Börn og menning - 01.09.2004, Page 31

Börn og menning - 01.09.2004, Page 31
Þokan og þðgnin 29 „Rekkjusvínið kinkar kolli og sleikir út um. Þetta finnst því einmitt líka" (151). Seinna heldur rekkjusvfnið „að það muni kannski steypast kollhnís og velta síðan eins og rúllupylsa alla leiðina niður" (153). Ævintýri, þjóðsaga, fantasía Stína og Jonni strjúka frá Háhóli og um leið og þau eru komin af stað fer ýmislegt yfirnáttúrulegt að gerast. Mörk raunveruleikans og hins óraunverulega verða stöðugt óskýrari. Hér byrjar höfundur að vísa til alls konar minna úr ævintýrum, þjóðsögum og fantasíum, og jafnvel kvikmyndum. Börnin koma inn í einkennilega þéttan skóg og finna þar kofa sem minnir Stínu á kofa nornarinnar f Hans og Grétu. Seinna í sögunni veltir hún fyrir sér hvort sveppur sem hún borðar geti látið hana stækka og minnka - sem minnir glögga lesendur á Lísu í Undralandi. Jonni er „súpermann og köngulóarmaðurinn í senn" þegar hann hefur exina sem dvergurinn Rindill gefur honum (133). Einnig kemur í Ijós að Skafti átti með eiginkonu sinni tvær dætur sem nefnast Ása og Helga; þar vantar bara Signýju til að fá bóndadæturnar þrjár. Ótalmargt fleira - meðal annars dvergur, töfragripir, ill drottning, álög og galdrastafir - vísar til þjóðsagna og ævintýra og Ijá sögunni póstmódernískan blæ. Tryggir lesendur bóka eftir Sigrúnu Eldjárn sjá til viðbótar i þessari sögu mörg minni sem einkenna hana sem rithöfund. (fyrsta lagi er parið, yfirleitt systkini, strákur og stelpa, sem kemur fyrir í næstum öllum hennar bókum. Svo er það gamli maðurinn, í þessu tilviki Skafti, sem er einnig þekkt erkitýpa skv. kenningum Jung. Brjálaði maðurinn, sem lesendur bókanna um Teit kannast við í hlutverki vísindamannsins Tímóteusar, er nú prestur sem vill koma á fót hauskúpusöfnuði. Leðurpyngjan sem Jonni fær f hendur svipar til þeirrar sem Narfi í Geimeðlueggjunum átti. Fjarvera foreldra er áberandi sem oft áður, en Sigrún útskýrir í viðtali við Morgunblaðið 28. október 2003 að foreldraleysið í bókum hennar sé ef til vill til komið vegna þess að venjulegir foreldrar séu leiðinlegir og „alltaf að vinna". í mörgum lögum í upphafi greinarinnar vísaði ég til þeirrar skilgreiningar Silju að afþreyingarbækur gætu verið grunnar og gildislausar. Að vísu mætti telja afbrotafólkið sem Stína og Jonni gllma við heldur flöt illmenni og ýmislegt í athöfnum þeirra gæti talist óskiljanlegt, til dæmis að tveir menn ösli út í sjó við íslandsstrendur og klifri um borð ( draugalegt, svart skip. Hvað um það, í fantasíusögum er ýmislegt leyfilegt. Það sem skiptir máli er að allra bestu barnabækurnar eru skrifaðar í mörgum „lögum". Undir yfirborðinu, aðalsögunni, er annað lag, og svo annað, og annað; þegar dýpra er kafað sést meira. í sumum sögum er ekkert dýpra lag en í þessari bók er margt til viðbótar við ævintýra- og þjóðsagnaminnin. Lítum til dæmis á táknrænt gildi augnanna. Titill bókarinnar, Týndu augun, gefur til kynna augu sem hafa tapast. Þegar líður á söguna fáum við að sjá hið fyrra af þessum týndu augum, rautt auga í leðuról, sem Stína finnur undir yfirborði jarðar. Seinna bendir klikkaði presturinn á hitt augað, blétt og einnig í leðuról, sem hangir bakvið altaristöflu f kirkjunni hans. Þegar bæði augun hafa verið afhent syni þokudrottningarinnar, ungum og Ijóshærðum prinsi, öðlast blindu börnin, sem Stína finnur neðanjarðar, sýn. Þetta gerist í fyrsta laginu, á yfirborðinu. Þegar dýpra er litið kemur í Ijós að hin týndu augu varða einnig föður barnanna. Þegar hann missti eiginkonu sína missti hann einnig sjónina: hann sá ekki börnin sín sem þörfnuðust ástar hans og umhyggju. Eftir að augun í leðurólunum finnast opnast augu hans fyrir umheiminum og hann sér loksins börnin sín. Lítil og feit Ýmsir aðrir kostir prýða þetta ritverk. Bókin er í nokkuð óvenjulegu broti, lítil og þægileg, „feit" eins og Sigrún segir f ofangreindu viðtali, og fer vel í hendi. Að auki er pappfrinn svo mjúkur að maður fer ósjálfrátt að strjúka bókinni. Kaflarnir flæða vel áfram og fá mann til þess að lesa „pínulítið lengra" þar til sögunni er allt í einu lokið. Höfundi tekst vel upp með kaflana þar sem systkinin eru aðskilin:

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.