Blossi - 01.09.1933, Blaðsíða 3

Blossi - 01.09.1933, Blaðsíða 3
B L O S S I rækt — ræktun félagslífsins í sama mund og það erjar jörðina, ræktar til lífsbjargar sér. Hér við sjóinn er ekkert ör- yggi. Lágt kaup, lítil atvinna, há húsaleiga — okur — og ef atvinn- an bregst alveg, þá er skorturinn kominn. Skilyrðin fvrir nýju lífi í sveit- ilnum er að skapa skilyrðin fyr- ir því, að æskan vilji fara þangað og vinna þar. Yng’stu verkamenniruir Yngstu verkamennirnir eru sendisveinarnir. þeir munu nú vera um 250 hér í borginni. Með- alaldur þeirra mun vera 13% ár, meðal vinnutími 11 klst. og með- al kaup 60 kr. á mánuði. þessir yngstu verkamenn eru tvímæla- laust réttindalausustu vinnandi þsgnarnir í þjóðfélaginu. Vinnu- kaupandinn hefir svo að segja engum skyldum að gegna gagn- vart sendisveininum. Hann getur lagt á vagninn eða hjólið eins mikið og hann getur frekast i- myndað sér að sendisveinninn risi undir. .Hann getur látið hann vinna svo lengi, sem drengurinn stcndur uppi. Hann þarf ekkert írí að gefa honum. Hann getur dregið af kaupi hans ef hann er \eikur 1 2 daga og jafnvel rek- ið hann. Hann getur gert hann á- byrgann fyrir vörunum sem hann s'endir. liann með. Skyldurnar eru allar sendisvcinsins. "Honum ber að hlýða skilyrðislaust. jtet.ta eru kjörin, sem brjálað auðvalds þjóðfélag skaþar þeim æskumönifum, sem eru óþroskaðir og þjóðfélagið ætti að gæta eins og sjáaldur auga síns, vegna þess að þeir eru framtíð þess. það er tákn nýrrar dagsbrúnar, menningar þeirra, sem alþýð'u- samtökin eru að skapa, að á síð- asta þingi fékk Alþýðuflokkurinn samþykkt, gegn vilja margra í- haldsmanna, fyrstu lögin, sem sam þvkkt hafa verið til verndar sendi- sveinum. Enn eru þessi lög ekki komin til framkvæmda. pað stend- ur á bæjarstjórninni. En S. F. R. er nú að undirbúa framkvæmd lag- anna fyrir atbeina foringja Alþýðu- flokksins í bæjarstjórn (St. .T. St.). Ailur æskulýður á að standa saman um réttindi sín og bætta þjóðíélagsaðstöðu. Svavar Guðjónsson. Æíisaga Hann flutti úr sveit, 12 ára, með föður sínum. Hann fékk atvinnu, sem sendi- sveinn. 12 stunda vinna, 75 krón- ur á mánuði. Ofkældist í ferð suður í Skerjafjörð kl. 10 á laug- ardagskvöldi i grimdarfrosti og bil. Lagðist veikur og missti vinn- una. Urn vorið byrjaði hann að læra járnsmíði — til reynzlu —. Eftir 3 mánuði sagði „meistarinn" að hann væri óhæfur og rak hann. Ekkert ltaup. í ágúst byrjaði hann að læra gullsmíði. Hann fékk ekkert ann- að. að gerá' í tvö ár, en að fægja nælur," nisti og festar. Hann kvart- aði uhdan þessu og var sagt að „halda kja.fti“, og skúra nú verk- stæðið í eftirvinnu. - Hann stökk úr náminu og kunni ekkert.

x

Blossi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blossi
https://timarit.is/publication/1537

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.