Blossi - 01.09.1933, Blaðsíða 2

Blossi - 01.09.1933, Blaðsíða 2
B L O S S I Unga fólkið gengur atvinnulaust. Atvinnuleysið drepur viljaþrekið, sljóvgar réttlœtiskenndina, þjóðfé- lagshyggjuna, sjálfsvirðinguna. Unga fólkið les daglega saurug- an rógburð stærsta hluta þjóðar- innar um heilbrigðustu mennta- stofnanirnar og æðsta menntastofn unin virðist vera orðin klakstöð ofstækisstefna annarsvegar og koi- svarts íhalds hinsvegar. Unga fólkið horfir á beinagrind sundhallarinnar, gráa, ískalda, hálfnaða. Unga fólkið les í stærsta blaði þjóðarinnar kennslu í eiturnautn- um og höfundurinn er einn af lærifeðrum þjóðarinnar. það verða að vera töggur í þeim æskulýð, scm ekki úrkynjast i sliku þjóðfélagi, sem þessu. Hvert á hann að snúa sér? Að alþýðusamtökunum, sem eru að skapa nýja menningu innan þessa spilta þjóðfélags. Vér kreíjumgt! Vér krefjumst bamaverndar, í iramkvæmd, ekki á pappírnuni. Vér krefjunist afnáms unglinga- þrælkunar. Vér krefjumst nýrra húsakjmna í þessari borg, svo að gróður þjóðfélagsins tærist ekki í óholl- mn okurholum. Vér krefjumst styttri námstíma fðnlærlinga og hærri launa á námstíma. Vér krefjumst að þeir, sem leika sér að því að taka unglinga til reynslu í 3 mánuði, en reka þá síðan — og hafa þannig ókeyp- is sendis-veina svo árum skiftir, séu dregnir fyrir lög og dóm, sem niðingar. Vér krefjumst að hlúð sé að menntastofnunum, skólagjöld verði afnumin og skólabækur verði látn- ar ókeypis. Vér krefjumst ókeypis matar i bamaskólum, mjólkur og lýsis fyi'ir veikluð börn. Vér krefjumst að æskan sé ekki eyðilögð með eiturnautnum, spila- vítum, kommúnisma og nazisma. Vér krefjumst að æskan hugsi og dæmi milli alþýðusamtakanna og fénda sannrar íslenzkrar við- reisnar. Vér krefjumst að viðreisnarmál Alþýðuflokksins séu leidd í lög áður en auðvaldsþjóðfélaginu verða færðar fleiri fórnir. Frá sjó i sveit Fjallanáttúran mótar styrk í sál- irnar. Ræktun jarðar er skyldast eðli mannsins. Baráttan við öræfin, gleðin yfir gróðri, þar sem áður var gróðurleysi, er heilbrigðust og þroskar bezt. Undanfarinn áratug hefir unga fólkið streymt úr sveitunum til sjávarins. þar með er komið hættu- legt öfugstreymi i þjóðlífið. Sök á þcssu eiga þeir, sem braska með vinnuþrck þúsundanna, niðurdrepa sveitirnar, svo að fólkið flýr úr þeim og þeir fái nógann vinnu- kraft úr að moða. þroskáður æskulýður vexður að stefna huga- æskunnar aftur til sveit.anna;. , En það yerður aðeins lrægt með þyí, að samræma. sveita lífið viðhorfum nútímans. Sam- vinnuþorpin verSa að rísa upp svo, að fólkinu gefist kostur á félags-

x

Blossi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blossi
https://timarit.is/publication/1537

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.