Jólablaðið - 20.12.1949, Blaðsíða 5
J Ó L A B L A Ð I Ð
5
ísafjörður fyrir 60 árum.
Atvinnu- og verzlunarhættir.
Atvinnuhættir.
Atvinnuhættir hér á Isafirði
voru fábreyttir fyrir 60 árum.
Flestir karlmenn stunduðu sjó
svo til allt árið. Margir þeirra
voru á þilskipum verzlananna.
Á haustum, að afloknum komu
haustskipanna og göngum, hjá
þeim sem fjallskil þurftu að
annast, hófust svo haustróðrar.
Sumir bæj arbúa höfðu skip sín
í Bolungarvík eða Hnífsdal —
eða voru þar útróðrarmenn.
Aðrir réru héðan úr bænum
haust, vetur og vor — og sumir
allt árið. Héðan var oftast róið
smærri bátum en í ytri ver-
stöðvunum. Fáeinir reru þó
héðan sexæringum.
Margir bæjarbúa áttu noklc-
uð sauðfé og kúahald var mik-
ið. Munu venjulegast hafa ver-
ið hér árlega 30—40 kýr, svo
mjólkurþurð var lítil eða eng-
in.
Árstekjur almennings voru
litlar og lífskröfurnar fábreytt-
ar. Allt fram yfir siðustu alda-
mót þótti mikið'þegar árstekj-
ur fullgildra karlmanna námu
eitt þúsurid krónum. Stundum
voru áistekjurnar miklu
minni, og meðalárstekjur karl-
manna má hiklaust telja í
hæzta lagi 700 krónur.
Vöruverð var að vísu fremur
lágt, en geta má nærri að fjöl-
skyldumönnum hafi orðið erf-
ið afkoman, þegar ái'stekjurn-
ar urðu að eins nokkur lmndr-
uð krónur. Varð þá að leita á
náðir verzlananna til þess að
fá matvörur lánaðar og síðar
til sveitarsjóðcuma, þegar láns-
traustið var þrotið hjá verzlun-
unum. Varð það mörgum eríjiö
krossganga.
Saltfiskverkun var orðin
verulegur þáttur í atvinnulífi
bæjarins þegar fyrir 60 árum.
Mest var sú vinna stunduð af
kvenfólki.
Sumir bæjarbúa réðust til
kaupavinnu að sumrinu.
Þá var einnig talsverð vinna
við smíðar skipa og húsa, og
vöuflutningaskip verzlananna,
vor og haust.
Kaupgjald var þetta fram
yfir 1890. Dagkaup kvenna 96
aurar fyrir 12 klst., en dagkaup
karla helmingi meira.
Um og eftir 1890 var kaup-
gjaldið: Dagkaup kvenfólks
kr. 1.48 fyrir 12 klst. og dag-
kaup karlmanna kr. 3.00, og
þótti mikið. Völdustu karlmenn
höfðu í laumi örlítið hærra
kaup um kr. 3,50 á dag
(12klst.). Það þótti óheyrilegt
kaup.
Þetta kaupgjald hélzt al-
mennt fram á fyrstu ár heims-
styr j aldarinnar 1914—1918.
Við skipavinnu og hlaupa-
vinnu var greitt dálítið hærra
kaup.
1 kaupavinnu var kaupgjald
ahnennast þetta:
Fram yfir 1890: Vikukaup
kvenfólks 3 krónur; vikukaup
karlmanna 6 krónur.
Um og eftir 1890: Vikukaup
kvenfólks 5—6 krónur og karl-
manna 10—12 krónur. — Hélzt
það kaupgjald fram á fyrri ár
heimsstyrj aldarinnar 1914—
1918.
Væri kaupavinnan sótt lengra
til, svo kosta yrði sig með skip-
um var önnur ferðin borguð af
bændum.
Verzlun.
Fyrir 60 árum voru 4 verzl-
anir hér á Isafirði og voru þær
þessar: Hæztikaupstaðurinn,
þá eign H. A. Clausens; Ás-
geirsverzlun . (verzlun Ásgeirs
Ásgeirssonar); Lárusarverzlun,
(verzlun L. A. Snorrasonar);
Miðkaupstaðurinn, fyr verzlun
Hinriks Sigurðssonar; þáver-
andi eigandi Magnús Jochums-
son, og Neðstikaupstaðuinn, þá
verzlun Sarts & Sönner í Kaup-
mannahöfn.
Var það einsdæmi i kaupstað
hér á landi, að íslenzltu ka,up-
mennirnir væru fleiri en þeir
dönsku.
Þótt Hæztikaupstaðurinn og
Neðstikaupstaðurinn væru
görnul og gróin verzlunarfyrir-
tæki mun Ásgeirsverzlun þegar
um þessar mundir hafa verið
stærsta verzlun bæjarins og sú
þeirra, sem mestan þilskipa-
stól átti og þvi stærsti atvinnu-
rekandinn í bænum og jafnan
síðan allt til ársins 1910.
Það var siðvenja verzlana
hér að birgja sig að haustinu
af vörum sem nægðu til vetrar-
ins og fram á vor. Þótti það lé-
legnr kaupmaður, sem uppi-
skroppa varð með vörur, enda
varð sjaldan vöi'uþurð, en oft
kom fyrir, einkum ef drógst
með komu vöruflutningaskip-
anna, að vöur væru skammtað-
ar, — og það naumt skammt-
aðar stundum.
Vöuskipin komu venjulegast
um miðjan april (um sumar-
málin). Eftir að búið var að af-
ferma þau fóru vöruflutninga-
skipin oftast tvo túra til þorsk-
fiskveiða og var þá áhöfnum
þeirra fjölgað með íslenzkum
fiskimönnum. Að veiðum lokn-
um voru þau fermd vörum og
send til að sækja haustvörurn-
ar. Koniu þau oftast aftur síð-
ari hluta septembermánaðar.
Var hvllzt til að vörurnar væru
komnar um gangnaleytið, svo
bændur gætu þá birgt sig af
vörum til vetrarins.
Flest vöruskipin sem hingað
komu voru 70—80 rúmlestir að
stærð, einstaka nokkru stærri,
en önnur minni. Hin helztu
þeirra voru þessi: Geirþrúður,
Sara og Holgeir, fyrir Hæzta-
kaupstaðinn — og síðar Terpse
kora og Thetis.
Geirþrúður Sara rak á land
hér i Skutilsfirði (innanvert við
Básana) haustið 1884. Brotnaði
skipið í spón. Búið var að
ferma skipið fiski. Var hann
seldur á uppboði. Gerðu þar
margir góð kaup. Máfurinn,
vörufiutningaskip Neðstakaup-
staðarins, lá þá einnig hér á
höfninni. Varð þar að höggva
siglutrén, svo a,ð skipið héldist.
Holger fórst á útleið við
Hvassaleiti á Stigahlíð. Björg-
uðust skipverjar til lands, en
sumir dóu á leið inn Stigáhlíð
(til Bolungarvíkur), og í land-
töku. Er það eitt hörmulegasta
sjóslys, sem orðið hefir hér
vestra.
Vöruflutningaskip fyrir Ás-
geirsverzlun höfðu verið þessi:
Fyrst Sigríður, skonnorta um
30 rúmlestir að stærð, þar næst
Lovísa, skonnorta um 40 smá-
lestir og síðan S, Lovísa um 80
rúililestir. Var hún i förum og
i eign Ásgeirsverzlunar þangað
til verzlunin keypti gufuskip,
er nefnt var Ásgeir Ásgeirsson,
og kallaður af almenningi
Stóri-Ásgeir, til aðgreining-
ar frá Litla-Ásgeir, sem hér var
Djúpbátur lengst af. Ásgeir Ás-
geirsson var keyptur um alda-
mótin síðustu. Átti engin ís-
lenzk verzlun önnur þá gufu-
skip - í förum né lengi síðan.
Eftir að Ásgeirsvei'zlun eignað-
ist gufuskip sitt, kom það hlað-
ið vörum þrisvar á ári, bætti
við ferð um miðsvetrarleytið,
og síðar fór skipið árlega oft
margar ferðir milli landa fyrir
verzlunina. Skipstjórar á
Stóra-Ásgeiri voru J. E. Greger-
sen og síðar Árni Riis (Aðal-
björnsson). Árið 1915 seldi
Ásgeirsverzlun skipið til Finn-
lands, en það fórst á tundur-
dufli þangað. Lík urðu örlög S.
Louísu. Verzlunin seldi Lou-
ise þegar Stóri-Asgeir var
keyptur — og fórst hún í fyrstu
fcrðinni fyrir hina nýju eig-
endur.
Ásgeirsverzlun átti og þriðja
gufuskipið, Solide, stærð um
120 rúmlestir. Ganghraði þess
var 4—5 mílur á vöku. Var
það notað til flutninga og
spekulantsferða hér. Skip þetta
keypti Ásgeirsverzlun nokkru
eftir síðustu aldamót. Vélstjóri
á því var Guðmundur Víborg,
gullsmiður.
Þá má ekki gleyma i þessu
saflibandi fyrsta íslenzka gufu-
skipinu, Ásgeiri litla, sem Ás-
geirsverzlun keypti til þess að
annast ferðir um Isafjarðar-
djúp og nærliggjandi staða, og
sem leysti það hlutverk af
hendi með prýöi.
Vöruflutningaskip Lárusar-
verzlunar hét Alida, skonnorta
um 60 rúmlestir og síðar Them-
is skonnorta sem fór með fisk
til Spánar að hausti en var á
spekulantstúrum á sumrin.
Áður en Lárus hóf verzlun
hafði Hjálmar Jónsson, síðar
kaupmaður á Flateyri í ön-
undarfirði, verzlað hér. Vöru-
flutningaskip Hj álmars hét
Bogö, var það skonnorta, um
80 rúmlestir a.ð stærð. Sérstakt
happaskip.
Verzlun Hinriks Sigurðsson-
ar eða ekkj u hans — mun ekki
hafa átt sérstakt skip í förum,
heldur hafa haft skip á leigu,
svo og fengið vörur með pósts-
skipinu. Gerðu það margir
smærri kaupmenn.
Vöruflutningaskip fyrir
Neðstakaupstaðinn voru Máf-
urinn og Ampetrithe bæði í
hópi stærri vöruflutningaskipa
til Islands, enda hafði Neðsti-
kaupstaðurinn lengi verið að-
alverzlunin hér á ísafirði. Um
þessar mundir var þó verzlun
þessi farin að dragast saman
vegna framsóknar Ásgeirs-
verzlunar. Fór svo að firmað
Sarts & Sönner hætti verzlun
sinni og seldi hana Ásgeiri Ás-
geirssyni, yngri, um 1882.
Eftir að Ásgeirsverzlun liafði
eignast Neðstakaupstaðinn
varð hann aðalbækistöð hinn-
ar stórfelldu útgerðar — verzl-
unarinnar. Þar fóru fram allar
aðalviðgerðir skipa svo og
saumur á seglum og reiða. Þar