Börn og menning - 01.09.2004, Page 30

Börn og menning - 01.09.2004, Page 30
28 Börn og menning Anna Heiða Pálsdóttir Þokan og þögnin Týndu augun. Saga og myndir: Sigrún Eldjárn. Mál og menning, 2003. í bók sinni, íslenskar barnabækur 1780- 1979, finnur Silja Aðalsteinsdóttir afþreyingarbókmenntum sjötta og sjöunda áratugarins á l'slandi ýmislegt til foráttu, meðal annars að sögusviðið hafi yfirleitt verið í sveit, utan hversdagslegs umhverfis skóla og fjölskyldu, og að aðalsöguhetjurnar hafi oft verið krakkar sem bjuggu hjá vandalausum eða frændfólki og tókust á við dularfull mát, þar sem afbrotamennirnir voru oftast „nautheimskir og meinlausir" (256). Óhætt er að segja að Týndu augun eftir Sigrúnu Eldjárn, sem kom út haustið 2003, beri ýmis einkenni sem Silja tilgreinir þarna en hún er líka svo ótalmargt annað og því hátt yfir flestar þessara afþreyingarbóka hafin. I sögubyrjun heldur lesandinn að hér sé um ósköp venjulega sveitasögu að ræða: tvö börn sem send hafa verið á sveitabæinn Háhól til frænku sinnar, Valgerðar. Þó hefur höfundur gefið í skyn með örlitlum formála - dagbókarbroti um dverg, týndan strák og stuttri frásögn af Stínu sem hefur dottið niður um hraunsprungu - að óvæntir atburðir muni gerast. Vanrækt börn og rekkjusvín ( fyrsta kaflanum eru systkinin kynnt til sögunnar, hin tólf ára gamla Stína og bróðir hennar, Jonni, sem er að verða sex ára. Á nærfærinn hátt fáum við að vita að þau eru vanrækt: enginn hefur séð um að láta klippa Jonna - Stína varð að gera það sjálf svo hann gæti séð fram fyrir sig. Þegar Jonni liggur grafkyrr í grasinu óttast Stína að hann sé dáinn. „Hún má ekki við því að missa Jonna líka" (11). Án þess að höfundur segi það beinum orðum fer okkur að gruna að systkinin hafi misst einhvern nákominn. Þriðja aðalpersónan kemur snemma fram, rekkjusvínið, en það er lítill grís sem Jonni hefur tekið ástfóstri við. I nafni svínsins felst skemmtilegur orðaleikur; Jonni vill ekki kalla það hrekkjusvín, heldur rekkjusvín, vegna þess að hann notar það sem „lúlludýr" í rúminu sínu. Sögusviðið er drungalegt: þykk þoka hvílir yfir bænum og börnin heyra hvorki fuglasöng né flugnasuð þótt enn sé sumar. Þar sem frænka þeirra situr í reykjarmekki og grúfir sig yfir tölvuna sína flestum stundum hafa þau einungis félagsskap gamals, blinds manns, Skafta, sem þrátt fyrir fötlun sína og sérvitringslega framkomu er að kenna Jonna að skrifa. Þokan og þögnin auka á félagslega einangrun barnanna sem eiga við innri átök að stríða, nýafstaðinn dauða móður sinnar. Faðir þeirra í þéttbýlinu er líka umlukinn þoku og þögn - Stína skrifar í dagbókina sína að eftir dauða móðurinnar hafi pabbi hennar lagst í rúmið og „vildi hvorki tala né borða" (22). Þess vegna voru þau send í sveitina til Valgerðar. Systkinin takast á við sorgina með ólíkum hætti. Stína skrifar bréf til móður sinnar í dagbókina og hefur mikla ábyrgðartilfinningu gagnvart bróður sínum. Jonni notar sína dagbók til þess að læra að skrifa. Honum þykir mjög vænt um systur sína en eys takmarkalausri umhyggju yfir litla rekkjusvínið sem á vissan hátt kemur í stað móðurinnar. Höfundur sýnir þetta á þann hátt að strákinn dreymir að móðir hans sé að þvo honum bakvið eyrun - en um leið og hann vaknar áttar hann sig á því að grísinn er að sleikja eyrað á honum. Jonna finnst grísinn stækka og þroskast með hverjum deginum en áttar sig ekki á því að sjálfur er hann í sömu sporum. Jonni heldur fyrst að rekkjusvínið sé „bara lítið og áhyggjulaust" (20). Það fylgist vel með þegar Skafti er að kenna Jonna að lesa og Jonni hugsar hvort það sé kannski líka að læra að lesa. En eftir því sem líður á söguna öðlast Jonni og rekkjusvínið meiri þroska, rekkjusvínið fer meira að segja að hugsa:

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.