Börn og menning - 01.09.2004, Side 23
Til hamingju
21
Brynhildur Þórarinsdóttir hlýtur
íslensku barnabókaverðlaunin 2004
fyrir bókina: Leyndardómur Ijónsins
Brynhildur Þórarinsdóttir hlaut Islensku
barnabókaverðlaunin 2004 fyrir bók sína
Leyndardómur Ijónslns. Þann 30. september
sl. voru úrslitin í samkeppninni tilkynnt við
athöfn f Þjóðmenningarhúsinu en það er
Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka sem
veitir þau og var bók Brynhildar 20. bókin
sem hlýtur þessi verðlaun. Það var Oddný
S. Jónsdóttir, barnabókaritstjóri Vöku-
Helgafells, sem afhenti Brynhildi verðlaunin
sem voru 500.000 kr. ávísun og skrautritað
verðlaunaskjal. Brynja Baldursdóttir sat
fyrir hönd IBBY á íslandi í
dómnefndinni.
Dómnefnd íslensku barna-
bókaverðlaunanna var
sammála um að handritið bæri af öðrum
sem send voru inn í keppnina og í áliti
hennar segir meðal annars: „Leyndardómur
Ijónsins er dularfull og spennandi saga,
þar sem höfundi tekst að skapa lifandi og
skemmtilega lýsingu á samfélagi krakka
í skólabúðum úti á landi." Sagan gerist
á fimm dögum í skólabúðum á Reykjum
í Hrútafirði þar sem krakkar úr Reykjavík
og Akureyri kynnast og lenda í ýmsum
ævintýrum saman.
Leyndardómur Ijónsins er fjórða bók
Brynhildar Þórarinsdóttur
en fyrri bækur hennar eru
Lúsastríðið (2002), Njála (2002)
sem er endurritun á Njálssögu
og Egla, sem kom út í haust, er
endurritun á Egilssögu. Fyrir Njálu hlaut
Brynhildur Vorvinda, viðurkenningu IBBY
á íslandi árið 2002. Auk þess sigraði hún
í smásagnasamkeppni móðurmálskennara
árið 1997 með sögunni Áfram Óli.
Stjórn IBBY á íslandi óskar Brynhildi
innilega til hamingju með Leyndardóm
Ijónsins og verðlaunin!
Leikgerð: Ragnheiður Gestsdóttir
Leikstjórn: Ólöf Ingólfsdóttir
Lýsing: Jón Þorgeir Kristjánsson
Búningar: Elma B. Guðmundsdóttir, Katrín
Þorvaldsdóttir og Kolbrún Anna Björnsdóttir
Leikarar: Aino Freyja Járvelá, Höskuldur
Sæmundsson, Ingibjörg Reynisdóttir,
Kolbrún Anna Björnsdóttir og Ólafur
Guðmundsson.
Á menningarnóttinni 21. ágúst var leikritið
Líneik og Laufey frumsýnt í Tjarnarbíói.
Þennan dag voru tvær sýningar og ég sá þá
seinni.
Fyrir nokkrum árum kom út bók þar
sem Ragnheiður Gestsdóttir endursagði og
myndskreytti þetta þekkta ævintýri sem
hún hefur nú leikgert. Reyndar skilst mér
að leikhópurinn hafi líka verið með i ráðum.
Ragnheiður tók þátt í æfingunum og þar
tók textinn ýmsum breytingum og nýjar
hugmyndir komu upp svo að endanleg gerð
leikritsins varð til í samvinnu við leikarana og
leikstjórann.
Þetta samspil skilar sér vel í sýningunni
sem leikarar spunnu af fingrum fram af
mikilli gleði og leikni.
Þarna eru eiginlega tvö leikrit á ferðinni
því að í upphafi birtast leikarar sem eru að
búa sig í að setja leikrit um Lineik og Laufey
á svið. Þeir byrja að æfa og persónurnar
lifna. Þetta form nýtist vel og styttir ýmsar
krókaleiðir, þarsem leikritið geristá mörgum
stöðum og persónurnar í verkinu eru fleiri en
leikararnir. Sviðsmyndin er nálega aðeins einn
vagn sem er nýttur til ótrúlegustu hluta.
Hópurinn kom þjóðsögunni mjög vel til
skila enda er textinn henni trúr. Leikararnir
fóru vel með hann og hvert orð náði eyrum
áheyrenda.
Það leyndi sér heldur ekki að ungir
áhorfendur gleyptu efníð í sig og vítt og
breitt um salinn mátti heyra athugsemdir
þeirra, fuss og fei, þegar þeim ofbauð.
„Á hún bara að sauma allt sem er í
kassanum?" dæsti ein lítil sem sat fyrir
framan mig þegar gríski konungssonurinn
rétti Laufeyju efni í þriðju viðhafnarflíkina.
Og hver ætli hafi bjargað málunum í lokin
nema áhorfendur sem hjálpuðu til við að
kveikja eld og brenna skessuna Blávör?
En það var ekki bara talað í þessu leikriti,
það er líka dansað.
Leikararnir fóru á kostum í ýmsum
hlutverkum sem of langt yrði upp að telja
en ég get þó ekki sleppt því að minnast á
konunginn og föðurinn sem hafði svo mikla
samúð með sjálfum sér að hann mundi
naumast eftir því að hann átti börn. Hann
var eitthvað svo skemmtilega kunnuglegur!
Orðaforði íslenskra barna í dag er rýr. Það
er þess vegna ánægjulegt að upplifa hve
vel þau nutu þess ríka texta sem þarna var
fluttur.
Vonandi heldur sýningin áfram svo að sem
flestir fái að njóta hennar. Ég sé fyrir mér
nemendur í yngri bekkjum grunnskólanna
mæta og læra mörg ný orð á meðan þeir
skemmta sér og njóta lífsins.
Iðunn Steinsdóttir
LÍNEIK OG LAUFEY