Börn og menning - 01.09.2004, Page 11
Barnaleikhús - fyrir hvern?
9
eins og hálfs árs, upp í 70- 80 ára ömmur og
afa, og allt þar á milli. Á sumum sýningum
eru börn á aldrinum 8-11 ára í meirihluta og
daginn eftir eru flest börnin með snuddur og
bleiur. Þetta er skrambi erfitt því leikarinn
reynir að ná til áhorfandans með snudduna,
unglingsins, sem var eiginlega neyddur með
í „fjölskylduferð", pabba og mömmu og
ömmu og afa því það er í eðli leikhússins að
mynda tengsl við áhorfandann.
f Borgar- og Þjóðleikhúsi er sett upp
að jafnaði ein barnaleiksýning á ári sem
á að þjóna börnum á öllum aldri og helst
foreldrum þeirra og fylgdarmönnum líka svo
þeir nenni að koma aftur næst.
Á þessu leikári eru sýnilegustu barna-
leiksýningarnar Lína langsokkur og Dýrin
í Hálsaskógi en svo eru fullt af öðrum
sýningum á vegum sjálfstæðu leikhópanna
sem fara inn í skólakerfið eða leikskólana,
sem eru kannski minni í sniðum en ekki
síður mikilvægar. Þessar sýningar þurfa líka
að höfða til fullorðinna þótt á ólíkan hátt sé
þar sem í rauninni þarf að sanna uppeldis-
eða menningarlegt „gildi" sýningarinnar fyrir
skólayfirvöldum áður en hún er keypt inn.
Af hverju finnst okkur mikilvægt að
börn fari í leikhús?
Svörin gætu verið að þau skemmti sér,
að leiksýningar víkki sjóndeildarhring
þeirra og auðgi ímyndunaraflið. Einnig má
nefna sameiginlega upplifun með öðrum
leikhúsgestum, sameiginlegt ferðalag inn í
heim leikritsins og aukinn skilning á lífinu. Og
mörgum okkar, foreldrum og aðstandendum,
fannst gaman í leikhúsi þegar við vorum lítil.
Til að ná til okkar eru því langoftast sett upp
sömu barnaleikritin og við sáum þegar við
vorum lítil. Og mín kynslóð
sem eru foreldrar dagsins í dag
sá þessi leikrit af þvf að pabbi
og mamma höfðu séð þau
þegar þau voru lítil.
Dóttir mín sem er nú
4 ára hefur séð u.þ.b. 11
barnaleiksýningar, hún á 17
vídeóspólur (það var ekki
auðvelt að telja þær) hún á 4
dvd-myndir og hefur farið u.þ.b. 5 sinnum
í bíó. Á hennar aldri hafði ég farið u.þ.b.
þrisvar sinnum í bíó, aldrei í leikhús, átti
engar vídeóspólur og tölvur eða tölvuleikir
voru ekki til. Ég átti kannski 10 barnabækur
en hún á 50. Ég horfði á sjónvarpið í þrjá
klukkutíma á viku og aldrei á fimmtudögum
eða í júlí. Ég lék mér úti allan daginn og
sjaldnast með leikföng.
í stuttu máli sagt þá bjó ég í allt öðruvísi
heimi og hafði allt önnur viðmið en börn í
dag. I fullorðinsleikhúsi er mikið lagt upp úr
nýjungum, ný leikrit eru sett upp á hverju ári
og allt sem gæti kallast klisja eða hefðbundið
telst nánast helber dónaskapur. Getur hins
vegar verið að í barnaleikhúsi séum við ennþá
að setja upp Sjeikspír i sokkabuxum?
Hvað með börnin sjálf?
Það er erfitt að finna út hverju þau ná út úr
leiksýningu, hvað raunverulega skilar sér.
Bæði eru börn ekki endilega meðvituð og
svo eru þau sjaldan spurð. Hugsanlega spyrja
foreldrar: „Fannst þér ekki gaman?" og þau
svara „jújú" og þar með er umræðunni lokið.
Foreldrið er búið að sinna menningarlegri
skyldu sinni við barnið sitt og barnið fékk
að eyða tíma með foreldrinu. Svo fáum
við faglega gagnrýni í blöðum sem er að
Hamingjukast yfir gagnrýni
Ég ákvað því að spyrja krakka hvað þeim
sjálfsögðu rituð af fullorðnum. Við vitum
ósköp lítið hvað börnin eru raunverulega að
upplifa í leikhúsi.
Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi
leikstýrt fimm barnasýningum hef ég aldrei
reynt að spyrja börnin um þeirra upplifun.
Þegar ég áttaði mig á að ég hafði aldrei lagt
mig sérstaklega fram við að fá gagnrýni á
vinnu mína frá þeim hópi sem ég á að vera
að þjóna brá mér svolítið. Er okkur kannski
alveg sama um þessi börn sem mæta á
leiksýningarnar?
Ég get látið fara í taugarnar á mér þegar
börnin tala viðstöðulaust á leiksýningum eða
þegar tveggja ára barn orgar af hræðslu
þegar Ijósin slokkna og foreldrið tímir ekki
að fara með barnið sitt út því miðinn var
svo dýr og fyrirhöfnin við að komast á
staðinn var gífurleg og það er ekki fyrr en
allir í leikhúsinu eru búnir að missa af fyrstu
senunni að mögulegt er að einbeita sér að því
sem fer fram á sviðinu. En mér er ekki sama
- auðvitað er mér engan veginn sama - ég
reyni alltaf að gera eins vel og ég get og ég
berst fyrir að við sem stöndum að sýningunni
gefum allt sem við eigum í uppfærsluna.