Jólablaðið - 20.12.1950, Síða 6

Jólablaðið - 20.12.1950, Síða 6
6 JÓLABLAÐIÐ Viðsjár með Vestfjarðahöfðingjum Um og fyrir aldamótin 1400 voru þeir Björn Einarsson, Jórsalafari í Vatnsfirði og Þórður Sigmundarson að Núpi í Dýrafirði mestir höfð- ingjar á Vestfjörðum. Svo er að sjá, sem mikil vinátta hafi verið með þeim Birni og Þórði um skeið, og fóru þeir báðir saman út til Róm- ar, og komu út 1391 ásamt Þórði Árnasyni og séra Halldóri, að því er Flateyjarannáll vottar. Eftir útkomuna frá Róm hefir grennst vinátta þeirra höfðingj- anna. Er nú ekki ljóst hvað valdið hefir, en þrútnað hefir þá metnað- ur þeirra beggja, og líklega fleira dregið að deilum þeirra. Flateyjarannáll einn hefir varð- veitt nokkra frásögn atburða þess- ara, sem er í senn fróðleg og skemmtileg, og nefnir mörg nöfn ýmsra manna, sem þá höfðu manna forráð hér vestra og koma við ýmsa atburði. Þykir því rétt að birta hér frá- sögn Flateyjarannáls. Máske einhver lesandi Jólablaðsins taki sig til og birti frekari skýringar um menn og málefni, sem hér eru nefnd. Or Flateyjarannál: 1391 komu út Björn Einarsson, Þórður Sigmundarson og Þórður Árnason, með síra Hall- dóri, og höfðu allir gengið til Róms.......... Fékk Þórður kollur Valgerðar Jónsdóttur. 1392 Gifti Björn Einars- son Kristínu dóttur sína Jóni Gutt- ormssyni, og hélt brúðkaupið um haustið um veturnáttaskeið í Vatns- firði. 1393 Varð samkoma undir Gnúpi í Dýrafirði milli Bjarnar Einarssonar og Þórðar Sigmundar- sonar og sveina þeirra. Voru þar í hel slegnir tveir menn af Birni, Hrómundur ímason og Oddur Jónsson, en flest allir menn hans (þ.e. Bjarnar Einarssonar) lamdir og svo hann sjálfur. Lýsti Guð- mundur Jónsson á sig vígi Hró- mundar, en Halldór Kristoforusson fóthöggi Hrómundar. Stakka- Grímur lýsti handarhöggi Hrómund ar og vígi Odds, en Brandur Sig- urðsson að hann hefði slegið Jón Bláber. Jón Þórólfsson hafði slegið Þorstein purku, en Árni Ufason hafði lagt til Ljóts Jónssonar gríss. Gengu þessir átta út fimmtudags- nótt fyrir Ceciliusmessu: Kraki, formaður á Christoforusssúðinni, Brandur Sigurðsson, Grímur Ketils- son, Halldór Christoforusson, Guð- mundur Jónsson, Ingjaldur Arnórs- son, Árni Úfason og Jón Þórólfs- son. Þá sögðu sumir menn, að Ólaf- ur Margrétarson hefði út gengið. Hafði Hrómundur sjö sár, en Odd- ur eitt á fætinum vinstra um kné- liðinn, en Ljótur mikið sár á bak- inu fyrir ofan mjöðm. önundur lít- ið sár fyrir ofan kné, en Gizur Þórðarson litla ben í andlitið, en Bláber ákomu í andliti. Inni í stof- unni fékk Kraki sár í höfuð af Þor- steini purku með sleddu, en Árni Ufason skemmdist á knífi, er Björn átti. Var Þórður bóndi inni meðan samkoman varð úti og kom eigi fyrr út, en Björn var í kirkju kominn og hans menn. Bauð Þórður þá Birni út, en Björn vildi ekki til. Var Björn og hans menn í kirkjunni um nóttina og nokkuð fram á föstudag- inn. Tók Sigurður bóndi Kollsson milli þeirra mánaðardag, og fór Björn þá inn til Mýra með sína menn, og efttir það heim í Vatns- fjörð. Hrómundur dó þegar um nóttina, en Oddur lifði fram á jól, og lýsti því áður, að hann dæi af sótt, og þótti mönnum sú lýsing ekki afl hafa. Reið Gísli Svartsson vestur til móts við Þórð mág sinn og sat þar mjög fram til föstu, en Björn sat heima í Vatnsfirði og fjölgaði ekki í sínum flokk. Reið hann norður um land um veturinn fyrir föstu, og síðan suður um land, og kom svo’ undir sig flestum öll- um beztu mönnum á landinu. 1394 Reið Björn Einars- son vestur yfir Glámu, miðvikudag- inn eftir Þorláksmessu og með hon- um Vigfús Ivarsson, hirðstjóri, Þorsteinn Eyjólfsson, lögmaður, síra Halldór Loptsson, síra Þórður Þórðarson, Jón Hákonarson, Sig- urður hvítkollur, Sæmundur Þor- steinsson, Einar Dálksson, Jón Sighvatsson, Benedikt Gizurarson, Steingrímur Sigurðarson, Þórður Sturluson, Eiríkur Þorleifsson og nær níu tigum manna, og flestir allir týgjaðir, panserum, járnhött- um og vopnhönzkum. Stefndi hirð- stjóri Þórði Sigmundssyni og öll- um hans piltum um vígamál Hró- mundar og Odds fyrir sig og lög- mann til Mosvalla, fimmtudag og föstudag næsta. Kom Þórður í stefn una og með honum Sigurður bóndi Kollsson, Gísli Svartsson, Þórður kollur Sigurðarson, Oddur leppur Þórðarson, Sigurður skalli og nær fimm tugir manna, vel tuttugu týgjaðir. Tók Þórður kollur dag af hirðstjóra og Birni fyrir Þórð og hans menn. Sótti Þorsteinn purka og Imi með styrk Bjarnar, Þórð Sig- mundarson, Brand Sigurðsson, Halldór Christoforusson, Ingjald Arnórsson, Jón Þórólfsson og Árna Úfason, og alla til útlegðar eftir dómi og úrskurði, svo landsvist þeirra væri undir konungs misk- unn. En Grímur og Guðmundur voru réttir vegendur. Sættust þeir síðan Björn og Þórður, með atgangi hinna beztu manna. Skyldi Björn einn gera þeirra á milli, sem hann vildi og honum yrði mestur heiður í, Þórði forsmánarlaust í alla staði, nema hann vildi heldur nefna mann til, sem Björn gerði, nefndi Vigfús hirðstjóra, lögmann, síra Halldór, síra Þórð, Jón Hákonar- son, Sigurð Kollsson, Gísla Svarts- son, Þórð koll, Sigurð hvítkoll, Einar Dálksson, Sæmund Þorsteins- son, Jón Sighvatsson, Odd lepp og Þórð Sturluson. Gerðu þeir að GLEÐILEG JÓL! Þórður skyldi bjóða Birni og Sól- veigu, húsfrú hans, og öllum þeirra sveinum sæmilega veizlu, og gefa Birni til fimmtigi hundraða í grip- um og sæmlegum þingum. Veitti Björn harðla sæmilega sínum mönnum fyrri dagana og leysti alla hina beztu menn út með sæmileg- um gjöfum. Gipti Þórður Sigmund- arson Ólöfu dóttur sína Ara Guð- mundssyni.----------- FARSÆLT NtTT ÁR! ! Sjómannafélag ísafjarðar. ; lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHIIIIIllllllllilllllllllllllllllllllllll GLEÐILEG J Ó L! FARSÆLT N YTT ÁR! Njörður h.f. 1,11i11111111111111111111111,11111111111'111'1111111111111111.11.111111111;l111111lli1111 !II::1111111111111:11111 '| .I I1111<IMI'<1111 11:1.1 I :» Útvegsbanki íslands h.f. Útibúið á Isafirði. \ Engin afgreiðsla í sparisjóði milli jóla og nýárs. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar óskar öllum íslenzkum sjómönnum og verkamönnum GLEÐILEGRA JÓLA 0 G FARSÆLS NYÁRS

x

Jólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/1540

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.