Börn og menning - 01.09.2004, Page 7

Börn og menning - 01.09.2004, Page 7
Gleði-Glaumur hittir Snuðru og Tuðru 5 af innlifaðri ástríðu og hefur heldur betur komið við barnaleiklistarsöguna síðan, bæði með drjúgu starfi sínu í sjónvarpi og nú síðast með sinni eigin barnasýningu, Ævintýrinu um Augastein. Fremstir dverga voru Jón St. Kristjánsson og Stefán Jónsson, fullkomlega æðislegir, en dvergarnir áttu langt framhaldslíf í barnatíma sjónvarps eins og þið vitið. Tónlist Jóhanns G. Jóhannssonar við frábæra texta Þorvalds hefur líka notið framhaldslífs á hljómdiski. Þar er sagan líka sögð á svipaðan hátt og gert er é vinsælum plötum með verkum Torbjörns Egners. Sem sagt: Þarna spilaði allt saman til að búa til listaverk sem gaf frábæra leikhúsupplifun og sýndi öllum virðingu. Frjór skáldskapur í hugmyndaríkumleikrænum búningi. Fullkomið. En síðan eru tíu ár. Af hverju er ekki búið að setja Skilaboðaskjóðuna upp aftur? Ýmislegt mátti gera betur í uppsetningunni, einkum í sviðsmynd og lýsingu, til dæmis var ferðalag sólarinnar frá austri til vesturs sem skiptir svoóhugnanlega miklu máli í sögunni ekki nógu skýrt. Og nátttröllið var klaufalegt. Þetta hefði verið upplagt að bæta í nýrrí uppsetningu. Og leyfa nýjum leikurum að spreyta sig á hinum ástsælu - eða stórhættulegu - persónum. Af hverju komum við okkur ekki upp íslenskri klassík við hliðina á Línu, Dýrunum og Kardimommubænum sem allar kynslóðir barna fá að kynnast og njóta? Bestu barnaleikritin eiga það sameiginlegt að þau eru góður skáldskapur, í þeim eru líka raunveruleg étök, raunverulegur háski. Ekkert plat. Putti er i alvöruhættu um að komast aldrei heim til Möddumömmu aftur og ekkert óttast börn nú meira en það, og frumuppsetningu og óskandi að leikhúsið reyni aftur. (( stað þess að fljúga sigldu börnin um sviðið á heysátum í tjullpilsum. I Gaggalagú í Hafnarfjarðarleikhúsinu var hey- skapur sýndur á skuggamyndum á bakvegg; hefði ekkí mátt nota skuggamyndir í Bláa hnettinum?) Sagan af bláa hnettinum er ekta skáldskapur fyrir börn og skýr í minningunni með sín sterku skilaboð um samhjálp. Börnin gera mistök af því að þeirra er freistað, en þau sjá villu síns vegar og þau bæta sjálf fyrir brot sín af mannviti og hugrekki. Þau eru hinir lífsþyrstu og skynsömu íbúar hnattaríns. En leiksýningin er orðin afar óljós í minningunni, alveg að feida út eins og sagt er á tæknimáli. Eiginlega bara Gleði-Glaumur eftir sem Kjartan Guðjónsson lék eftirminnilegaskemmtilega enda persónan efniviður til að sökkva sér ofan í - í senn barn og fullorðinn, í senn hress gleðigjafi og viðurstyggilegur lífþjófur. Sýningar stóru leikhúsanna á snilldarverkum Astrid Lindgren, Bróður minum Ljónshjarta og Ronju ræningjadóttur, eru líka minnisstæðar, enda fjalla þær sögur ekki um neitt hjóm. Bræðurnir Ljónshjarta slást við alltof raunverulegan óvin í Þenglí, hinum illa konungi yfir Karmanjaka, og hans skæðasta vopni, Kötlu, sem óneitanlega minnir á helsprengjuna. Baráttan í Ronju er nær heimaslóðum. Þar snýst málið ekki um gott og illt heldur um frelsi unglinga til að hleypa heimdraganum. Ronja er eldri en Putti, hún óttast ekki að hverfa að heiman heldur þráir hún það - en vissulega vill hún eiga áfram öruggt skjól hjá Matthíasi og Lovísu. Hafnarfjarðarleikhúsið hefur oft glatt börn og má þar til dæmis minna á nýlegar sýningar eins og Rauðhettu og Gaggalagú. það er mikil tilfinningalosun fólgin í því að fá að arga fullum hálsi „Harka parka inn skal arka" til að opna Tröllahelli og frelsa Putta. Þar er leikhúsgestum boðið upp á alvöruhlutverk í leiknum. Vonbrigðakeimur Hins vegar er vonbrigðakeimur í minninu af uppsetningu Þjóðleikhússins á annarri snilldarlegri barnabók, Sögunni af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason, þó að margt hafi verið afar fallega gert þar. Maður freistast til að segja afsakandi að auðvitað sé fáránlegt að setja upp á leiksvið verk sem fjallar um fólk sem flýgur! Svoleiðis er þægilegra að gera í bíó. En leiksviðslistamenn munu þá eflaust gjamma fram í og segja að á sviði sé allt hægt ef hugmyndaflug er nóg. Og ég held því míður að svo hafi ekki verið í þessari L.

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.