Jólablaðið - 20.12.1950, Side 5

Jólablaðið - 20.12.1950, Side 5
JÓLABLAÐIÐ 5 KLÆÐIÐ FJALLIÐ Eflaust munu ýmsir lesendur minnast hinnar gullfögru frásagn- ar norska stórskáldsins Björn- stjerne Björnsson, er hann lætur skógartrén tala saman og hlaupa í kapp hvort við annað um að klæða fjallið, sem áður var nakið og bert, og unnu glæsilegan sigur. Ef við ætlum að klæða fjallið og fjöllin okkar, sem eru svo mörg fúin skrúði sínu, verðum við að fara líkt að eins og segir í frásögn Björnsons. Við verðum að samein- ast og taka ástfóstri við skógræktar- niálið. Leggja fram fórnarstarf til Þess að bæta landið okkar, og skila því betra í hendur niðjanna. Skógræktin er þjóðræktarstarf. Hugsjón sem sigrar, ef trúlega er unnið. Ef við athugum feril skógræktar- innar hér á landi sjáum við glögg- iega, að gildi hennar og máttur hef- ir vaxið með hverju líðandi ári, og liún hefir aldrei staðið með meiri blóma en nú. Nú segja hinir sérfróðu menn fullum fetum, að áður en næsta öld rennur getum við ræktað svo víð- ienda og stórfellda skóga, að við höfum hér nægan trjávið til allra þarfa okkar. Og þetta er ekki lengur nein skýjahugsjón, heldur samprófun staðreynda. Það er byggt á athug- unum og mælingum á trjávexti hér- lendis undanfarinn áratug, sem gerðar hafa verið víðsvegar á land- inu og við hin ólíkustu skilyrði. Og við þetta bætist, að við fáum vaxandi þekkingu og skilning á skógræktinni með hverju nýju ári °§ nýjar trjátegundir frá norðlæg- ari löndum en Islandi, sem þegar hafa gert sig heimakomnar í ís- lenzkum jarðvegi og vaxið ágæt- lega. Skógrækt okkar fer líka vaxandi með hverju ári, enda þarf þess með, því það þarf mikið átak til þess að klæða víðlent og skóglaust land. Mest hefir verið unnið að skógræktinni af skógræktarfélög- um og ýmsum öðrum félagsskap, sem tekið hefir skógræktina á sína arma, og af hálfu þess opinbera. En fjölmargir einstaklingar hafa einn- ig tekið upp skipulagða skógrækt. Stórtækastur þeirra mun vera dr. Helgi Tómasson, skátahöfðingi. Fer vel á því, að þeir sem forustu hafa í félagsmálum hafi og forustu um skógræktina, því hún lýsir í verki trúnni, sem menn bera til landsins. Við Vestfirðingar höfum miklu hlutverki að gegna um að klæða fjallið. Við byggjum víðlent hérað, erum fámennir og sundurgreindir. Víða herjar okkur uppblásturinn og hinar gömlu skógarleyfar eru víð- ast eyddar að mestu eða fullu. Við höfum einnig hafið skógræktarsam- tök okkar síðar en margir aðrir. Okkur er því ekki til setu boðið og megum sannanlega láta hendur standa fram úr ermum og láta sam- starfið verða sem bezt. Ef margar hendur hjálpast að, mun óðum þokast að markinu. Skógræktardag- ur í hverri sveit myndu drjúgum hjálpa, og ég tala ekki um, þar sem væri haldinn skógræktarvika á hverju vori. Ef í hverri sveit væru árlega gróðursettar um tíu þúsund trjáplöntur myndu ekki líða mörg ár þangað til sveitin hefði skipt um svip. Máske er þetta mark sett of hátt í fámennum sveitum, en ef allir hjálpast að, lítur málið öðru vísi út, þá myndi það vinnast létt, jafnvel í fámenninu. Ef öll félög landsins tækju þátt í baráttunni um að klæða fjallið, eins og skógartrén í sögunni hans Björnsons, þá hljót- um við að vinna sigur og látum rætast þennan gullfagra draum lista skáldsins góða: Fagur er dalur og fyllist skógi og frjálsir menn þegar aldir renna. SkáldiS sefur og margir í moldu er me<5 honum búa, en þessu trúió. '■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiMiiiauitiiiiiiiiiiBiiiuiiiiiiiMiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiuiniiiiKiiiiuiMiiiiiiaiiaiiiiiiBani^i GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NYTT ÁR! 1 Þökkum viðskiptin á líðandi ári. 1 Kaupfélag Arnfirðinga. jflfl'Rlll!!llllllllllllllllllll!lllllllllllllMIIIIIIIIIIIII!lllllllllll!lllllllllllllll!lMIIIIIIIIIIIIIIIIIII!lllll!lllllllllllllljlllllllll!llll!llllll 1 GLEÐILEG JÓL! GOTTNÍTTÁR! | Þakka viðskiptin á líðandi ári. Niðursuðuverksmiðjan á Bíldudal. I GLEÐILEG JÓL! GOTTNYTTÁR! | Þakka viðskiptin á líðandi ári. | Verzlun Páls Ágústssonar, | Bíldudal. = lann iiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiililiiiiiliiiiiiiiiiill)l!lliiliiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii i GLEÐILEG JÓL! GOTTNYTTÁR! I Þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári. | Hraðfrystihús Tálknafjarðar, | Sveinseyri. Idliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii | GLEÐILEG JÓL! GOTTNYTTÁR! | Þökkum viðskiptin á líðandi ári. | Kaupfélag Tálknafjarðar, Sveinseyri. SLEIPNISMÓTORARNIR eru allsstaðar viðurkenndir. I | GLEÐILEG JÓL! GOTTNYTTÁR! Eldur og slys gera ekki boð á undan sér. Við önnumst bruna-, líf- og slysa- | slysatryggingar með hagkvæmum f kjörum. 1 Almennar tryggingar h.f. | Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Vélsmiðja Magnúsar Jónssonar. Bíldudal. ''lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllÍlHllllllllllllllllllHIJIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIll OLlU- og BENZlN-notendur eru vinsamlegast beðnir að ljúka viðskiptum sínum á aðfangadag og gamlársdag eins tímanlega og unnt er. Engin afgreiðsla á jóladag og nýársdag. Olíusamlag útvegsmanna. iiiiiiliiliiiiiiiiliiliilii llllilin liiliiliillii II lil I n lll lll lii liililliiiiiiiiiiiin 111111111111111111111111111 inilii 111111111111111111111111111111111111 hIiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiíiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimimimiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiibíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii

x

Jólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/1540

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.