Börn og menning - 01.09.2004, Qupperneq 26

Börn og menning - 01.09.2004, Qupperneq 26
24 Börn og menning Leysti þetta í eitt skipti fyrir öll með skótauið Sigrún Eldjárn fæddist i Reykjavík 3. maí 1954 og varð því fimmtug á þessu ári. Fyrsta barnabókin hennar, Allt i plati, kom út 1980 og bækurnar sem hún hefur skrifað og myndskreytt á þessu 24 ára tímabili fylla næstum þrjá tugi. Að auki hefur hún myndskreytt fjölmargar bækur annarra höfunda en þar ber fremstan að telja Þórarin Eldjárn, bróður hennar. Seint i september kom Sigrún i sunnudagskaffi á rauðum strigaskóm og sagði undirritaðri undan og ofan af lífi sínu og tilveru. Æskan Ég ólst upp í Þjóðminjasafninu þar sem faðir minn var þjóðminjavörður. Mamma var heimavinnandi og ég var talsvert mikið mömmubarn. Ég fór ekki í sveit á sumrin eins og algengt var um Reykjavíkurkrakka á þessum árum en við fórum öll fjölskyldan norður í Svarfaðardal á hverju sumri þangað til yngsti bróðir minn fæddist þegar ég var sex ára. í Svarfaðardalnum áttum við lítið kot í landi Tjarnar sem heitir Gullbringa. Undir lokin var húsið orðið svo lélegt að það var ekki hægt að vera þar lengur. Nú hafa bræður mínir tveir endurreist Gullbringu og hefur hún aldrei verið flottari. Ég kynntist sveitastörfum því lítið nema ég heilsaði auðvitað upp á kýrnar á Tjörn þegar þær voru mjólkaðar og fylgdist með fólki í heyskap. Ég myndi segja að ég væri mikið borgarbarn, hreinræktaður Reykvíkingur. Ætli ég hafi ekki verið ósköp venjulegt barn en frekar feimin við ókunnuga. Ég var mikið í því að finna upp leiki og búa til hluti. Dundaði mér oft í einrúmi en gat líka látið alveg eins og bjáni meðvinkonum mínum. Ég var heilmikið inni á Þjóðminjasafninu þegar það var opið, spjallaði við gæslukonurnar og skoðaði forngripina. Þetta var líklega svolítið sérstakur leikvöllur, það rann upp fyrir mér síðar. Skólinn Ég gekk í Melaskóla og Hagaskóla og var orðin 14 ára þegar pabbi minn varð forseti og við fluttum öll fjölskyldan að Bessastöðum. Ég bjó þar I u.þ.b. 5 ár eða til 19 ára aldurs en hélt áfram að ganga í Hagaskóla þótt það væri svolítið maus að fara alla þessa leið. Svo lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík og eftir stúdentspróf úr fornmáladeild 1974 fór ég í Myndlista- og handíðaskólann. Ég byrjaði snemma að teikna. Frá þrettán ára aldri og alveg þangað til ég hóf fullt myndlistarnám var ég á námskeiðum með skólanum ýmist í Myndlistaskólanum í Reykjavík, sem þá var til húsa í Ásmundarsal, eða MHÍ. Þar var ég síðan í grafíkdeild og var alltaf með það í huga að fara út í myndskreytingar. Mig langaði á tímabili að fara í frekara nám en það varð lítið úr því. Reyndar var ég hluta úr vetri 1978 gestanemandi við Lista-akademíurnar í Varsjá og Kraká í Póllandi. Mosi lyftir kennaranum eins og ekkert sé og trítlar með hann til Málfríðar. - Hér dugar ekkert annað en hið bráðskemmtilega kennarahressitæki mitt! segir hún og opnar ferðatöskuna sína. Þar kennir ýmissa grasa. Hún tekur skrýtna vél upp úr töskunni og festir hana á kennarann. Allir krakkarnir fylgjast spenntir með. Mosi stendur upp á höfði kennarans því þar er útsýnið best. En Kuggur er svolítið áhyggjufullur. - Málfríður, segir hann. - Við megum

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.