Börn og menning - 01.09.2004, Page 8
6
Börn og menning
En þeirra besta barnasýning er án efa
Síðasti bærinn i dalnum. Ótrúlega
hugkvæm og drephlægileg en fjallar
um þennan mesta háska í lífi barna:
að villast (eða ( þessu tilviki að vera
rænt) að heiman. Svo merkilegt sem
það hljómar þá var þetta verk fyrst
kvikmynd (sem Óskar Gíslason gerði
eftir handriti Lofts Guðmundssonar),
síðan útgefin bók og loks leiksýning!
Einhvern veginn finnst manni að
röðin væri eðlilegri öðruvísi. Samt
var þetta æðísleg leiksýning og
frábærast þegar kistan flaug upp í
tröllafjöll með systkinin innanborðs
- og aldrei létu aðstandendur
Hafnarfjarðarleikhússins uppiskátt
hvernig í andsk... kistan flaug!
f Siðasta bænum i dalnum
eru það ekki síst gervin sem
standa manni Ijóslifandi fyrir
hugskotssjónum - Gunnar
Helgason sem dvergurinn Rindill
(ég sé enn fyrir mér þegar hann
sveiflaði sínum stuttu fótum upp
á túngarðinn) og tröllin Kargur
og Ketta sem Jón St. Kristjánsson og María
Ellingsen léku. Það var beinlínis dónalegt
hvað fegurðardísin María varð hrikaleg í
meistaralegu gervi Ástu Hafþórsdóttur í
þessari sýningu.
Dálítið vísifingursleikhús
Núna alveg á næstunni eru liðin tíu ár
síðan Möguleikhúsið fékk fastan samastað
á Hlemmi þar sem aðstandendur þess
hafa glatt þúsundir barna síðan. Og ekki
bara þar heldur í skólum og leikskólum
og á leiksviðum úti um allt land. Starfsemi
Möguleikhússins er gleðileg fyrir öll börn
því fátækleg væri leikhúsflóra þeirra ef þeim
ættu að nægja sýningar stóru leikhúsanna.
En það verður að viðurkennast að stakar
sýningar Möguleikhússins eru fæstar
eftirminnilegar.
Aðall Möguleikhússins er nýtni og
hugkvæmni. Nýtni kemur til dæmis fram í
því hve fáum föstum leikurum húsið hefur
á að skipa og þeir eru vissulega vel nýttir
áfram og áfram. Það getur orðið leiðigjarnt
fyrir fullorðna gesti en börnunum er auðvitað
alveg sama, enda endurnýjar hópur þeirra sig
mun hraðar en hinna fullorðnu. Maður er svo
stutt barn en lengi fullorðinn.
Hugkvæmninni eru stundum lítil takmörk
sett í Möguleikhúsinu og hefur maður
iðulega dáðst að liprum sviðsmyndum,
skemmtilegum fjölnota hlutum og litlum
módelum af húsum og fólki eíns og til dæmis
eru notuð í Helðarsnældu, leikþættinum
um litlu heimsku gimbrina sem strauk að
heiman.
En Möguleikhúsið er dálítið vísifingurs-
leikhús enda sýningar stuttar og skammur
tími til að koma skilaboðum á framfæri
- ef það eru skilaboð. Þess vegna er rosalega
gaman þegar þar eru settar upp allt öðruvísi
leiksýningar, til dæmis trúðsleikur eins og
Tvelr menn og kassi þar sem persónur tala
sitt eigið tungumál eða Tónleikur þar sem
talað er með tónum og hljóðum.
Eitt vinsælasta parið í sýningum þeirra
Möguleikhúsmanna eru systurnar Snuðra og
Tuðra, sannkallaðir hrekkjalómar og óþekkt-
arangar sem hirða ekki hót um vísifingur
hinna fullorðnu. Sýningarnar þeirra virka sem
alger sálarhreinsun á unga leikhúsgesti.
En toppsýning Möguleikhúsmanna er
Völuspá sem frumsýnd var á Listahátíð 2000
og hefur síðan farið víða um land og lönd
og hlotið margvíslegar viðurkenningar, allar
verðskuldaðar og þótt fleiri væru. Þar munar
auðvitað mest um efniviðinn, sjálfan arfinn
frá Snorra og Eddu sem Þórarinn Eldjárn
vann skínandi gott söguleikrit úr, og svo það
að leikstjórinn Peter Holst endurnýjaði leikstíl
Péturs Eggerz sem leikur öll hlutverkin. Hann
er þó ekki einn á sviðinu því áhrifshljóðin
framleiðir Stefán Örn Arnarson sellóleikari
af mikilli list, sá sem seinna setti upp
áðurnefndan Tónleik.
Söguleikhús
Völuspá er af þeirri tegund leikhúss sem
kallað er söguleikhús - í stað þess að
framvinda verði í samtölum og breytingum
á aðstæðum er beinlínis sögð saga á sviðinu
en ýmsum brögðum leikhússins beitt til að
láta hana lifna við. Þetta form hentar held ég
sérstaklega vel þegar unnið er úr goðsögnum
og þjóðsögum og þá er ég til dæmís að hugsa
um frábæra túlkun Völu Þórsdóttur í Hafrúnu