Jólablaðið - 20.12.1950, Síða 7
JÓLABLAÐIÐ
7
llllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Ofurlítið um íslenzk skáld I I
Hallgrímur kvaö í heljar nau'ðum
lxeilaga glóð í freðnar þjóðir
segir Matthías í einu af sínum
kyngimögnuðu kyæðum. Það skal
mikið átak til þess að kveikja heil-
aga glóð í freðinni þjóð. Þó er
þetta sönn og meistaraleg lýsing
utn Hallgrím Pétursson, og um leið
hrein og tígin svipmynd um mátt
skáldgáfunnar, sjáandans og spá-
mannsins.
Máttur andans hefir verið sér-
hverri þjóð sá aflgjafi, sem Iengst
hefir lifað og mestum átökum og á-
hrifurn valdið. Og þótt margt breyt-
ist tnun þetta stöðugt standa.
Þess vegna eru bókmenntir hverr-
ar þjóðar einskonar andlegur gull-
forði. Þangað sækir hún kraft og
dug til átaka og framsóknar, bæði í
önn líðandi dags, og þó einkum
hegar í harðbakka slær og eitthvað
bjátar á. Bókmenntir okkar Islend-
inga eru síður en svo undantekning
í þessu efni. Að tiltölu eru þær,
einkum fornbókmenntirnar, ein-
hverjar glæsilegustu perlur í heims-
bókmenntunum. Þangað hefir ís-
lenzka þjóðin sótt kjark og dug á
undanförnum öldum, og þangað
mun hún í framtíðinni sækja eld
nýrra hugsjóna og kjark til stórra
átaka.
Islenzkar bókmenntir eru sam-
felld heild. Efni og búningur skipt-
ist eftir persónueinkennum og ald-
aranda. Allt fram til 1930 eru höf-
uðstraumar íslenzkra bókmennta
hrungnir baráttu fyrir andlegri
endurreisn þjóðarinnar, allt byggt
á bjargi þjóðlegrar lífslindar, sem
yígð og vernduð hefir verið í sorg
°g gleði, vökvuð með blóði og tár-
um þrenginganna.
Eftir 1930 skiptir því miður mik-
ið um svip. Erlend áhrif og straum-
ar verða þá oft yfirsterkari þjóð-
legum stefnum og hefir það farið
'’axandi allt til þessa.
Þrátt fyrir stórum aukna almenna
menntun, er það staðreynd, að
skólaæskan og allur liorri hinnar
uppvaxandi kynslóðar er lítt kunn-
ugur islenzkuin skáldum alinennt.
Einkum á þetta sér stað um þau
skáld, sem nú eru horfin af foldu.
Þetta er óbætanlegur skaði, því
sérhver nýr vöxtur og þróun þarf
að vera í órofa sambandi við for-
tíð sína, og því tímabili, er nú
stendur yfir, er sérstök nauðsyn á
sem nánustu sambandi við vorgróð-
urs tímabilið frá 1874—1925, og sá
vorgróður er stærstur og fegurstur í
verkum skáldjöfranna frá þessu
tímabili.
Hin unga kynslóð telur sig hafa
óbeit á rímuðum ljóðum. Það sé úr-
elt form, sem fjötri hugsunina. Ekki
þykir mér ósennilegt, að þessi við-
bára styðjist meira við ókunnug-
leika, en staðreyndir. Að vísu á
rímlistin nú minni hápall í hugum
manna en áður var, og rímgáfan
er stórum sjaldgæfari. En sleppum
öllum deilum um form, því hvað
sem forminu líður les sérhver Is-
lendingur verk hinna gömlu skálda
sér til sálubótar og mannheilla.
Þau sýna líka hinum ungu sögu
þjóðarinnar í myndum, að vísu
með skáldlegu innsæi og stundum
málaðar rósrauðum blæ um of, en
hið skáldlega leiftur lýsir venjuleg-
ast upp myndina, svo lesandinn
fær í skjótri svipan séð yfir rúm
og tíma, og skynjar söguna með
sálarinnar augum.
Einmitt vegna þessa er nauðsyn-
legt, að unga kynslóðin verði hand-
gengin því bezta úr skáldverkum
voraldar Islands. Skólarnir gætu
unnið drjúgum í þessa átt, bæði
með bókmenntakennslu og skálda-
kvöldum, þar sem kennarar og
nemendur kæmu fram jöfnum
liöndum og gerðu grein fyrir einu
höfuðskáldi eða fleirum og samtíð
þeirra.
Ég er viss um að slík viðleitni
myndi fljótlega skapa gróanda og
að sjálfsögðu auka þá menntun, sem
okkur er nauðsynlegust, en það er
þekking og skilningur á okkar
eigin sögu.
Kennarar hafa ríkasta skyldu um
fræðslu í þessum efnum, en öll gæt-
um við að því stutt. Fyrst og fremst
á heimilum okkar og í viðræðum
við aðra. Saga þjóðarinnar er fjör-
egg, sem vel þarf að vernda og hlúa
að. Hún á að vera fjársjóður og
lífslind fyrir alla, en ekki fáa út-
valda, sem kalla sig fræðimenn, og
telja sig réttborna og sjálfkjörna til
sögulegra útskýringa.
öskum öllum viðskiptavinum
GLEÐILEGRA JÖLA
0 G FARSÆLS NYÁRS
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna,
Reykjavík.
GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NtTT ÁR!
| Þökkum viðskiptin á líðandi ári. |
H. Benediktsson & Co.
Reykjavík.
j GLEÐILEG JÓL! GOTTNYTTÁR! |
Þökkum viðskiptin á líðandi ári.
| Verzlunin Alda, Þingeyri, |
| N. Mósesson. |
= !illllU|il|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||ll||||||||||||||||||||||||||||||||||il||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||| =
GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NYTT ÁR!
| Þökkum viðskiptin á líðandi ári. |
| Kaupfélag Dýrfirðinga, |
| Þingeyri. |
GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NYTT ÁR!
m "
= # “
| Þökkum viðskiptin á líðandi ári. |
1 Vélsmiðja Guðm. J. Sigurðssonar & Co., 1
| Þingeyri. |
ll|ll!||||||||l||||,,|„||||„|,I|||||l||||||||l|||||||l||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||ll|lllllllllillllllllllllllllllllllllllllllillllilllllllllll
m l.l'IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIHIIIIHIIIIHIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIHIIIIIIIII =
GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NYTT ÁR!
á
Þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári.. |
GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NYTT ÁR!
Þökkum viðskiptin á líðandi ári. |
Hraðfrystihúsið h.f.
Verzlun Sigurðar Þorvarðssonar
Hnífsdal.
Alfons Gíslasonar, Hnífsdal.
Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllnllllllllllllllllllllll
lllllllllllllllllll IMI'llilt. III
iii iii iiiiiiiiim iiiiiiiiiiiii n ini iiiiiiiiiiiiiiiiiiiii,ii ii ini iii iiiiiiiii iii iii ii iiiiiiiin (11111,11111,11 iii iii,ii,|| ||||||||||||H|,|||||,|| m iim iii iii