Bæjarins besta


Bæjarins besta - 04.02.1998, Síða 7

Bæjarins besta - 04.02.1998, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1998 7 Kirkjubæ og þá lá leiðin oft á skemmtistaðina á Ísafirði, ekki beinlínis til þess að skemmta mér á hefðbundinn hátt, heldur fyrst og fremst til þess að koma innan um fólk, sýna mig og sjá aðra, eins og það er kallað. Á þeim tíma störfuðu hjá Dúa sem dyra- verðir tveir fyrrverandi ná- grannar mínir innan úr Djúpi, þeir Gísli Jón Kristjánsson úr Ármúla, gamall æskuvinur minn, og Eiríkur Ragnarsson í Súðavík, sem ennþá vinnur hér sem dyravörður. Hann var mjög góður vinur minn í Reykjanesskóla. Ég kom oft að heilsa upp á þá og einhvern veginn varð það til þess að ég réðst þarna til starfa.“ Yfirleitt er Ingi við störf í Krúsinni um helgar en Sjall- anum á kvöldin á virkum dögum. Hvernig kann hann við vinnu af þessu tagi? „Þetta getur stundum verið mjög krefjandi, en yfirleitt hef ég samt gaman af því. Þetta er bara eins og hver önnur vinna. Það koma dagar sem geta verið erfiðir og leiðinlegir en svo koma aðrir skemmtilegir á milli í staðinn.“ – Finnst þér það há þér eitthvað í starfinu að vera góðlegur og kurteis og rólegur og frekar lágvaxinn, í stað þess að vera í útliti og fram- komu eins og ógnvekjandi graðneyti eða sjálfur Tarsan apabróðir....? Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður... „Nei. Ég reyni að koma fram við aðra eins og ég vildi að komið væri fram við mig. En ég kem vissulega úr sveita- störfum og er vanur líkam- legum átökum, ef út í það fer, þó að ég vilji síst líkja mér við Rambó eða Tarsan!“ Ingi er fæddur í Reykjavík í janúarmánuði fyrir 35 árum, sonur Þuríðar Einarsdóttir úr Vestmannaeyjum og Guðna Örvars Steindórssonar. Guðni var sonur Steindórs Björns- sonar frá Gröf sem var lands- kunnur maður á sínum tíma, rétt eins og faðir hans og langafi Inga, Björn hreppstjóri í Grafarholti í Mosfellsveit. Ingi er yngstur af sex alsyst- kinum. Foreldrar hans slitu samvistir þegar hann var á fyrsta ári og faðir hans kom þá vestur að Ísafjarðardjúpi með börnin öll og þar dreifðist hópurinn. Fjögur systkinin fóru í Fagrahvamm í Skutuls- firði. Ingi fór til Karenar og Kristins í Laufási og var hjá þeim í eitt ár, en eftir það fór faðir hans með drenginn inn í Bæi á Snæfjallaströnd. Upp frá því var Ingi fóstursonur Jens í Kaldalóni og Guð- mundu konu hans og átti heima í Hærribæ í 25 ár. Sauðfjárlyftingar – Þú hefur kannski stundum í búskapnum þurft að glíma við fullt eins erfið þarfanaut og brundhrúta eins og suma gestina í Sjallanum og Krús- inni, þó að búfénaðurinn í sveitinni hafi væntanlega verið ódrukkinn... Ingi tekur undir þetta og segir frá því þegar hann var að lyfta hrútunum yfir grind- verkin á milli stíanna í fjárhús- unum þegar hleypt var til á fengitímanum. Í Bæjum er mikið veðravíti og oft hörku- áhlaup á þeim árstíma. Snjór byrgði dyrnar á húsunum og ekki var auðhlaupið með féð út og inn aftur úr einni stíunni í aðra þegar verið var að hleypa til. „Þess vegna tók ég upp á því að lyfta hrútunum á milli eftir þörfum, og líka þeim rollum sem voru búnar að ganga. Þetta voru talsvert miklar lyftingar. Ærnar vógu yfirleitt frá 70 og upp í 100 kíló. Þær voru um 280 talsins og fyrir þennan fjölda vorum við með sex hrúta. Sá léttasti var 106 kg og sá þyngsti sem við áttum náði 119 kg. Öllum þessum hrútum var ég að lyfta á milli. Auk þess mætti nefna merkishrútinn Jökulfjarða- móra sem Palli í Bæjum átti. Jökulfjarðamóri var voldugur hrútur. Næstsíðasta árið sem við áttum heima í Bæjum gekk hann úti allan veturinn og árið eftir fengum við hann lánaðan. Hann var settur í stíu með hinum hrútunum og röð- in kom að þeim mórauða þeg- ar hinir voru búnir að gegna skyldum sínum eins og þeir höfðu þrek og löngun til. Ég tók utan um hann og upp úr stíunni fór hann og yfir í þá næstu. Móri vó 120 kíló en grindurnar náðu mér upp á brjóstkassa.“ – Þú hefur ekki þurft að fara í neina líkamsræktarstöð til að iðka lyftingar... „Nei, maður lét sér alveg nægja að lyfta rollunum og hrútunum.“ Spinning í Kaldalóni og Bæjadal Sauðlönd Bæjabænda voru stór og tók smalamennskan engir komi í staðinn. Stöku sinnum koma upp einhver leiðindi, eins og gengur, en það er ekkert til þess að hafa orð á. Ef eitthvað slíkt gerist, þá er það yfirleitt fyrirgefið daginn eftir.“ Tekur gestina fram yfir hrútana – Hvort hefur þér fundist skemmtilegra, að stússast við hrútana og kálfastóðið í sveit- inni eða gestina á veitinga- stöðunum? „Ég held að ég taki nú gestina fram yfir hrútana.“ Ingi vinnur nú í Básafelli frá kl. sjö á morgnana og fram til hálfþrjú á daginn. Vinnan á skemmtistöðunum byrjar yfir- leitt um tíuleytið á kvöldin. Finnst honum það ekki rugla neitt hið daglega líf að vera að vinna seint á kvöldin og stundum fram eftir öllum nóttum? „Nei, ég finn ekkert fyrir því. Virka daga er ég búinn að vinna um tvöleytið á nóttunni en um helgar er ég búinn um klukkan fjögur, nema ég þurfi að aðstoða eitthvað á Pizza 67 eftir lokun í Krúsinni.“ – Í hverju er starf þitt í raun- inni fólgið? Það er fleira en dyravarsla... „Við sjáum um að allt fari vel og skikkanlega fram í húsunum, að halda uppi röð og reglu og að allir séu sáttir. Við fylgjumst einnig með því að ekki sé þar inni yngra fólk en leyfilegt er.“ – Eruð þið í einhverju samstarfi við lögregluna? „Ekki beinlínis í samstarfi, en það hefur komið fyrir að við höfum þurft á aðstoð hennar að halda. En við erum ekki að ónáða lögreglumenn- ina nema mjög brýna nauðsyn beri til. Þeir hafa líka sínum skyldum að gegna annars staðar. En þegar það hefur á annað borð komið fyrir, þá höfum við átt mjög gott samstarf við lögregluna og ég vona að svo verði áfram.“ Fengjum að heyra það ef menn væru ekki sáttir – Eru gestirnir ekki yfirleitt afskaplega sáttir við þig og ykkur dyraverðina? „Jú. Ég held að við fengjum að heyra það ef fólk væri ekki sátt við okkur. Hvað mig sjálf- an snertir hef ég ekkert slæmt af slíku að segja. Einstöku sinnum getur þetta verið svo- lítið strembið, en þegar upp er staðið held ég að allir séu sáttir.“ – Er ekki stundum erfitt að koma fólki út þegar verið er að loka? „Það getur tekið á. Sumir eru með dálítinn mótþróa þegar við biðjum þá að fara. Við höfum klukkutíma til þess að ganga frá og þrífa og koma okkur sjálfum út. Sömu reglur gilda um starfsfólk sem er að skemmta sér og aðra gesti. Við sem erum að vinna verð- um að hafa yfirgefið staðinn klukkutíma eftir lokun.“ – Þú tekur þá síðustu kann- ski eins og hrútana í Bæjum forðum... „Það getur komið fyrir.“ -Hlynur Þór Magnússon. tvo daga hverju sinni. Annar dagurinn fór í Kaldalónið og hinn í Bæjadalinn. Hlíðarnar eru brattar og skriðurunnar og ekki hægt að koma þar við hestum. Þess vegna smöluðu menn á tveimur jafnfljótum og höfðu hunda til aðstoðar. Þær ferðir komu fyllilega í stað þess að hjóla á sama stað við tónlistarundirleik eins og nú er siður og heitir spinning, og kannski rúmlega það. Júdókunnáttan að tapast niður? – Þú hefur lært júdó... „Ég lagði stund á það á sín- um tíma, en það er svo langt síðan að ég er hræddur um að ég sé farinn að týna því niður.“ – Geturðu ekki æft þig á viðskiptavinunum þegar líða tekur á gleðskapinn í vinn- unni? Það er ekki víst að þeir muni allir svo vel eftir því næsta morgun... „Nei, ég reyni nú frekar að nota mannlegu hliðina, svo lengi sem það er hægt.“ – Þú hefur kannski aldrei þurft að nota júdókunnáttuna í vinnunni? „Nei. Vissulega hefur kom- ið fyrir að við höfum þurft að handsama menn, en þá höfum við jafnan verið tveir saman eða jafnvel fleiri.“ – Er algengt að komi til vandræða í þessu starfi? „Ekki núorðið. Það hefur farið mjög minnkandi. Á tímabili var nokkuð um það, fyrir svona fimm til sex árum. Þeir sem þá áttu helst í hlut eru nú orðnir ráðsettir fjöl- skyldumenn og búnir að breyta lífi sínu til hins betra. Og það er eiginlega eins og Ingi Guðnason í hesthúsinu að Kirkjubæ í Skutulsfirði.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.