Bæjarins besta - 19.12.1997, Síða 23
FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1997 23
ekki til kirkju, nema hann
elskaði hana enn. Kannski
hvort tveggja?
Karl bað þess að missa
ekki Dís. Sjálfum sér lofaði
hann að ræða þetta mál ekki
að fyrra bragði. Honum stóð
ekki beint á sama. En Dís
skipti meira máli en öll
heimsins sláturhús og
jafnvel leikskóli. Öll
landsins dauðu svín gátu
ekki breytt því. Af hverju
hugsaði hann svo fáránlega.
Presturinn var greinilega að
bera klæði á vopnin, fá
bæjarbúa til að slíðra sverðin
fyrir jólin, boða frið.
Fortíðin lifir í sjálfri sér.
Framtíðin er barnanna. Þau
þurfa leikskóla. Æ, látum þá
kjörnu bjarga því. Þótt þeir
geri það ekki rétt má það
ekki eyðileggja okkur. Var
það kannski of seint? Alltaf
mátti reyna. Karl beið í sæti
sínu þar til Dís nálgaðist. Þá
steig hann fram, nálgaðist
hana og rétti fram höndina.
Eitt augnablik lá honum við
yfirliði, langaði til að kippa
að sér höndinni, en stóðst
freistinguna.
Dís leit á Karl, sem stóð
beinn í baki, fastur fyrir eins
og venjulega, samt mátti
greina annað yfirbragð,
mýkra, ekki biðjandi, fremur
bjóðandi. Framrétt höndin
undirstrikaði ímyndina.
Hún greip framrétta
höndina föstu taki, dró hana
að sér, dró Karl að sér og
kyssti hann. Honum var
greinilega brugðið. Áður en
varir þeirra mættust hugsaði
hann ,,Þetta er óviðeigandi í
kirkju.” Svo fann hann
hlýjan líkama hennar við
sinn og heyrði gömlu
konuna kvarta undan
siðleysi unga fólksins. ,,Fær
kirkjan ekki einu sinni frið
fyrir þessu fólki.” Í stað þess
að segja gömlu konunni frá
kærleiksboðskap Krists,
faðmaði hann Dís að sér og
bað hana fyrigefningar án
þess að hafa ætlað sér það.
Engu skipti hvað öðrum
fannst. Það gerði ekkert til.
Jólin voru framundan með
loforði um endurfundi, sælu
og frið. Loforðin þeirra, sem
skiptu máli, myndu standa.
Það hafði hlýnað í veðri
þegar þau komu út. Á
morgun myndi rigna í
Spjótsfirði. Honum stóð á
sama. Það rignir þá á
sláturhúsið hugsaði hann, en
sleppti því að segja það,
enda skipti það engu lengur.
Hann leit á Dís, sem brosti
undarlega til hans. ,,Hvað”?
sagði hann. ,,Á morgun
rignir á alla, líka slátur-
húsið.” Svo hló hún og
sagði: ,,Ég saknaði þín.” ,,Ég
líka.”
Engin hús, engar deilur
annarra myndu eyðileggja
fyrir þeim jólin. Styrjöldinni
var lokið. Það ríkti friður
milli þeirra, kærleiksfriður
jólanna. Þeim leið vel. Þau
voru full tilhlökkunar vegna
komandi daga.
Ólafur Helgi Kjartansson
9. desember 1997
þann veg sem Dís, foreldrar
hennar og flestir aðrir vildu.
Gott og vel en stríðið hélt
áfram og Karl var fórnar-
lambið. Fórnarlamb hvers?
Jú afstöðu Dísar og að-
stæðna allra. Eiginlega var
ekkert fengið með að hitta
Dís. Löngunin var horfin.
Hann vissi ekki hvort hann
vildi hitta hana. Þau höfðu
ekki ákveðið neitt. Hún gekk
á dyr vegna fáránlegs
sláturhúss, sem ekki var
útséð um að yrði nokkurn
tíma annað en fyrrverandi
sláturhús, öllum til ama og
leiðinda. Samt vantaði
leikskóla fyrir börnin. Í
gamla leikskólanum voru
rottur á ferli, að sögn
kennaranna. Það var svo sem
auðvitað, að Dís bergmálaði
þá skoðun, að í ónothæfu
sláturhúsi yrði alltaf
rottugangur. Fáránlegt. Karl
hafði upplifað erlendis, að
hús skiptu um hlutverk án
teljandi vandræða. Hvað þá
að fólk snerist á hvolf yfir
því sem skynsamlegt virtist.
Að vísu var pabbi Dísar
formaður í Búnaðarfélaginu
í Spjótsfirði og frömuður í
málefnum bænda. Karl átti
svo sem að vita að erfið-
leikar í landbúnaði samfara
kvóta og stjórnun, sem rýrði
kjör þeirra bænda, er höfðu
dug til að bjarga sér, setti
mark sitt á skoðanir þeirra.
En Dís var nútímakona eða
hvað? Hún vissi fullvel að
heimurinn var breytingum
undirorpinn, allt var að
breytast. Fólk nútímans
gerði sér grein fyrir sam-
starfi Evrópuríkja. Evrópu-
sambandið var veruleikinn í
dag, ekki búskaparhokur á
útnárum. Menn eru meira
virði en það að slátra sauðfé.
Karl var algerlega
ráðþrota. Átti hann að leita
Dís uppi og biðja um gott
veður, biðja afsökunar á
skoðunum sínum? Stolt
Karls neitaði honum um þá
leið. Í raun gat hann ekki
viðurkennt að hafa rangt
fyrir sér. Í sjálfu sér hafði
hann ekki rétt fyrir sér, en
lýðræðislega kjörnir fulltrúar
hlutu að vita hvað var rétt.
Karl var barn borgarinnar,
nútímans, trúði á sérfræð-
inga. En þeim bar ekki
saman. Trúin á guð var í
öðru sæti. Barnæska hans
hafði einkennzt af einlægri
guðstrú. Þá bað Karl
bænirnar sínar. Svo gleymd-
ist það. Nútíminn gerði ekki
kröfur um bænir heldur
skynsemi. Enda þótt hann
efaðist ekki um tilvist guðs,
þá hafði þeirri hugsun oft
skotið upp kollinum að
eitthvað hefði skjölpazt um
miskunnsemina. Sama hvert
litið var, alls staðar stríð eða
eymd nema hvoru tveggja
væri. Rúanda, þar sem
flóttafólk var stráfellt fyrir
það eitt að vilja lifa, Írak, en
þar dóu börn vegna harð-
stjóra, sem treysti á meyrt
hjarta Vesturlandabúa, er
fóru í vinnu klukkan níu að
morgni og komu heim
klukkan fimm síðdegis til að
horfa á sjónvarpið, að
ógleymdri Tsjetiníu.
Endalaust. Alls staðar urðu
saklausir fyrir barðinu á
grimmdinni.
Ekki varð þessu þó jafnað
við deilur bæjarfulltrúanna í
Spjótsfirði, en þær teygðu
svo sannarlega anga sína að
hverju eldhúsborði í bænum.
Kannski var þetta eðlilegt.
Karli fannst að skynsemin
ætti að ráða. Dís vissi hvað
hún vildi, en var alin upp í
Spjótsfirði og hafði aðrar
kenningar en Karl. Verst að
hún skyldi vera svona ógnar
reið. Sjálfsagt dygði engin
guð til að bjarga ástandinu.
Hverjum var svo sem ekki
sama hvar löngu dauðar
kindur, nautgripir, og svín
höfðu stigið sín hinztu spor í
þessu jarðlífi, áður en þau
enduðu í kæliborðum
kjörbúðanna. Skyldi guð
annars vita af Dís og Karli?
Dís gekk hægum skrefum
í átt til Spjótseyrarkirkju.
Það var nærri snjólaust.
Nýja kirkjan, sem allir höfðu
rifizt um áður en hún var
byggð, var falleg í logninu.
Það var kalt, gott yrði að
komast inn í hlýjuna. Þau
höfðu ætlað saman, hún og
Karl. Ekkert skildi þessi
Karl, enda úr Reykjavík.
Enginn skilningur, engin
samúð með því fólki, sem
hafði borið uppi atvinnu í
Spjótsfirði. Honum var sama
þótt leikskólinn færi í
sláturhúsið. Karl var ekki
eðlilegur. Honum fannst
þetta sjálfsagt, æsti sig ekki
fyrr en bæjarstjórninn
klofnaði. Þá var eins og
blóðið rynni loks í honum.
Karl skynjaði ekki að
sjálfsvirðingu hennar, föður
hennar og allra annarra væri
misboðið með þessari
ráðstöfun. Auk þess fór í
taugarnar á henni að
Sláturkompaníið græddi á
þessu. Karl fullyrti að Dís
skoðaði málið út frá óeðli-
legum forsendum. ,,Hús er
bara hús,” sagði hann. ,, Ef
hindúar trúa á endurhold-
gun, að sálir fæðist aftur í
æðri eða lægri stétt eða sem
dýr, geta hús skipt um
hlutverk.”
Dís var trúuð, var alin upp
við daglega iðkun trúar, sem
eðlilegan þátt lífsins. ,,Karl
er trúleysingi.” Ummælin
sönnuðu það. Hann gerði
grín að henni fyrir að hafa
aldrei farið annað til vinnu
eða náms. Að loknu stúd-
entsprófi fór hún að vinna
hjá Kaupfélaginu, sem ekki
var lengur til. Nú voru þeir
sem högnuðust á því að
sameina það í Sláturkompa-
níið að græða enn meira.
Hún var alveg sammála
Jósafat frænda sínum,
bæjarfulltrúa frá Sandaeyri.
Aldrei leikskóla í sláturhús-
ið. Karl hafði sagt að hún
skyldi bara sanna til, Jósafat
og félagar væru aðeins að
leita útgönguleiðar í
bæjarstjórninni, sem tryggði
þeim meiri völd. Þá rak Dís
Karl á dyr. ,,Út”! ,,Ég elska
þig.” sagði hann þá og bað
hana að róa sig. Dís sagðist
ekki vilja sjá hann aftur og
gekk sjálf á dyr. Síðan hafði
ekkert heyrzt frá honum og
ekki langaði hana að eltast
við hann.
Dís gekk hægum skrefum
inn kirkjugarðinn í átt að
kirkjunni. Fólk streymdi að.
Skyldi það allt trúa á guð?
Innarlega í kirkjunni var eitt
sæti laust. Hún kinkaði kolli
til kirkjugesta og settist. Í
þann mund sá hún útundan
sér kunnuglegt andlit og
reiddist. ,,Hvað er hann að
vilja hér, trúleysinginn
sjálfur”?
Karl hafði velt því fyrir
sér lengi hvað hann ætti að
gera. Drykklanga stund
studdi hann höndum undir
höfuð sér fram á skrifborðið.
,,Þvílíkur staður, allt vitlaust
vegna eins steinkumbalda”
Meira að segja Gunna, sem
sat í bæjarstjórninni, ætlaði
að fara, flytja burt, suður.
Auðvitað var hægt að elta
Jón og Gunnu til höfuðborg-
arinnar, þar sem hægt var að
vera í friði. En í friði fyrir
hverjum, sjálfum sér, Dís,
þessum æstu sveitamönnum
í Spjótsfirði, eða lífinu
almennt?
Svo fór hann að hugsa um
síðustu nótt þeirrar Dísar
saman. Karl gat ekki skilið
hvernig Dís, svona indæl,
sem þá hafði borið nafn með
réttu, gæti verið svo forpok-
uð, að geta ekki rætt á
skynsamlegum nótum um
þetta mál. ,,Hvernig í
ósköpunum getur fólk æst
sig yfir dauðum hlutum?”
Óskiljanlegt!
Aftur leitaði hugurinn til
Dísar. Hún var eins og tvær
konur. Önnur blíð, góð,
gefandi, skemmtileg. Hin
grimm eins og sveitafólkið í
Spjótsfirði. Auðvitað var
Spjótsfjörður réttnefni.
Menn bárust hér á banaspjót,
að vísu ekki í eiginlegum
skilningi. En illindin,
harðneskjan við náungann,
ef svo bar undir, voru svo
yfirgengileg, að hann trúði
því loks, sem fólk hafði sagt,
að það fengi nóg af og flytti.
En Dís, hvað hafði
eiginlega komið yfir hana?
Ekki gat verið að hún
elskaði hann. Hafði hún
blekkt hann, sagt ósatt um
ástina? Hvað átti hann að
gera? Auðvitað að fara á
aðventukvöldið í kirkjunni.
Þangað hafði ferðinni verið
heitið hvort eð var. ,,Það er
skárra að vera einn í
fjölmenni, en aleinn.” Karl
ákvað að fara í kirkjuna.
Kuldinn beit, en hann
hugsaði bara um Dís og
sláturhúsið. Skrýtið að þetta
undarlega mál skyldi koma
upp rétt fyrir jól. Í raun
fannst Karli mjög undarlegt
að bærinn hefði skipzt í
fylkingar vegna húss, þar
sem svín höfðu átt sín
síðustu spor í átt að jóla-
borðinu. Hann hló að þessari
hugsun sinni, eigin aula-
fyndni. Tvær gamlar konur
litu á hann og í annarri
hnussaði: ,,Þetta er víst
kærastinn hennar Dísar.
Hann vill leikskólann í
sláturhúsið. Hún hlýtur að
losa sig við hann.” Karli brá.
Honum fannst talið ófyndið,
hætti að hlæja, leit undan og
hugsaði um Dís. Kuldinn
beit ólíkt hlýju Dísar á síð-
asta ástarfundi þeirra. Hlýtt
rúm, hlý, falleg kona, heit,
alger andstaða svíðandi
kuldans utan kirkjunnar. Í
kirkjunni var hlýtt, en samt
var honum kalt. Hann fraus
þegar Dís leit í augu hans.
Ægilegt augnaráð, kalt og
stingandi. Undan því sveið.
Rauða hárið var umgerð um
reiði hennar. Tvær mann-
eskjur, ekki vafi, hugsaði
hann og saknaði þeirrar
Dísar, sem hann unni.
Löngunin til að flýja varð
yfirþyrmandi, en hvert átti
að flýja og hvern? Skyn-
samur maður flýr ekki
óraunverulega hættu. Bar
hann ótta af henni? Þarna
var laust sæti aftarlega, langt
í burtu frá þessu skelfilega
augnaráði.
Söngurinn, tónlistin og
rödd prestsins höfðu róandi
áhrif á Dís. Í huganum bað
hún guð um frið. Smám
saman færðist ró yfir andlit
hennar, augun urðu skær-
græn og dreymandi. Prest-
urinn talaði um kærleikann,
nauðsyn góðra samskipta og
góðvildar manna hvers í
annars garð.
Hugurinn reikaði skipu-
lagslaust og endaði á síðasta
ástarfundi þeirra Karls, hlýr
og mjúkur eins og lítill
drengur. Þau gáfu sig hvort
öðru á vald nutust af líkama
og sál. Hún hrökk upp.
Söfnuðurinn stóð á fætur,
meðtók hina postullegu
blessun. Um leið og setzt var
leit hún við og sá Karl
setjast annars hugar og
dauflegan, tóman á svip.
Hann sýndi engin svip-
brigði, engin merki þess að
hafa séð hana. Hún fann
örlítinn, snöggan, sting fyrir
hjartanu. Hún sem hafði
verið að hugsa um síðustu
sælustund þeirra saman.
Einhvern veginn fannst
henni það ekki óviðeigandi,
þótt í kirkju væri. Átti það
að vera óviðeigandi.
Presturinn hafði boðað
kærleika.
Um leið og allir báðu
faðirvorið leit hún aftur og
sá Karl biðja með lokaðan
munn og drúpa höfði. Það
var eins og hann væri einn í
kirkjunni eitt augnablik.
Auðvitað var hann ekki
trúleysingi. Þá kæmi hann