Börn og menning - 01.09.2004, Blaðsíða 27

Börn og menning - 01.09.2004, Blaðsíða 27
Leysti þetta í eitt skipti fyrir öll með skótauið 25 ekki vera vond við kennarann, hann er ágætur. - Vond! endurtekur Málfríður hissa. - Mér dettur ekki í hug að vera vond við þennan öðling. Mér finnst þetta alveg yndislegur kennari og ég vil endilega láta hann kenna mér hitt og þetta. Til dæmis að lesa aftur á bak, nú eða að leggja saman tvo og tvo á grænlensku! (Kuggur og fleiri fyrirbæri, 1987) Fjölskyldan Ég er gift Hjörleifi Stefánssyni arkitekt og á þrjú frábær börn, yngsti drengurinn, Kristján, er núna 15 ára. Það er nokkuð langt á milli barnanna hjá mér. Þetta er svona sjö ára regla. Eyrún dóttir mín er elst, að verða 29 ára, svo er Grímur 22 ára. Ég var vön að segja að þegar maður væri að skrifa barnabækur væri nauðsynlegt að vera alltaf með barn í gangi. En svo sé ég náttúrulega núna að það er alveg óþarfi. Ég er svo barnaleg sjálf. Börnin mín og eiginmaður lesa yfir fyrir mig og hafa alltaf gert. Þau eru mjög fínir gagnrýnendur og ég tek oftast mark á ábendingum þeirra. Upphafið Ég byrjaði á því að myndskreyta fyrir aðra. Fyrst Ijóðabók Þórarins, bróður míns, sem heitir Kvæði og kom út 1974 þegar ég var tvítug. Síðan myndskreytti ég nokkrar bækur eftir Njörð P. Njarðvík. Loks kom að því að ég vildi gera þetta allt saman sjálf, prófa allt og fá að ráða öllu. Þetta var á þeim tíma þegar sænski sósíalrealisminn rlkti í barnabókum, eins og til dæmis í bókunum sem ég myndskreytti fyrir Njörð. Hvernig það gerðist að ég fór strax að skrifa fantasíur veit ég ekki, það var svo sem ekki nein meðvituð ákvörðun. Það bara gerðist. Ég las mikið af teiknimyndaseríum, kannski það hafi haft einhver áhrif. Ég lá yfir 7\sfer/x-bókunum og Andrési Önd, las hann alveg frá því ég gerðist áskrifandi átta ára gömul. Þetta kemur fram í fyrstu bókunum mínum - í þeim eru heilmikil teikniseríuáhrif. Sums staðar notaði ég talblöðrur og það brestur á með teikniseríum inn á milli. Allt í plati, 1980 Skemmtileg iðja Mér finnst það sem ég er að fást við mjög skemmtilegt. Það er alltaf jafn gaman að skrifa, mála og teikna. Ef maður hefur ekki gaman af því er líka eins gott að hætta bara strax. Það má segja að alveg frá upphafi hafi ég séð sjálf um útlit og uppsetningu bókanna minna. Fyrst var ég með skærin og límið á lofti en þegar umbrotsforritin komu til sögunnar lærði ég á eitt slíkt og brýt nú sjálf um mínar eigin bækur. Mér líkar það mjög vel því þegar ég byrja að brjóta um er ég kannski ekki alveg búin að skrifa allan textann. í rauninni verður umbrotið þá hluti af sköpunarferlinu. Ég get enn verið að búa til söguna og móta textann og myndirnar með umbrotinu svo allt falli vel og Ijúflega saman. Þetta finnst mér frábært. Þessi nálgun veldur því óneitanlega að ég hugsa oft um bókina sem „grip", ekki umbúðir og innihald heldur samofna heild. Þetta er öðruvísi heldur en þegar saga er skrifuð og síðan kemur önnur manneskja og myndskreytir og sú þriðja sem brýtur um. Auðvitað getur skapast mjög skemmtileg samvinna þegar tveir eða þrír vinna þannig saman að einu verki en þá er það venjulega sá sem skrifar textann sem ræður ferðinni. Yfirleitt er það þannig að myndirnar eru látnar þjóna textanum. Hún Vika fæddi fimm plús tvo fannst þá vænkast hagur. Valdi hún nöfn á syni svo: Sjö voru skírðir DAGUR. (Talnakver, 1994, Þórarinn Eldjárn Ijóðskreytti) Lesendur Þegar ég er spurð að því fyrir hvaða aldur bækurnar mínar séu veit ég aldrei hverju ég á að svara. Mér finnst þær bara vera fyrir alla. En það má svo sem alveg skipta þeim í tvo flokka: Myndabækur með litlum texta sem höfða væntanlega meira til yngri barna og svo hinar sem eru lengri og með meiri texta. Þær geta verið fyrir krakka allt upp í 12 ára eins og t.d. Teitur tímaflakkari og Týndu augun. Ég vil að bækurnar mínar séu bæði fyrir

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.