Börn og menning - 01.09.2004, Blaðsíða 9

Börn og menning - 01.09.2004, Blaðsíða 9
Gleði-Glaumur hittir Snuðru og Tuðru 7 í Möguleikhúsinu, og minnisstæða sýningu Hallveigar Thorlacius á Loðinbarða Strútssyni hjá Sögusvuntunni. Leikstjóri þar var Helga Arnalds, dóttir Hallveigar, sem hefur sjálf sett upp skemmtilegar söguleiksýningar með brúðum, sú besta þeirra var um Ketil flatnef sem vildi komast að því hvað konur vilja. Gott dæmi um þessa gerð er Ifka Týndar mömmur og talandi beinagrindur sem Bára Lyngdal Magnúsdóttír kom með frá Svíþjóð á Listahátíð 2002. Yndislegt verk um hið klassíska efni að villast að heiman. Söguleikhús talar sterkt til barna enda er þeim sjálfum eiginlegt að setja upp slíkar sýningar: segja söguna og leika inn f hana. Enn eitt form barnaleikhúss er leiksýning sem byrjar sem eða lætur eins og hún sé leikur; þar sem aðstandendur setja á svið sögu með öllu tiltæku dóti í kringum sig sem ekki er ætlað í leiksýningu. Gott dæmi um þetta er leikur Steinunnar Knútsdóttur leikstjóra hjá Lab Loka að sögunni um Búkollu sem kviknar út frá dóti á hreinsivagni á safninu þar sem Móna Lísa hangir og sýndur var á listasöfnum borgarinnar, líka uppsetning Sjónleikhússins á Stigvélaða kettinum þar sem leikarar byrja á að taka til í drasli en dettur svo í hug aðferð til að nota draslið í leiksýningu og gleyma sér víð það. Þessar aðferðir má nota í leiksýningar fyrir furðulega lítil börn. Bára Lyngdal stílaði sína sýningu inn á börn frá tveggja-þriggja ára aldri, þó að efnið væri stórhættulegt. Hún benti á í samtali að af því að hún væri eini leikarinn (hún var með hljóðfæraleikara með sér eins og Pétur Eggerz í Völuspá) þá gæti hún spunníð viðbrögð við salnum hvenær sem væri inn í sýninguna. Ef barn fer að gráta þá spjallar hún við það þangað til það lætur huggast. Þetta þýðir að það er alveg sama hvað efnið er átakanlegt, ef f sýningunni er beinn tengiliður við áhorfendur þá þola börn allt. En þessi aðferð er sannarlega ekki aðeins fyrir lítil börn. Hún er - þegar vel er að verki staðið - fullkomlega fullnægjandi fyrir allt fólk. Mannkyninu er eiginlegt að hlýða á sögur og ekki sakar að þær séu fluttar með tilþrifum. Lambalæri, kók og franskar Eitt síðasta viðtalið sem ég átti fyrir DV var við danska leikarann, leikskáldið og leikstjórann Torkild Lindebjerg sem samdi og stýrði Tveimur mönnum og kassa í Möguleikhúsinu sl. haust. Þetta er þrautþjálfaður leikhúsmaður sem mikið hefur unnið fyrir börn - eða líka fyrir börn, eins og hann vildi orða það. Ég reyndi að viðra við hann þá skoðun mína að barnaleiksýningar sem ekki væru fyrír fullorðna ættu líka rétt á sér, en eins og flestir aðrir tók hann þeirri hugmynd ekki vel. Hann sagðist muna eftir sýningum sem börn nutu innilega en sem hann hafði ekki gaman af sjálfur, og þó að þær hafi ekki endilega verið lélegar þá væri þetta ekki hans leið (og með því að segja þetta gaf hann fyllilega í skyn að slíkar sýningar væru sennílega ómerkilegar). „Ég geri sýningar sem eru fyrir alla," sagði Torkild. „Ég skoða líf hinna fullorðnu og líf barna (dregur hringi f loftinu) og ég spyr: Hvar skarast þessir tveir hringir. Þar sem þeir skarast verður til ofurlítið op (kíkir í gegn) og þar vil ég búa til leikhús. Þó að við séum ólík þá eiga börn og fullorðnir ákveðna hluti sameíginlega - sammannleg vandamál og tílfinningar eins og vináttu, ást - og samskiptavandamál glímum við öll við. Börn skilja og skynja margt og þau má ekki vanmeta sem áhorfendur. Sumar leiksýningar eru eins og kók og franskar, rosalega góðar við og við. En góðar leiksýningar eru eins og ávextir og grænmeti, eitthvað til að íhuga, velta vöngum yfir." Hvað skyldi þetta nú þýða ef við flytjum það yfir á raunverulegar leiksýningar? Augljóslega falla Skiiaboðaskjóðan, Ronja og Ljónshjarta, Síðasti bærinn í dalnum, Völuspá og Loðinbarði Strútsson í flokk sýninga fyrir „alla". Þær eru þrungnar efni sem sett er fram á skáldlegan hátt og sem gaman er að velta fyrir sér (þær eru líka kók og franskar en það er hvort tveggja meðlæti með lambalærinu sem er aðalrétturinn). Upp með skáldskapinn En ég fer ekki ofan af því að það er til og á að vera til barnaefni sem er hollt fyrir börn þó að það höfði ekki til fullorðínna. I þann flokk gætu til dæmis fallið þær Snuðra og Tuðra með sín hugmyndaríku prakkarastrik sem skemmta börnum en geta farið stjórnlaust í pirrurnar á fullorðnum og Emil I Kattholti líka. Jafnvel Lina langsokkur er meira fyrir börn en fullorðna. Þetta voru lambakjötið, ávextirnir og kókið og frönsku kartöflurnar. En þá eru enn eftir hin mórölsku stykki sem enn eru í meirihluta meðal barnaleikrita. Hvað eigum við að gera við fræðsluleikritin og vísifingursleikritin? Hvað ber að gera víð Latabæl Leggja hann í eyði? Hvað eigum við að gera við leikrit sem reyna fyrst og fremst að kenna, siða til og aga? Halda afteprunarnámskeið? eins og Olga Guðrún Árnadóttir lagði til hér í Gerðubergi fyrirtveim árum?! Dæmisögur með sínum stöðluðu persónugervingum og einfalda sannleika eru aldagömul bókmenntagrein og auðvitað mega þær alveg vera til. Það er fyllsta ástæða til að vara ungt fólk víð hættum og full ástæða til að benda því á að lestir eins og græðgi, hroki, öfund, óhóf, leti og ómennska veiti okkur ekki varanlega hamingju. En það verður að passa að dæmisögurnar lumi ekki á mannfyrirlitningu, geri gys að persónum eða skammi börn að ástæðulausu, og það verður að passa líka að þær séu ekki tómt bull og þar með vanvirðing við leikhúsgesti. Ég held því miður að einhver/ nokkur/mörg þessara stykkja séu ekki fyrir neinn. Hvorki börn né fullorðna. Jú, vissulega finnst börnunum gaman að horfa á þau. Hvenær finnst barni ekki gaman að fara með fullorðnum í sparifötum og láta sýna sér furður leiksvíðsins? Kannski skilja þessar sýningar meira að segja eitthvað eftir þegar best er gert. En alltof oft er þetta dálítil fræðsla og dálítil ræðuhöld sem eiga að koma í staðinn fyrir skáldskap en gera það ekki. Því miður. Ekkert kemur í staðinn fyrir skáldskap í barnaleikhúsi. Þvi segi ég að lokum: Niður með vísifingurinn og upp með skáldskapinn! Maður man hann betur. Höfundur er ritstjóri.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.