Börn og menning - 01.09.2004, Side 10
8
Börn og menning
María Reyndal
Barnaleikhús - fyrir hvern?
Það er barn í salnum. Ráðstefna um barnaleikhús í Gerðubergi 27. mars 2004.
Ég hef starfaö sem leikstjóri á íslandi frá
1999. Ég hef leikstýrt fimm barnasýningum
á þessu tímabili: Ævintýrinu um ástina eftir
Þorvald Þorsteinsson i Kaffileikhúsinu 1999,
Trúðleik eftir Hallgrím Helgason íIðnó 2000,
1001 nótt, arabiskarnæturhjá leiklistardeild
Listaháskóla íslands þríðja bekk2001, Karíus
og Baktus hjá Þjóðleikhúsinu 2002 og Línu
langsokk hjá Borgarleikhúsinu 2003 sem
er ennþá i sýningu. Auk þess að leikstýra
barnaleiksýningum hef ég kennt börnum
leiklist bæði hér heima og á Englandi.
Ég var í fullu starfi hjá félagsmiðstöðinni
Tónabæ í 3 ár, yfirmaður sumarnámskeiða
6-12 ára barna. Ég hef þvi óneitanlega
unnið svolítið með börnum og fyrir börn.
Við sem störfum í leikhúsunum finnum oft
fyrir því viðhorfi að það að leika eða leikstýra
barnaleikritum sé talið óæðra - ekki eins fínt
og að vinna að leiksýningu fyrir fullorðna.
Þessi skoðun gerir það að verkum að við
getum verið feimin við að leggja okkur
öll fram og skapa eins góða sýningu og
mögulegt er. Eins og það sé hálf hallærislegt
eða örvæntingarfullt að helga sig algjörlega
sýningu - leggja allt í sölurnar - þar sem
þetta sé nú „bara" barnaleikrit. Oft er
fjárskortur mikill og reynt að spara eins og
hægt er af því „bara" er um barnaleikrit að
ræða. Ég held að það sé mikilvægt að við
losum okkur við þetta viðhorf og gerum
okkur grein fyrir hvað það er ótrúlega erfitt
að gera góða barnaleiksýningu. Áhorfendur
á barnaleiksýningum eru oft að koma í
leikhúsið í fyrsta skipti og því skiptir gífurlegu
máli að vandað sé til verka. Áhrifin sem
leiksýning getur haft á börn eru ómælanleg.
Við sem störfum við barnamenningu verðum
að breyta þessu viðhorfi, því við náum ekki
að þroskast og þróast ef við hugsum svona.
Það er voða lítil umræða um stefnu íslensks
leikhúss í barnaleikritum og þess vegna er
þetta málþing mikilvægt en einnig ætti að
fjalla meira um þessi mál innan leikhúsanna
sjálfra.
Merkilegt markaðsfyrirbrigði
Þegar ég set upp leiksýningu fyrir börn stend
ég frammi fyrir sömu spurningunum aftur og
aftur: Hvert er hlutverk barnaleiksýninga? Er
það að ala upp áhorfendur og leikhúsgesti
morgundagsins? Erum við að kenna börnum
á heiminn og um fjölbreytileika lífsins? Að
miðla góðum boðskap? Hver á að skemmta
sér, hver á að njóta upplifunarinnar, hver á
að fá áhuga á sýningunni og síðast en ekki
síst: Hver á að kaupa miðann? Allir þessir
þættir skipta auðvitað máli en sá síðasti
kannski ekki minnstu.
Barnaleikhús er merkilegt markaðs-
fyrirbrigði. Það er verið að stíla inn á ákveðinn
aldur en kaupendurnir eru allt annar hópur
fólks. Það eru foreldrar eða einhver fullorðinn
sem kaupir miðann og samþykkir eða hefur
frumkvæði að því að barnið fer í leikhúsið.
Ég man þegar ég var að fara með dóttur
mína í leikhús fyrstu skiptin - þá hefur
hún verið svona tveggja ára. Hún titraði og
skalf af spenníngi og skilningarvitin voru
öll galopin, hún tók allt inn og átökin við
upplifunina voru líkamleg. Ég tók eftir að
oft varð hún veik á eftir, fékk hita og kerfið
þurfti að slaka á ( nokkra daga.
Við megum ekki gleyma að fyrir barn
á þessum aldri er upplifunin svakaleg.
Nálægðin, tónlistin, lyktin og öll hin börnin
getur verið yfirþyrmandi. Þegar barnið er
orðið t.d. sex ára er upplifunin allt önnur, það
hefur lært að loka og aðlagað líkamskerfið
að áreitinu, býr yfir nýrri þekkingu úr
skólanum og þarf mikið að tjá sig um lífið
og tilveruna.
35 ára leikhúsgestur er oft með hugann á
hraðspóli yfir vinnuna, heimilið og fjármálin
og 75 ára leikhúsgestur kann að meta fallega
hluti og eitthvað sem minnir hann á æsku
hans og gamla daga. Á venjulegri sýningu
á Línu langsokk er aldur sýningargesta frá