Bæjarins besta - 04.02.1998, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1998 11
Högni Sturluson, íbúi á Hlíf var ánægður með þorramatinn, enda hin besta fæða að mati eldra fólksins.
Þórður Einarsson og Ágúst H. Guðmundsson mættu til
blótsins ásamt vinkonu Ágústar, Guðrúnu Sigurjónsdóttur.
Bjarney Ólafsdóttir og Sigríður Kristjánsdóttir kunna
vel að meta þorrablótin á Hlíf.
Vestfjarða en árshátíð skólans
verður haldin á föstudags-
kvöld,” sagði Kristján Freyr.
Hann sagði að til stæði að
kynna félagið í skólum sveit-
arfélagsins sem og í fjölmiðl-
um og vildi hann hvetja ungt
listafólk í sveitarfélaginu til
að hafa samband við sig,
Kristinn Hermannsson eða
Smára Karlsson til frekari
kynningar á listsköpun þeirra.
Eiríkur Örn Nordahl, Bjarni Valdimarsson, Páll Janus Hilmarsson og Hálfdán Bjarki
Hálfdánarson voru ánægðir með stofnun félagsins.
Kristján Freyr Halldórsson, Valdimar Jóhannsson og
Ásgeir Sigurðsson tóku nokkur lög á stofnhófinu en þeir
hafa komið fram opinberlega undir nafninu Vonarbræður
Þar voru einnig þeir Björn Teitsson, skólameistari
Framhaldsskóla Vestfjarða og Kristinn Jón Jónsson, annar
tveggja bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.
Prófkjör og sjó-
mannaverkfall
Þá er það yfirstaðið, prófkjör Reykjavíkurlistans. Miðað við
aðstæður tókst það nokkuð vel. Fáir eru sárir að frátöldum
borgarfulltrúum sem ekki komust að vegna skipulags prófkjörsins.
Þannig féllu Pétur Jónsson krati og Árni Þór Sigurðsson allaballi
úr öruggu sætunum. Guðrún Ágústsdóttir er einnig ósátt við
árangur sinn, en hún hafnaði í fimmta sæti. Framsóknarmenn leiða
ekki lengur listann heldur Alþýðubandalagið. Helgi Hjörvar var
óumdeildur sigurvegari. Hrannar Björn Arnarsson náði efsta sæti
í hólfi Alþýðuflokks. Helgi Pétursson fyrrum framsóknarmaður
náði hinu sæti kratanna.
Fróðlegt er að rifja upp að þeir félagar Helgi Hjörvar og
Hrannar Björn eru forsvarsmenn Grósku og báðir áttu sín fyrstu
skref í Alþýðubandalaginu. Nú yfirtaka þeir Reykja-
víkurlistann eins og ekkert sé. Reyndar vekur það
efasemdir um hólfuð prófkjör. Prófkjör ættu að
miðast við það að einstaklingar geti keppt á
jafnréttisgrundvelli en ekki í flokkahólfum eða
landsvæða eins og sums staðar hefur verið
gert.
Loðna leiðin
Engin leið er að spá fyrir um
úrslit kosninga, en takist R listanum
að svæfa óánægju borgarfulltrúanna
sem töpuðu gæti hann flotið á bylgju
eigin ánægju yfir úrslitunum. Sjálf-
stæðisflokkurinn á að minnsta kosti
nokkurt starf fyrir höndum til að
hafa betur. Athyglisverðust er þó
sú staðreynd að prófkjörið núna
sýnir kannski best að skil milli
flokka á vinstri væng stjórnmál-
anna og á hægri vængnum eru
orðin óskýr. Ef eitthvað skilur í
pólitík eru það skil milli kynslóða.
Þau skil eiga eftir að verða gleggri og renna upp innan skamms á
ný. Því er spáð hér að tími manna í pólitík mun reynast skemmri
hér eftir en hingað til. Þar ræður hið sterka kastljós fjölmiðlanna ef
til vill mestu. Áður en umhugsunarfrestur gefst í átakamálum eru
fjölmiðlarnir mættir og krefja svara. Mörgum reynist erfitt að
halda áttum þegar svara er krafist strax án undanbragða.
Hér er þó ekki við fjölmiðlana að sakast, að minnsta kosti ekki
eingöngu. Þeir sem verða fyrir svörum bera ábyrgðina. Það er
athyglisvert að skoða ummæli ungu mannanna í þessu ljósi.
Svörin eru mjúk og ekki afgerandi. Það er kannski nýi stílinn,
hæfilega mjúkur og loðinn.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið fremur afgerandi en hitt. R
listinn hefur hitt á loðnu leiðina. Spurningin er því sú hversu lengi
kjósendur eða meirihluti þeirra sættir sig við hana. Ef
umburðarlyndið nær fram yfir kosningar þarf ekki að spyrja að
leikslokum.
Vélstjórar á villigötum
Sjómannaverkfallið er vont. Ekki endilega vegna þess að samúð
landkrabbana sé horfin í þeirra garð. Sjómannaverkfallið er vont
vegna þess að það hefur áhrif á allt þjóðlífið og kemur niður á allri
þjóðinni án þess að hún fái nokkru um það ráðið og hún hafi til
þess unnið. Það er líka vont vegna þess að það kemur niður á
sjómönnum sjálfum þegar til lengri tíma er litið. Yfirleitt tapa allir
á verkföllum og þetta verður ekki undantekning nema síður sé.
Það sem vekur athygli nú er sá hnútur sem samningaviðræður
hafa hlaupið í vegna sérstöðu og sérkrafna vélstjórafélagsins.
Fyrir mörgum árum klufu vélstjórar sig út úr Faramanna- og
fiskimannasambandinu. Vélstjórafélag Íslands taldi sig ekki eiga
samleið með FFSÍ. Nú hafa þeir valið að undirstrika þessa sérstöðu
og vilja brjóta upp hlutaskipti áhafnar, sem hafa gilt í átta áratugi.
Öllum má vera það ljóst að slík krafa á engan hljómgrunn nema
meðal vélstjóra, ef hún á þar almennan hljómgrunn á annað borð.
Ekki verður annað séð en vélstjórar undir forystu Helga Laxdal
séu á algerum villgötum. Samtök þeirra virðast villuráfandi án
nokkurs skynsamlegs markmiðs í þessum efnum. En auðvitað
eiga þau ein ekki alla sök. En varla verður samið meðan ekki næst
að kalla fulltrúa allra sjómanna að samningaborðinu í einu. Sjómenn
eiga mikið verk fyrir höndum, að ná saman og ná samstöðu.
Vélstjórar eru ekki öfundsverðir í þessari stöðu. Þeir munu verða
kallaðir blórabögull í þeim hnút sem samningaviðræðurnar eru nú
í.
Hærra verð?
En það sem vekur sérstaka athygli er krafa sjómanna um það að
útvegsmenn semji um hærra fiskverð. Kannski er sú krafa réttmæt,
en hinu má ekki gleyma að seljandi vöru getaur ekki samið um það
við starfsfólk sitt, til dæmis í verksmiðju, að ganga skuli út frá
ákveðnu verði fyrir vöru, sem enn hefur ekki verið framleidd og
seld.
Hitt þarf að skoðast sérstaklega, að kvótakerfið er að sögn
sjómanna undirrót verkfallsins, það er að segja svokallað
kvótabrask. Um hvað var þá deilt og hver var orsökin í fyrri
verkföllum?
-Stakkur