Lindin

Árgangur

Lindin - 01.04.2008, Síða 3

Lindin - 01.04.2008, Síða 3
FORMALI Skógarmenn KFUM fagna í ór þeim ófanga að 85 ór eru liðin frá því að haldið var í fyrsta dvalarflokkinn í Vatnaskógi. A síðasta ári voru þátttakendur í starfi Vatnaskógar tæplega 7000. Auk drengjanna sem koma í sumarbúðir eru haldin fermingarnámskeið, unglingamót, leikskólanámskeið, fjölskylduflokkar, feðga og feðginahelgar, heilsudagar karla auk Sæludaga um Verslunarmannahelgina. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson Skógarmenn standa nú í stórræðum því framkvæmdir eru hafnar á 541 m2 nýbyggingu í Vatnaskógi sem leysa mun gistiaðstöðu Gamla skála af hólmi og umbylta starfinu. Iþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar mun styðja myndarlega við framkvæmdina, en þó er Ijóst að kostnaður verður hærri en sá styrkur kveður um. Mikilvægt er að allir vinir Vatnaskógar taki höndum saman og leggi sitt að mörkum svo byggingin rísi sem fyrst. Skógarmenn gefa nú út blað sitt, Lindina, eftir nokkurra ára hlé og senda velunnurum Vatnaskógar. Með útgáfunni viljum við ná til Skógarmanna á öllum aldri og flytja fréttir af starfinu en einnig vekja athygli á Skálasjóði. Ef þú hefur áhuga á að fá fréttir frá Vatnaskógi eða af starfi Skógarmanna þá vinsamlega hafðu samband við Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í síma 588-8899 eða í tölvupósti vatnaskogur@kfum.is . Auk þess viljum við minna á markmið Skógarmanna og Sr. Friðriks að efla manninn til líkama, sálar og anda og miðla áfram fagnaðarerindi Jesú Krists og kærleika Guðs til okkar mannanna. Áfram að markinu! LINDIN - blað Skógarmanna KFUM SUMARIÐ 2008 Útgefandi: Skógarmenn KFUM, Holtavegi 28, 104 Reykjavík, sími: 588 8899, bréfasími: 588 8840 netfang: vatnaskogur@kfum.is, veffang: www.vatnaskogur.is Ritstjórn: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson & GuSni Már Harðarson ÁbyrgSarmaSur: Ársæll ASalbergsson arsaell@kfum.is Umbrot: Hermann Ingi Ragnarsson. Prófarkalestur: GuSbjörg SigríSur Petersen Prentun: Svansprent Upplag og dreifing: Lindinni er dreift í 2000 eintaka upplagi til ýmissa velunnara Vatnaskógar. Jí

x

Lindin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.