Jólablaðið - 20.12.1950, Page 10
10
JÓLABLAÐIÐ
GAMAN OG ALVARA
I. Vel af sér viki<5.
Jóhannes hét maður. Hann var
sægarpur og veðurglöggur mjög, en
þótti oft ærið ýkinn í frásögnum.
Hér fer á eftir ein af sögum Jó-
hannesar:
„Þið vitið að ég réri á Gjögri í
fyrra sumar. Ég hafði með mér
norður nokkra poka af kúfiski, því
að ég vildi hafa eitthvað gott að
hjóða þeim gula, enda rótfiskaði ég
þótt Gjögrarar fiskuðu lítið sem
ekkert. Ekki leið á löngu þangað
til Gjögrarar stóðu á mér eins og
hundar á hörðu beini og báðu mig
blessaðan að lána sér fáeinar skelj-
ar. Vitanlega svaraði ég því neit
andi, því að ég hefði verið upp-
etinn af kúfiski strax í stað, ef ég
hefði gert þeim einhverja úrlausn.
Einn Gjögraranna hafði gert mér
smávegis greiða og gat ég ekki
horft á beituvandræði hans, án
þess að greiða eitthvað úr fyrir
honum, og lét hann fá slatta í poka
af kúfiski. Strax og náungi þessi
hafði fengið kúfiskinn rauk hann
á sjóinn, og varð á undan mér í
sjóferðina. Rétt eins og hann vildi
sýna, að fleiri gætu fiskað en ég, ef
beitt væri tálbeitu. Þegar ég var
um það bil kominn til miða mætti
náunginn mér á landleið og mátti
lieita með hlaðfiski. Náunginn var
að upplagi glensfullur, og nú yfir
máta glaður með aflann. Hann
sigldi að bát mínum og kvaðst vilja
skila mér pokanum með þakklæti
fyrir hjálpina. Ég brá við lófanum
og greip pokann í snarkasti, og
henti honum í bátinn. Hélt ég svo
áfram til miða og hirti ekki meira
um náungann eða pokann. Þegar
ég byrjaði að leggja lóðirnar fann
ég til einhverra óþæginda í hægri
hendinni, — en með henni liafði
ég gripið kúfiskpokann. Eftir hæfi-
lega legu dróg ég lóðirnar og fisk-
aði vel. Hélt síðan til lands og varð
að róa skorpuróður mest af leið-
inni, því að mótdrægt var. Þegar ég
lenti var hægri handleggur minn
orðinn líkt og konulæri. Ég fékk
nokkra Gjögrara til þess að gera
aflanum til góða. Þegar því var lok-
ið fékk ég sex hinna röskustu
Gjögrara til þess að róa mig inn á
Hólmavík til að ná þar í læknis-
hjálp vegna handleggsins. Gjögrar-
ar réru knálega og í nær einni
skorpu til Hólmavíkur, og ég í
hendingskasti heim til læknis, sem
var við látinn. Honum leizt sjáan-
lega illa á mein mitt, og valdi tvo
sterkustu mennina á Hólmavík sér
til aðstoðar. Þeir áttu að halda á
mér handleggnum, svo ég gæti ekki
hreyft hann meðan læknirinn gerði
að meininu. Læknir tók nú til að
krukka og skera — og skar upp
eftir öllum lófa. Þegar læknirinn
hafði skorið um stund tók hann að
toga og toga, en ekkert gekk. Þá
kvaddi læknirinn annan hjálpar-
manninn sér til aðstoðar. Loks fór
að ganga hjá þeim, og er minnst
varði losnaði svo um viðhaldið, að
læknirinn og aðstoðarmaður hans
duttu kylliflatir á stofugólfið. Ég
fór þá að gá að hvern skrambann
þeir hefðu verið að toga. Það var
þá bara heil krekjuskömm og þessi
líka smáa pokadrusla á.
Lækninum varð svo mikið um að-
farirnar, að hann lá í öngviti á
gólfinu, en aðstoðarmaðurinn var
að brölta á fætur. Ég tók nú til
minna ráða, skvetti vatnsfötu á
læknirinn og gaf honum vænt staup
af bitterbrennivíni. Læknirinn
raknaði skjótt við, og borgaði ég
honum og rauk á dyr. Þar stóðu
Gjögrarar mínir, sem ég gaf góða
hressingu. Héldum við svo heim-
leiðis með sama hraða og til Hólma
víkur, en ég fór á sjó daginn eftir
og fiskaði ágætlega“.
„Svei mér, ef ég lýg“, sagði Jói
við sögulokin, og b.ver vill ábyrgj-
ast að sagan sé ekki sönn.
II. Rýjan min og kisa.
Um eða fyrir síðustu aldamót var
byggt þinghús við Staðarhól í Saur-
bæ, þar sem áður hét Fjósakot.
Þetta var torfhús, timburþiljað.
Byggingu þinghússins önnuðust
þeir Halldór kisi og Bensi rýjan
min, er taliiín var launsonur Bólu-
Hjálmars. Er þeir félagar höfðu lok-
ið byggingunni var þetta kveðið:
Byggðu þingliús báðir tveir
bragnar um það kvisa;
ríkmannlega rembdust þeir
rýjan mín og kisa.
Illlllilllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllil Ml lllllllllllllllllllllllllllllllll Ml IIIIII Mllllllllllllllll 111111111IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIH
TIMBURVERZLUNIN
B J Ö R K
ISAFIRÐI
hefir oftast fyrirliggjandi:
Flestar fáanlegar byggingarvörur.
Smíðar hurðir, glugga o.fl.
GLEÐILEG JOL! GOTT NYTT AR!
Þökkum viðskiptin á líðandi ári.
Ragnar Bárðarson.
= iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini
1:11111111111111 II11' 1:11 lllilllll:l lli lil I li I I
Umdæmisstúkan nr. 6
óskar öllum velunnurum bindindismálsins
gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!
Umdæmistemplar.
= iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiin
i i ii i i i i i i
I SJUKRASAMLAG isafjarðár
| óskar öllum meðlimum sínum gleðilegra jóla og
I farsældar og heilbrigði á komandi ári.
= iiiiiiiiiiiiííiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
'iiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiii
1 GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR!
1 Þakka viðskiptin á líðandi ári.
| Verzlun Arngr. Fr. Bjarnasonar.
GLEÐILEG JÖL! FARSÆLT NÝTT ÁR!
1 Þökkum viðskiptin á líðandi ári.
1 Þvottalaugin h.f.
GLEÐILEG J 0 L!
GOTT OG FARSÆLT NÝTT ÁR!
Landssamband íslenzkra útvegsmanna.
I GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR!
I Þökkum viðskiptin á líðandi ári.
I Skóverzlun Leós Eyjólfssonar.
iiiiiiiiiii ■iiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaii«iiaiiliiiiiiiililiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini|iiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiBiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii:i;ii:;iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiBiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiBiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu«tiiilliiiiii,,i,ll,li,,iiiiil,l,ii,iiliilliii,ii,iii,itiai