Lindin

Volume

Lindin - 01.04.2008, Page 11

Lindin - 01.04.2008, Page 11
FEÐGINAFLOKKUR A sama hátt og feður fara með sonum sínum í feðgaflokka í Vatnaskógi hefur einnig verið boðið upp á feðginaflokka að vori síðustu árin. Markmiðið með flokkunum er að efla tengsl feðra og dætra og styrkja feður í föðurhlutverkinu samhliða joví að skemmta sér saman og styrkja líkama, sál og anda. Feðginaflokkurinn verður 30. maí - 1. júní og hefur skráning farið vel af stað. „Sem drengur fór ég fjórum sinnum í dvalarflokk í Vatnaskóg. I fyrsta skiptið var ég tólf ára gamall. Síðan liðu árin og ég heyrði vel talað um þess feðgaflokka sem boðið var upp á, þannig ég skellti mér með syni mínum. Eftir það hefur ekki verið aftur snúið. Stelpan mín fór svo að rukka um að fá að fara líka með mér. Þannig að nú er það orðinn ómissandi þáttur að fara líka í feðginaflokka. Þeir eru þarfir og frábært framtak. Maður vinnur oft svo mikið, þannig að flokkarnir eru frábært tækifæri til að gefa sér tíma með börnunum og njóta þess vel á góðum stað. Auk þess er líka gott að kynnast trúnni." Valdimar Gunnar Sigurðsson, málari . m ,y'M fc. I N. 1 é£L S FERMINGARNÁMSKEIÐ Á hverju ári koma margar sóknir á fermingarnámskeið í Vatnaskógi. Flestar þeirra kjósa að dvelja í eina nótt í Vatnaskógi meðan aðrar eru á námskeiðum frá einum degi og upp í fimm daga. Auk áhugaverðrar trúfræðslu á námskeiðunum er einnig nægur tími til ærsla og skemmtunar.

x

Lindin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.