Börn og menning - 01.09.2004, Qupperneq 5

Börn og menning - 01.09.2004, Qupperneq 5
Mér finnst . . . 3 Þórhallur Sigurðsson mér finnst. - - ...íslendingar stundum ótrúlega skammsýnir. Það var árið 1990, þegar Þjóðleikhúsinu var lokað vegna endurbóta, að ég fékk leyfi til að hrinda af stað leiksýningu fyrir börn í skólum landsins. Markmiðið var að opna heim leikhússins fyrir börnum, að sýna þeim hvernig leiksýning gæti orðið til. Venjuleg fjölskylda situr heima og horfir á sjónvarpiö þegar það bilar skyndilega. Hvað á til bragðs að taka? Það kemur i Ijós að dóttirin á heimilinu á að skrifa ritgerð í dönsku um ævintýrið Næturgalann eftir H.C. Andersen og fyrr en varir er fjölskyldan byrjuð að leika söguna. Úr þessu verður til fullbúin leiksýning með skrautlegum búningum og boðskap, um fegurð hins einfalda og sanna, ádeila á hræsnina. Um listina. Við sýndum leikinn hátt í 200 sinnum í flestum landshlutum. Yfir leikhúsið rigndi þakkarbréfum frá ánægðum skólastjórum og kennurum. Börnin teiknuðu myndir í þúsundatali af sýningunni og sendu leikhúsinu. Við settum fram hugmynd. Á hverju ári skyldu vera tveir Þjóðleikhúsdagar í grunnskólum landsins: Annan daginn, fyrri hluta skólaársins, kæmi leikhúsið í skólana með leiksýningu og hinn daginn, síðar um veturinn, kæmu nemendur og horfðu á leiksýningu í Þjóðleikhúsinu. Hugmyndin var kynnt menntamálaráðherra, sem var þá bæði húsbóndi Þjóðleikhússins og grunnskólanna. Henni var mjög vel tekið og lofað stuðningi. Sá stuðningur var þó bara í orði en ekki á borði og leikhúsið sá sér ekki fært að klípa þetta aftur af rekstrarfé sínu svo ekki varð framhald á. Og síðan ekkert í 14 ár. Það er hægt að leika sér með tölur. Um 35 þúsund nemendur sáu Næturgalann. Ef markmið okkar hefðu náðst, værum við nú um stundir búin að leika fyrir u.þ.b. milljón áhorfendur, þ.e. nemendur hefðu séð 10-20 leiksýningar hver um sig. Það væri ómetanlegur sjóður. íslendingar stæra sig af mikilli leikhús- aðsókn. En hverjir fara í leikhúsið? Sumir fara oft, en sífellt fleiri fara aldrei. Hér er verðugt rannsóknarefni. Það er löngu vitað, að listir geta aukið sjálfsskilning barnsins og skilning þess á umhverfi sínu, ýtt undir tilfinningalega vellíðan, örvað fegurðarskyn þess og sköpunargáfu. Hvernig stendur á því að árið 2004 er hvergi minnst á listir í stundaskrám grunnskólabarna? Mér finnst það ólíðandi. En það er sennilega langur vegur enn í landi þar sem kennarar þurfa ítrekað að fara í verkfall til þess að ná mannsæmandi kjörum. Höfundur er leikstjóri. Myndabókadagatal IBBY 2005 Að þessu sinni fylgir blaðinu gjöf til félaga IBBY sem vonandi kemur skemmtilega á óvart. Dagatalið er lestrarhvetjandi verkefni sem stjórn félagsins ákvað að takast á hendur fyrir allnokkru síðan og var nú að líta dagsins Ijós. Dagatalið verður gefið á alla leikskóla í landinu í því skyni að vekja athygli á góðum íslenskum barnabókum og nauðsyn þess að lesa fyrir börn allt frá unga aldri. Myndhöfundarnir tólf sem eiga verk í dagatalinu, sem og nokkrir rithöfundar, gáfu birtingarrétt á verkum sínum og er þeim hér með þakkað kærlega fyrir höfðingsskapinn. Þakkir fá einnig Barnamenningarsjóður, Félag íslenskra bókaútgefenda og prentsmiðjan Oddi sem styrktu verkefnið með fjárframlögum. Loks fær Áslaug Jónsdóttir sem hannaði dagatalið bestu þakkir fyrir gott samstarf. Njótið vel!

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.