Lindin

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Lindin - 01.01.1972, Qupperneq 3

Lindin - 01.01.1972, Qupperneq 3
Árla dags var lagt af stað og ferðin gekk að ðskum fyrst i stað. En er líða tók á daginn og fjallgöngumenn voru komnir hátt f hlíðar fjallanna, syrti ( lofti og veðrið tók að versna. Loks kom stórhríð og stormur, sem gerði leiðangursmönnum erfitt fyrir og voru þeir mjög hætt komnir. "Leiðsögumaðurinn" gerði allt, sem hann gat, en kunni engin úrræði til bjargar. Hefði hér átt sér stað hörmulegt slys, ef hinir réttu leiðsögumenn þorpsins hefðu |ekki brugðið við skjótt.og kunnað sitt verk. Þeir sáu hætt- una fyrir og sendu um morguninn hjálparleiðangur búinn fullkomnum tækjum á eftir þeim og komu nógu snemma til hjálpar. Komu þeir öllum heilum á húfi til byggða. Eins og nærri má geta voru Englendingarnir þakklátir lifgjöfum súnum og launuðu þeim að verðleikum. Þegar Englendingarnir yfirgáfu þorpið, festur þeir spjald á vegg gistihússins, sem á var letrað: " Varist hina ódýru leiðsögumenn. " Skógarmennó Reynsla þessara manna getur kennt okkur margt. Allir njótum við leiðsagnar annarra að meira eða minna leyti á lifsleiðinni. Val þeirra er oftast 1 okkar höndum. Mikilvægt er að þeir séu traustir og að ^óhætt sé að fylgja leiðsögu þeirra. Margir bjóðast tii leið- sögu, þykjast þekkja leiðina og telja hana auðveldari en hún er - en varist ódýru leiðsögumennina. Um þessar mundir erum við minntir a Betlehemsstjörnuna, sem visaði vitringunum leiðina á fund frelsarans. Oröi Guðs hefur stundum verið líkt við þessa stjörnu, og eitt er víst, að leiðsaga þess hefur ekki brugðist þeim, er hlýða henni.

x

Lindin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.