögur hans birst árlega að undanskildum árunum 1992 og 1993. Jólasögur Ólafs Helga, sem birst hafa í BB eru Aðfangadagur, 1986, Frelsi, jafnrétti, bræðralag, 1987, Dögun, 1988, Áreksturinn, 1989, Þorláksmessa í búri án skötu, 1990, Leiftur andans, 1991, Jólakvöl Kormáks, 1994, Húmskuggar, 1995 og Fjaran sem birtist á síðasta ári. Auk þessa hefur blaðið birt eftir Ólaf Helga, söguna Ekki af brauði einu saman, sem hann samdi fyrir bókmenntakynningu sem var á vegum Menntaskólans á Ísafirði árið 1989. Hér í opnunni fer nýjasta afurð Ólafs Helga, jólasagan Aðventukvöldið. Það stytti loks upp. Rigningar undanfarna daga kvöldu Karl ótrúlega. Ekki þar fyrir að honum þætti hún vond, heldur leiðinleg. Auk þess var komið fram í desember, farið að nálgast jól. Hátíð ljóssins á að fylgja snjór, ekki rigning. Jóla- skreytingarnar voru hálf munaðarlausar í rigningu. Og þó nú ríkti uppstytta voru þær enn eins og utan gátta, líkt og barn sem týnt hefur foreldri sínu í jóla- ösinni. Auðvitað á að vera snjór. Karl vissi reyndar vel að þetta var ekki rétt. Ekki snjóaði þegar frelsarinn fæddist, guðsonurinn, Jesús Kristur. En það var í Ísrael, þar sem stríðsástand var réttlætt með trú á grunni helgisagna, á Biblíunni. Gamla testamentið var látið duga. Hér í Spjótsfirði var stríð, en á allt annarri forsendu. Það þurfti ekki gamla testamentið til. Mönnum dugði velferð barnanna, raunveruleg eða ímynduð, til þess að skiptast í fylkingar og nú var bæjarstjórnin klofin í tvennt eða hreinlega í frumeindir, sem flutu um án tengsla við nokkurn. Atómið var hægt að kljúfa. Kannski var þetta ekki slæmt, þótt jól væru á næsta leiti. Stríð, styrjöld, deilur svik við sjálfan sig, kannski aðra voru undirtónn deilnanna. Karl hafði svo sem nóg á sinni könnu. Sambandið við Dís var ekki gott. Nei það var vont og þá var gott að hafa einhverja ástæðu til að greina hið illa í öðru en sjálfum sér og sínu. Samt tók hann það nærri sér að vinir og kunningjar skiptust í andstæðar fylkingar út af einhverjum steinkumböld- um. Musteri Salómons konungs gyðinga var löngu hrunið, átti víst að hafa verið glæsilegt á sinni tíð. En Ísraelar og Arabar deildu enn, sprengdu hver annan upp í loft. Þeir deildu þó ekki um steinsteypu heldur ímyndaðar byggingar, löngu hrundar. Hér í Spjótsfirði ríkti styrjaldarástand vegna gamla sláturhússins, sem einhverjum hafði dottið í hug að gera að leikskóla. Karl nennti ekki að sökkva sér í ófriðinn. En hann var greinilega kærkominn mörgum, sem gátu glatt sig við að hafa á réttu að standa. Um leið og andstæðingarnir höguðu sér með sama hætti, glöddust hvorir um sig yfir því að hinir hefðu rangt fyrir sér. Karl var kominn af fiskimönnum, átti mörg systkin og þekkti vandamál sem fylgdu ónógri barna- gæzlu. Honum var sama um það til hvers einhverjir veggir með þaki yrðu notaðir, ef þeir kæmu að gagni. Alltaf vantaði barnaheimili. Leikskólar hét það víst núna, en sauðféð var að deyja út í fjórðung- num eins og mannfólkið. Það dó ekki beinlínis, heldur flutti. Fyrirheitna landið var ekki Ísrael, ó nei, enda sennilega eins gott. Hver vildi búa við stríð? Fyrir- heitna landið var eins konar ný Jerúsalem, Reykjavík hét það. Þar var frelsið. Sagði ekki gamli evrópski máls- hátturinn, að í borgunum byggi frelsið? Hann vissi svo sem að sannleikurinn var í því fólginn að stríðið ríkti ekki í Reykjavík, eins og á Spjótsfirði. Fólk féll fyrir bílum í Reykjavík. En styrjöldin um leikskólann í sláturhúsinu hafði tekið sinn toll. Vinir Karls og Dísar ætluðu að flytja, þreytt á deilum um sjálfsagða hluti. Svo sögðu þau. En hvað gerir ekki fólk með lítil börn, sem vantar leikskóla- pláss. Dís sagði að vísu að Jón og Gunna væru eigin- gjörn, vildu bara pláss fyrir börnin sín tvö á leikskóla. Sjálfsagt var það rétt. En þarf ekki fólk að lifa, vinna og fá gæzlu fyrir börnin sín? Auðvitað! Var nokkuð rangt við það? Hún kallaði þau svikara að fara. Karli fannst það rangt. Gunna ætlaði í skóla, langaði að minnsta kosti, og Jón átti von á betri vinnu, gat komizt úr fiskinum og börnin vantaði gæzlu. Allt gat þetta bjargazt í Reykjavík. Karl langaði ekki til Reykjavíkur, hafði verið þar í skóla og leiddist götustríð- ið, eins og hann kallaði það. Götustríðið var umferðin í höfuðborginni. Þar var enginn óhultur, hvorki gangandi né né í bíl. Í því stríði féllu margir á hverju ári. Mannskepnan er skrýtin. Stundum mætti halda að allir væru sáttir við mannfallið. Engin flúði þetta styrjaldar- ástand. Heldur sótti fólk í það en hitt. Um það voru Karl og Dís sammála. Fátt annað voru þau sammála um þessa dagana. Dís var úr sveit, yndisleg stúlka eða svo fannst Karli. Hún var lagleg, rauðhærð með græn augu, vel vaxin og skemmtileg. Hún var fyndin, gerði grín að öllu og öllum, oftast sjálfri sér og honum. Hún var að vísu sex árum yngri en Karl. Samt hafði honum fundizt þau eins og sköpuð fyrir hvort annað. Auðvitað voru þau ekki sammála um allt. En nú ríkti stríð milli þeirra. Allt vegna húss, sem honum fannst bara vera hús, er þjónað hafði tilgangi sínum. Þess gæti beðið annað og glæsilegra hlutverk en fyrr, að vera vettvangur næstu kynslóðar í upphafi skólagöngu sinnar. Dís sagði það svik við komandi kynslóðir að gera sláturhús að leikskóla. ,,Aldrei fara mín börn í sláturhús til að læra eitt eða neitt eða bara vera þar.” Hann benti á þá staðreynd, að ekki væri lengur slátrað í húsinu, sem féll í ófrjóan svörð. Þau áttu ekki börn og nú trúði hann því að þau myndu aldrei eignast börn saman. Svo harkaleg höfðu viðbrögð hennar verið. Enn fór um hann við tilhugsun- ina um reiði hennar. Grænu augun skutu gneistum og það var eins og hún logaði. Hárið varð rauðara. Það gat ekki verið, en honum sýndist það. Hverju skipti þótt sauðfé hefði verið slátrað í húsinu. Fæddist ekki Jesú Kristur í fjárhúsi. ,,Nei aldrei slátur- hús.” Það væri móðgun við foreldra hennar, sem enn bjuggu í sveitinni. Hennar skoðun var sú, að aldrei hefði átt að leggja starfsemi sláturhússsins af. En engin rök dugðu. Þótt búið væri að úrelda húsið, skiptu slíkar röksemdir engu. ,,Aldrei að leikskóla. Það verður alltaf fýla í því”, sagði Dís. Karli fannst hún bergmála skoðanir foreldra sinna og nefndi það. En það reyndust mikil mistök. Dís rak hann á dyr. Hvað gekk eiginlega að fólkinu? Karl var reyndar fæddur í Reykjavík, en átti ættir að rekja til Spjóts- fjarðar, þótti gott að vera hér. Hann hafði komið til þess að leysa af á skrifstofu Útgerðarfélagsins, skildi ekki landbúnað, ætlaði að stoppa í hálft ár, sem svo teygðist úr, sérstaklega eftir kynnin af Dís. Þau höfðu ætlað að trúlofa sig um jólin. Nú var hann í miklum vafa. ,,Hvernig getur nokkur maður misst stjórn á sér út af húsi, jafnvel sláturhúsi, sem þjónaði ekki lengur tilgangi sínum?” Karli var ómögu- legt að skilja úlfúðina í bænum vegna málsins. Hann gat ekki skilið afstöðu Dísar, sem venjulega var jarðbund- in og skynsöm, skaraði fram úr öðrum íbúum bæjarins. Þannig hafði Karl hugsað um sína heittelskuðu þar til fyrir skömmu. Stundum var dásamlegt að ímynda sér framtíðina, þar sem allt gengi vel, framtíð- ina með Dís, góða, hlýja og ánægjan yfirstigi erfiðleik- ana. Nú var fyrsta vígið fallið í styrjöldinni, draum- urinn hans um framtíð með Dís. Karl kreppti hnefana, svo verkjaði í. Í huganum blasti þessi dásamlega Dís við hlæjandi, tindrandi græn augu, brosandi andlit í miðju lokkaflóðinu. Sjaldan skipti hún skapi, var þó einstaka sinnum alvörugefin, alltaf falleg, heillandi, en nú líktist hún umskiptingi úr þjóðsög- unum, minnti helzt á kvennalistakonu í baráttu við karlkynið. Æskuvinkona hennar sat í bæjarstjórninni. Maður hennar hafði unnið í sláturhúsinu meðan það var starfrækt. Nú var sá í fiskvinnu. Í kvöld yrði aðventukvöld í kirkjunni. Þau Dís höfðu ætlað þangað saman. Meðan þeirra eigin styrjöld geisaði að tilefnislausu, fannst Karli, ætlaði hann ekki að eltast við duttlunga hennar. Við hverju var svo sem að búast af sveitastelpu, sem aldrei hafði farið að heiman til neins nema að kaupa inn í Kringlunni eða Glasgow. Eins og nokkru skipti hvort einhverjir fataleppar væru keyptir hér eða þar. Þótt hún hefði stúdentspróf vildi hún alls ekki fara suður að læra meira, sem hefði verið eðlilegt. Karli var sama, var búinn með viðskiptafræðina og var í góðu starfi, en samt. Auk þess var Dís skemmti- leg greind og klár. Ástandið var svo þar til sláturhús- málið kom upp, eins og sprengju væri varpað á landnemabyggð í Ísrael. Undarlegt, þá sýndi hún sitt rétta eðli, þröngsýn, for- dómafull og dómhörð, sá engin rök. Hún gæti alveg eins verið Palestínuarabi, fylgismaður Arafats, hryðjuverkamaður. Honum leið illa við tilhugsunina. Gallinn var bara sá, að Karl sá enga ástæðu til þess að taka þetta mál svo hátíðlega. Bæjarstjórnin var búin að afgreiða málið, bersýnilega á Ólafur Helgi Kjartansson. Aðventukvöldið

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.