Börn og menning - 01.09.2004, Blaðsíða 29

Börn og menning - 01.09.2004, Blaðsíða 29
Leysti þetta ( eitt skipti fyrir öll með skótauið 27 eitthvað og skoða myndskreytingarnar. Ég held það hafi frekar aukist í seinni tíð að ég lesi barnabækur. Barnabókaumhverfið Mér finnst heilmikil samheldni núna á meðal þeirra sem eru að vinna við barnabækur, aðallega gegnum Síung. Fólk veit meira hvert af öðru, hittist og ber saman bækur slnar í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Þetta finnst mér mjög fínt þó ég hafi reyndar sjálf aldrei verið félagslega flink. Mér er þó smá að fara fram með aldrinum. Ég hef alltaf verið heppin með útgefendur. í rauninni hef ég aldrei þurft að berjast fyrir að koma mínu fram, það hefur allt gengið Ijúflega. Flandritunum mínum hefur aldrei verið hafnað og ég hef fengið að hafa bækurnar í lit. Það var auðvitað áhættusamt í fyrstu en núna hefur prenttæknin orðið þess valdandi að áhætta útgefandans hefur minnkað. Það eina sem ég gæti verið óhress með er að illa gengur að koma bókunum mínum út í öðrum löndum. Ótrúlegt hvað þeir missa af miklu þessir útlendingar! Einkenni... Sögurnar byrja oftast bratt hjá mér, án mikils inngangs og kynningar. Ég veit að það skiptir miklu máli að fanga athygli lesandans strax og man eftir því sjálf hvað það gat verið leiðinlegt að byrja á bók sem hófst á miklum málalengingum. í Týndu augunum og Frosnu tánum tók ég spennandi kafla út úr miðri sögu og skellti honum fremst. Maður dettur inn f miðja bók og veit varla hvaðan á mann stendur veðrið. Svo skýrast málin og eftir nokkurn lestur kemur aftur að sama kaflanum, sem nú er á réttum stað í sögunni. Frosnu tærnar, nýjasta bókin mín, kom út núna í haust og er framhald af Týndu augunum. Bækur eftir Sigrúnu Eldjárn Allt í plati 1980 Eins og í sögu 1981 Gleymérei, Ijóðskreytt af Þórarni Eldjárn 1981 Langafi drullumallar 1983 Langafi prakkari 1984 Bétveir 1986 Kuggur og fleiri fyrirbæri 1987 Kuggur til sjávar og sveita 1988 Kuggur, Mosi og mæðgurnar 1989 Axlabönd og bláberjasaft 1990 Stjörnustrákur, bók og jóladagatal Sjónvarpsins 1991 Sól skín á krakka 1992 Beinagrindin 1993 Stafrófskver, Ijóðskreytt af Þórarni Eldjárn 1993 Syngjandi Beinagrind 1994 Talnakver, Ijóðskreytt af Þórarni Eldjárn 1994 Skordýraþjónusta Málfríðar 1995 Beinagrind með gúmmíhanska 1996 Gleymmérei (endurbætt) 1996 Kynlegur kvistur á grænni grein 1997 Teitur tímaflakkari 1998 Málfríður og tölvuskrímslið 1998 Teitur í heimi gulu dýranna 1999 Drekastappan 2000 Geimeðlueggin, saga um Teit tímaflakkara 2001 Draugasúpan 2002 Týndu augun 2003 Frosnu tærnar 2004 ... og vörumerki Já, ég er í strigaskóm núna en ég er það alls ekki alltaf. Margir hafa tekið eftir því að allar persónur bókanna minna eru líka í svona skóm. Ég leysti þetta bara í eitt skipti fyrir öll og nú má segja að strigaskórnir séu orðnir vörumerki á mínu fólki. 50 ára! Mér finnst frábært að vera orðin fimmtug. Ég tók einfaldlega þá stefnu að láta mér finnast það fínt og segja öllum að þetta væri þvílíkur munur. Loksins orðin fimmtug. Nei, mér fannst ekkert erfitt við að eldast því inn við beinið er ég alltaf sama smábarnið. Guðlaug Richter

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.