Blossi - 01.05.1936, Blaðsíða 4

Blossi - 01.05.1936, Blaðsíða 4
B L 0 S S I . 4 Frh. af 1. So Senáisveinabrjef. 1. m a i . sam markmið, því er það einmitt mjög nauðsynlegt, að þessir tveir flokkar sameinist 1. mai, og ekki aðeins l.mai, tLeldur einnig 2.,3., o.s.frv. Það er skilyrðið fyrir sigri verka- lýðsins á íslandi, að Jjessir tveir flokk ar standi saman gegn auðvaldi og fasisma Verkalýðurinn er nú farinn að sjá nauðsynina á þvx að þetta takist, og þessvegna er samfylkingarhreyfingin orð- in svo sterk, sem arun ber vitni um. Verklýðsfélögin kvert á fætur öðru skora á þessa flokka að sameinast 1. mai. Á fundi í S.F.R. þann 13. apríl var samþykt svohljóðandi tillaga: "Sendisveinafélag Reykjavíkur lýsir sig samþykt samfylking- arkröfugöngu 1. mai og skor- ar á Alþýðuflokkinn og Komm- únistaflokkinn að taka hönd— um saman þann dag. Ennfremur felur það fulltru— um sínum í 1. mai-nefnd að stuðla að því að þetta takist." Þc lítur út fyrir að jafnvel aðal- foringjar Álþýðuflokksins muni ixafna þessari kröfu meirihluta verkalýðsins. þó ef til vill að þessum"foringjum" takist að hindra samfylkingu verkalýðs- ins 1. mai, að þessu sinni. þa mun þess ekki langt að híða að hún sigri, því að kjörorðið skal vera: gamfylking þrátt fyriralt. Stefán 0. Magnússon. FRÁ tJTBRETÐSLUliEFNI) S.F.R. Útbreiðslunefndin skorar á alla sendisveina, sem vilja fá kjör sín bætt, að ganga £ sitt eigið hagsmunafélag,sem er SEKI ISVEIEáFÉLAG KEYKJáVÍKUR. Nefndin er nýbyrjuð að safna skýrsl- um kjör sendisv,eina, og væntir hún þess að þeir bregðist vel við og útfylli skýrslu-eyðublöðin, því skýrslurnar eru nauðsynlegar vi ð undirbuning vsentanlegra samninga um bætt kjör sendisveina. Útbrei ðslxmefndin. 14 LáGá SUMáRFRÍ. Ein af fyrstu kröfurn S.F.R. er 14 daga sumarfrí. NÚ er sumarið komið og við sendi- sveinarnir vonumst eftir því að SFR. láti nú til skarar skríða og geri alt sem það getur tilmþess að framkvsana þessa kröfu, nú strax í sumar. Þessi krafa er mjög rjettmæt, vegna þess að þegar við erum búnir að strita allan veturinn, illa klæddir í vondum veðrum, vegna þess að við getum ekki klastt okk- ur sómasamlega fyrir það kaup sem við höfum, sem er algengast 70-80 kr. á mán. Frá heilsusamlegu sjénaimiiði er það nauðsynlegt fyrir okkur eftir vonda að- hlynningu yfir vetxorinn, væri ekki of— mikið að fá 14 daga sumarfrí með fullum launum, til þess að geta losnað ur þessu oholla göturyki þann tíma og kom- ist í heilnæmt og hreint fjallaloft. En á hvern hátt getum við hjálpað SFR. til að framkvæma þessa nauðsynlegu kröfu okkar? Með því að gerast virkir meðlimir í SFR. og sýna þar með að við geturn í einingu framkveant þessa kröfu, og það strax í sumar. Sendisveinn. FRÁ VINNIJTÍMílNEFNI) S.F.R. Vinnutímanefnd, sem aðallega var kosin til þess að sja um að kaupmenn brytu ekki vinnutíma sendisveina, mun nú á næstunni gefa ut skýrslu, sem sendi— sveinar geta fengið og útfylt, ef þeir vita um að reglugerðin -um vinnutíma sendisveina hefur verið brotin a fjelög— um sín'um. Skorar nefndin a alla sendisveina að taka skýrslur, og vinna svo að því að kæra eftir fremsta megni. Því fleiri sem taka þátt í starfi nefndarinnar, því meiri verður árangurinn af starfi henn- ar. Yinnutímanefndin. Árshátíð SFR. verður aðýóllum líkindum föstudaginn 8. mai,á 3 ára afmæli SFR, Nánar auglýst síðar.

x

Blossi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blossi
https://timarit.is/publication/1537

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.