Blossi - 01.09.1933, Blaðsíða 4

Blossi - 01.09.1933, Blaðsíða 4
B L O S S I Hann var 15 ára og íor að ganga á eyrina. Hann vann eins og hann gat og hjálpaði föður sín- um. 20 ára gamall missti hann föður sinn og varð að sjá fyrir móður sinni og systkinum. Hann lét þau liafa allt sem hann vann sér inn. þau bjuggu í kjallaraholu inni á Grettisgötu. Atvinnuleysið kom — og hann fékk ekkert að gera í langan tíma. Fjölskyldan fór á bæinn og þá hsétti hann að reyna. Atvinnuleysið hafði drepið hann. Nú drekkur hann, og er kom- múnisti þegar hann er drukkinn, en íhaldsmaður þegar hann er ó- drukkinn. Yngri fcróoir hans. Neistar Kaupmenn segja, að mest sé kevpt af íslenzku smjöri í þeim hverfum, þar sem ríkir menn eiga heima. Smjörlíkið kaupa fátækl- ingarnir. Sljórnmálaþroski norræna kyn- stofnsins sést m. a. í því, að al- þýðusamtökin eru öflugust á Norðurlöndum og jafnaðarstefnan fylgisrikust. Á Norðurlöndum þríf- ast ekki óvinir sannrar menning- ar, íhaldsmenn, nazistar, kommún- istar. LeiS æskunnar liggur með íhald- inu, sagði ihaldsblað nýlega. Noi, leið æskunnar liggur yfir grafir þjóðskipulags eymdar, atvinnuleys- is og óreiðu. Ihaldsminnisvarð- amir á leið æskunnar eru tæmd- ar sveitir, öreiga fjöldi, öryggislaus á mölinni við sjóinn. Æskan trú- ir á eigin mátt, sameinaðan í öfl- ugum samtökum alþýðu í sveit og við sjó. Hún stefnir hærra en i- haldið. Hún stefnir til nýrrar menn ingar — alþýðumenningar. Gerilsneydda mjólk kaupa þeir, scm eru vel stæðir. Óhreinsaða mjólk kaupa fátæklingarnir. Lækn ar segja, að berklasýki sé frá kúm. Gegn íhaldinu er stefna æskunn- ar. Gegn ofurvaldi örfárra bur- geisa, sem fela lífsbjargir fjöld- ans i pyngjum sínum, stefnir hún með öllu afli sínu og ákafa. Meðan drykkjuskapur var mest- ur i Danmörku, voru alþýðusam- tiikin veik. Eftir því sem drykkju- skapurinn minnkaði, uxu alþýðu- samtökin. Morgunblaðið berst fyr- ir drykkjuskap. Góð húsakynni hafa þeir, sem cru vel stæðir. Óþverraíbúðir hafa fátæklingarnir. Skýrzlur sýna, að blóðleysi, beinkröm og berklar er tíðast ineðal barna fátæklinganna. Æskan hyllir ekki úrelta menn eins og Magnús Guðmundsson og Ólaf Thors. það gerir dauð æska, æska íhaldsins, kaffihúsaæskan með sljóu augun og púðruðu and- litin, súkkulaðidrengimir með brot- ið í buxunum og slarkið á næt- urnar, hugsunarsljóu púðurdósirn- ar, sem sitja fyrir útlendingunum á kvöldin. Stormar og stríð munu risa á næstunni fyrir atbeina hugsandi æsku. Heilagt stríð fyrir göfugum hugsjónum, gegn pústra- og bar- smíðaliði nazista og kommúnista, gegn afætupólitík höfðingjavalds- ins, gegn úreltum skoðunum í- haldsins. Áby rgðarmaður: Kjartan Guðnason. Prentsmiðjan. Acta.

x

Blossi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blossi
https://timarit.is/publication/1537

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.