Börn og menning - 01.09.2004, Síða 20

Börn og menning - 01.09.2004, Síða 20
Börn og menning Til hvers er ríkisrekið íslenskt sjónvarp ef ekki til að framleiða íslenskt gæðaefni fyrir þennan hóp? Ef hægt er að halda úti stórri fréttadeild og íþróttadeild hvaða rök eru þá fyrir því að ekki sé hægt að halda úti stórri barnadeild? Er til einhver stefnumótun innan Ríkisútvarpsins um málefni barna? Er þar til einhver framtíðarsýn? Hverju ætlum við að hafa áorkað eftir 5 ár? Hvar ætlum við að standa eftir 10 ár? Stundarinnar okkar árið 1996. í kjölfarið unnum við jóladagatal með Þorvaldi Þorsteinssyni fyrir Ríkissjónvarpið, Leitina að Völundi. Síðan höfum við ekki unnið neitt fyrir Ríkissjónvarpið en þess í stað gert sjónvarpsefni á myndböndum til sölu á frjálsum markaði. Við höfum fylgst með af skelfingu hvernig fjármagn til barnaefnis hefur skroppið saman hjá Ríkissjónvarpinu og nú er svo komið að framleiðslan er langt undir því sem eðlilegt getur talist. Og kem ég þá aftur að spurningunni sem ég varpaði fram í byrjun: Hvers vegna erum við komin svona skammt á veg þegar kemur að sjónvarpsefni fyrir börn? Barnaefni í Ríkissjónvarpinu byggist upp á fjársveltri Stundinni okkar, endursýningum á jóladagatölum og misgóðu erlendu efni. Menn halda því fram að framleiðsla á barnaefni fyrir sjónvarp sé dýr. Um það má að sjálfsögðu deila en þýðir það að við viljum ekki setja krónu í þennan lið? Til hvers er ríkisrekið íslenskt sjónvarp ef ekki til að framleiða íslenskt gæðaefni fyrir þennan hóp? Ef hægt er að halda úti stórri fréttadeild og íþróttadeild hvaða rök eru þá fyrir því að ekki sé hægt að halda úti stórri barnadeild? Erum við virkilega orðin svo týnd í markaðsgeðveikinni að við sjáum ekki hvað það er mikilvægt að staldra aðeins við og vanda sig? Finnst yfirmönnum Ríkisútvarpsins þetta í alvöru eðlilegt? Börn hafa þörf fyrir sögur og ævintýri en þau hafa ekki síður þörf fyrir að fjallað sé um þeirra veruleika. Á fslandi er stór hópur sem hefur sérhæft sig í listsköpun fyrir börn. Hvar er þetta fólk þegar kemur að gerð sjónvarpsefnis? Ég tek fram að með þessu er ég ekki að gera lítið úr þeim sem vinna við þennan geira innan Ríkissjónvarpsins, þau eru bara alltof fá og starfið fyrir vikið kraftlaust. Ég bendi á ágæta grein eftir Steingerði Ólafsdóttur í Morgunblaðinu fyrir skömmu þarsem greinarhöfundur barsaman sænskt og íslenskt sjónvarpsefni fyrir börn. Samanburðurinn er skelfilegur fyrir íslenskt sjónvarp. Ég hvet menn til að hysja upp um sig og taka til í þessum málaflokki. Börn eyða nokkrum klukkustundum á viku fyrir framan sjónvarpið. Skiptir það okkur í alvöru engu máli hvað þau eru að innbyrða? Það þarf að beina ákveðnum spurningum til útvarpsráðs og þeirra sem stýra framleiðslunni. Er til einhver stefnumótun innan Ríkisútvarpsins um málefni barna? Er þar til einhver framtíðarsýn? Hverju ætlum við að hafa áorkað eftir 5 ár? Hvar ætlum við að standa eftir 10 ár? Ég nefndi áðan litla svörun sem við félagarnir fengum við því sem við vorum að gera í Stundinni okkar. Ég vil þakka fyrir þetta tækifæri til að stinga niður penna og hvet til þess að við höldum áfram að búa til samræðuvettvang um barnamenningu. Við eigum að þora að ræða málin. Gagnrýna opið, byggja upp og styrkja hvert annað. Þá fyrst getum við byrjað að fræða og skemmta af fullri virðingu. Höfundur er leikari og rithöfundur.

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.