Börn og menning - 01.09.2004, Page 21
Ég hélt þú værir í alvörunni Ijón
Fljótlega eftir að Guðmundur Jónas
Haraldsson útskrifaðist úr leiklist frá Drama
Center í London árið 1992 fékk hann þá
hugmynd ásamt félaga sinum, leikaranum
Magnúsi Jónssyni, að æfa barnaleikrit og
ferðast með það hringinn I kringum landið.
Sú ferð markaði upphafið að farsælum
ferli Guðmundar í barnaleikhúsi því nú tólf
árum síðar eru barnasýningarnar sem hann
hefur sett upp í félagi við aðra listamenn
orðnar átta talsins.
Og hann er síður en svo kominn á leiðarenda
því þegar ég hitti leikarann knáa með síða
hárið einn sólríkan dag í ágúst var hann að
æfa nýtt íslenskt barnaleikrit, sem nefnist
Ljónið sem gat ekki öskrað. Leikgerðina
skrifaði Guðmundur í samstarfi við
rithöfundinn Guðrúnu Evu Mínervudóttur
og byggja þau hana á barnasögu sem
Guðrún samdi þegar hún var átta ára. Sami
háttur hefur verið hafður á frá upphafi;
Guðmundur semur leikgerðirnar upp úr
barnabókum í samstarfi við aðra og leikur
sjálfur í sýningunum.
En hvers vegna ætli Guðmundur hafi
ákveðið að helga leikferil sinn að
mestu barnaleikhúsi? „Ég fann það strax
í minni fyrstu ferð hvað barnasýningar eru
gefandi. Börn eru svo einlæg og lifa sig sterkt
inn í sýningarnar. Þau láta strax í Ijósi hvað
þeim finnst, til dæmis ef það er eitthvað sem
virkar ekki í leiksýningu þá veit maður það
um leið, þvf þau fara bara að spjalla saman
um eitthvað annað."
Og það er einmitt þetta sem Guðmundi
finnst svo heillandi við barnaleíkhúsið.
Ég hélt þú værir í alvörunni Ijón
„Upplifun barnanna er í rauninni það sem
maður er alltaf að leita að í leikhúsinu.
Það sama gildir ekki um fullorðna. Þeir láta
skoðanir sínar ekki svo afdráttarlaust í Ijósi."
Sem dæmi nefnir Guðmundur atvik
sem er honum sérstaklega minnisstætt
og átti sér stað í upphafi leikferils
hans:'„Einn karakterinn í sýningunni var fíll
sem var svo geðvondur að það hreinlega lak
af honum fýlan. Ástæðan var einfaldlega sú
að honum leið ekki vel. Konan hans hafði
flutt frá honum alla leið til Afríku og hann
hafði þess vegna dregið sig inn í skel. Þegar
fíllinn var hins vegar spurður að því hvernig
stæði á þessari geðvonsku sagði hann það
vera vegna þess að hann væri með svo lítinn
rana. Þá spratt upp lítill strákur, einlægnin
uppmáluð og hrópaði uppörvandi: „Þú ert
með stærri rana en ég." Drengurinn fann
augljóslega til með fílnum og vildi hjálpa
honum." Guðmundur segir þetta
lýsandi dæmi um hvað börn hafi í
raun mikið vit á leikhúsi og það beri
að virða. „Það er afskaplega krefjandi fyrir
leikara að leika fyrir börn og hann þarf alltaf
að vera trúr sínum karakter."
Hefur Guðmundur þá einhverja
uppskrift að því hvernig best sé að
höfða til barna í leikhúsi? „[ rauninni
er það bara einlægnin sem maður þarf að
túlka", segir hann. „Það getur verið svolítið
snúið þegar maður er að túlka Ijón eða sel,
þá þarf maður að finna kjarnann í persónunni
og fyrir hvað hún stendur."
Einhverra hluta vegna fer ég að reyna að
sjá Guðmund fyrir mér í hlutverki selsins en
tekst það engan veginn. Hins vegar reynist
mér auðvelt að ímynda mér hann í hlutverki
Ijónsins og áður en ég veit af er ég búin að
missa það út úr mér að hann sé nú svolítið
Ijónslegur í útliti. Mér til nokkurrar undrunar
tekur hann þessari óskiljanlegu athugasemd
minni bara nokkuð vel. Kannski vegna þess
að hann hefur heyrt hana áður.
„í sýningunni Ljónið sem gat ekki öskrað leik
ég meðal annars Ijónið og þegar við prófuðum
fyrir stuttu að sýna leikritið í leikskóla þá kom
til mín lítil stelpa að sýningu lokinni og sagði
svo gætti nokkurra vonbrigða í röddinni: „Ég
hélt þú værir í alvörunni Ijón." Mér þótti í
raun mjög vænt um þessi orð því þau segja
mér að ég sé á réttri leið í persónusköpun
minni," bætir Guðmundur við.
En um hvað fjallar þetta nýja
barnaleikrit? „Þetta er þroskasaga
Ljónasar. Hann er að ganga í gegnum miklar
breytingar, eins og við gerum flest einhvern
tímann á lífsleiðinni, og þær reynast honum
erfiðar. Ljónas hefur alla tíð litið á Ijónsöskrið
sem sitt helsta stolt og út frá því hefur hann
skilgreint sig. Honum fallast því hendur þegar
hann áttar sig einn daginn á því að í stað
öskursins er komin óperurödd. Þessi breyting