Börn og menning - 01.09.2004, Page 15
Af kassastykkjum og fleiri verkum
13
Ég held ég megi segja að hér slái þeir
Möguleikhúsmenn nýjan tón í leikstíl og
framsetningu, og var gaman að sjá hversu
Ijómandi vel þeir höfðu hann á valdi sínum.
Hér getur að líta tvo flutningamenn sem
þurfa að koma stórum trékassa til skila. Á
meðan þeir leita að viðtakandanum taka að
heyrast undarleg hljóð að því er virðist innan
úr kassanum. Forvitni þeirra félaga er vakin
og er skemmst frá því að segja að innihaldið
reynist vera töluvert annað og meira en þeir
áttu von á.
Sýningin er án orða (utan þeirra sem selló
Stefáns Arnar leggur til) og sett upp í leikstíl
þöglumynda, sprell og skop eins og hver
getur í sig látið en djúpur undirtónn skammt
undan fyrir þann sem er móttækilegur
fyrir slíku. Þannig gátu þeir sem vildu sótt
sér vangaveltur um mannlega tilveru og
óbærilegan léttleika í verkið en öðrum
nægði máske skrýtnir og skoplegir karlar
í óvenjulegum aðstæðum. Þannig á góð
barnasýning einmitt að vera, gæti maður
líklega sagt.
Þeir Bjarni, Pétur og Stefán Örn fóru
glimrandi vel með og ásamt viðeigandi
leikmynd, skemmtilegum líkönum og
hljóðmynd varð úr einkar aðgengileg og
skemmtileg sýning fyrir börn á öllum aldri.
Pappi í sorg og gleði
Dockteaterverkstan er liðlega aldarfjórðungs-
gamalt brúðuleikhús sem einbeitir sér einkum
að margvíslegum brúðusýningum fyrir börn á
aldrinum 2-11 ára, og ferðast gjarnan með
sýningarnar um allar trissur. Meðal annars
hafa þau tekið þátt í leiklistarhátíðum víða
um heim. Framlag leikhússins til norrænu
hátíðarinnar var verkið Sjaldgæfur dagur á
lagernum hjá Larsson sem sýnt var í Iðnó.
Á lagernum hjá Larsson starfa Karlsson
og Hansson, flytja til kassa og færa tölur.
Þannig líða dagarnir í öryggi og staðfestu
talnanna. Allt þangað til tölurnar svíkja lit
þegar afgreiða þarf kassa sem merktur er
18 en gæti líka verið númer 81 á hvolfi.
Úr þessum vanda þarf að fá skorið og því
tefla þeir Hanson og Karlson á þá tvísýnu að
opna kassann til að fá botn í málið - með
ófyrirséðum afleiðingum.
Kassinn geymir raunar pappaveru og
sitthvað fleira kemur upp úr kafinu. Áður
en lagermennirnir tveir vita hvaðan á þá
stendur veðrið hefur lagerinn hjá Larsson
breyst í undraheim þar sem allt getur gerst
og pappabrúðurnar eiga sviðið.
Skemmst er frá því að segja að leikur þeirra
Ceciliu og Anders með bylgjupappann var
einstaklega hrífandi og hefði ég ekki trúað
því fyrirfram að ég væri fáanlegum til að
taka svo afdráttarlausa afstöðu með fáeinum
pappakössum, deila með þeim sorg og gleði.
Svo fór nú samt.
Að vísu fannst mér vanta nokkuð upp á
stærð og kraft hjá þeim hjúum í upphafi
en þegar sjálfur brúðuleikurinn var kominn
af stað var erfitt að leiðast ekki með. Þá
kom líka aðalstyrkur leikhússins fram og
var færnin og hugmyndaauðgin á köflum
framúrskarandi.
Sitthvað fleira var á boðstólum á norrænu
hátíðinni sem gaman hefði verið að sjá
en það bíður betri tíma. Eftir stendur
sæl minning um tvær bráðskemmtilegar
barnasýningar. Þá er víst er að fjörefni hátíðar
af þessu tagi eiga enn eftir að koma í Ijós á
næstu mánuðum og árum í ennþá kraftmeira
og fjölbreyttara íslensku barnaleikhúsi. Hafi
ASSITEJ því alúðarþakkir fyrir framlagið.
Höfundur er ritstjóri og áhugaleikari.