Lindin

Volume

Lindin - 01.04.2008, Page 5

Lindin - 01.04.2008, Page 5
ÁRSÆLL AÐALBERGSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI VATNASKÓGAR Mikill meðbyr með Vatnaskógi Hvernig gengur undirbúningur fyrir sumarið hjá Skógarmönnum? „Jú bara mjög vel, nú þegar nýtt starfstímabil er að hefjast horfum við Skógarmenn bjartsýnir fram á veginn, það er gott ár að baki. Starfsemin er sífellt í vexti og margar nýjungar undanfarinna ára hafa fest sig rækilega í sessi. Fermingarnámskeiðin hafa aldrei verið eins vel sótt en liðlega 2500 börn tóku þátt á liðnu ári. Vegna mikillar aðsóknar á feðgahelgar verða þær þrjár talsins í haust og skráning á feðginahelgi sem og almennt í sumarbúðirnar fer frábærlega af stað. Við skynjum líka óvenju góðan meðbyr með starfinu um þessar mundir, margir hafa sent tölvupósta eða komið að máli við okkur og þakkað fyrir starfið sem við vinnum í Vatnaskógi. Sú umræða um kristna fræðslu í skólum og miðlun trúararfsins til nýrra kynslóða hefur líka vakið fólk upp af værum blundi. Margir nefna að þau vilji að barnið sitt alist upp í þeirri trú og þeirri von sem Skógarmenn hafa miðlað í yfir 85 ár. Við erum stolt af því góða kristilega starfi sem við stöndum fyrir. " Nú er húsbygging á dagskrá, hvernig gengur það? ,,Jú við finnum fyrir mikilli velvild víða og margir ætla að leggja verkefninu lið með einhverjum hætti. Bæði með vinnu við hönnun hússins og einnig hafa menn boðið fram aðstoð við byggingu þess. Þá má geta þess að fjölmargir hafa ákveðið að taka jeátt í söfnun í Skálasjóð Skógarmanna með því að leggja fram ákveðið framlag í hverjum mánuði. Verkefnið er stórt að sniðum og 40 milljónir sem uppá vantar. Eitt af markmiðum með útgáfu þessa blaðs er að fá fleiri til þess að styðja við Skálasjóðinn og gerast velunnarar Vatnaskógar." 5

x

Lindin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.