Lindin

Årgang

Lindin - 01.01.1972, Side 2

Lindin - 01.01.1972, Side 2
" VARIST HINA ÓDÝRU LEIÐSÖGUMENN". Fjallgöngur eru án efa bæöi holl og skemmtileg íþrótt, þótt ekki sé hún áhættulaus og jafnvel hættulegri en flestar aðrar greinar áþróttanna . Skarðsheiðin hefur heillað marga Skógarmenn, og þeir eru ekki all-fáir, sem freistað hafa uppgöngu. Otsýni af tindinum verður jafnan minnisstætt. Eins og kunnugt er, eru fjallgöngur mikið iðklft- ar 1 Sviss. Tindar Alpafjalianna blasa viða við sjónum ferðamanna og hvetja þá tii uppgöngu. Mörg Svissnesk þorp hafa á að skipa þjálfuðum leiðsögumönnum við fjall- göngur og eru þeir merktir sérstökum borðum á hand- legg, til marks um að þeir séu starfi smu vaxnir. Eitt sinn komu nokkjir Englendingar 1 Svissneskt þorp í þeim erindagerðum að ganga á einn af þrem tind- um fjallanna, sem blöstu við augum úr þorpinu. Þeir byrjuðu á þvi, að tryggja sér gistingu og leita tii leið- sögumannanna. Gisting var auðfengin og margir leið- sögumenn voru reiðubúnir til ferðarinnar, en Engiend- ingunum þóttu þeir og dýrir á þjónustu sinni. Þeir 1^^- uðu víða, en allir vildu fá greitt 1 sterlingspund fyrir hvern ferðamann. Þeir spurðust fyrir um, hvort ekki væri hægt að fá leiðsögumann fyrir iægra gjald. Loks var þeim bent á mann, sem mundi fús til fararinnar fyrir lægra gjald. Hann væri að visu ekki leiðsögumaður að atvinnu, en duglegur við hverskonar störf, einskonar "þúsund-þjala-smiður". Hann var ráðinn til starfsins. Allt var nú undirbúið fyrir fjallgönguna.

x

Lindin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.