Börn og menning - 01.09.2004, Qupperneq 32
30
Börn og menning
eftir að Stína dettur niður í hraunsprungu
og er neðanjarðar skiptast kaflarnir jafnt
á milii hennar og Jonna. Ýmsir hlutir
tengja þau saman meðan á aðskilnaðinum
stendur. Bæði komast þau áfram með
hjálp galdrastafa. Stína velur réttu göngin
sem bera staf „mót illum sendingum" og
galdrastafir sem Jonni ber innan á sér veita
honum kjark og vernd gegn illum öflum.
Önnur tenging er að á sama tíma og Jonni
situr í kirkju og syngur um heimskan mann
sem byggir hús á svampi dreymir Stínu að
hann sitji hjá henni og syngi sama lag. Þó
tekst tengingin ekki nógu vel þegar einn
kaflinn endar á því að brjálaði presturinn
læsir Stínu inni í skáp en þegar vikið er að
henni aftur er hún allt í einu komin út úr
skápnum án nokkurrar skýringar.
Getum hlakkað til jólanna
Myndlýsingar Sigrúnar eru ákaflega
sérstakar, og ekki alltaf eins, þannig að
stundum skipta þær síðunni í tvennt, ná
annars staðar yfir eina síðu, stundum tvær,
en eru ávallt svo lítillátar að þær stela engu
frá textanum, heldur gæða hann lífi og lit.
Þær mættu þó gjarnan vera eðlilegri: mynd
af Stínu þegar hún kastar sér á gólfið,
snöktandi, á síðu 146, sýnir hárið á henni
falla gegnt þyngdarafli jarðar, niður bakið
sem snýr upp á við.
Eins er textinn ekki hnökralaus og ekki
alltaf í takt við tímann, aðallega hvað
samtöl varðar. Sagan gerist að vísu í sveit
en börnin eru nútímabörn. „Við erum
matarlítil," skrifar Stína, tólf ára gömul, í
dagbókina sína (47). „Hér vaxa bæði blá
og svört ber," segir hinn fimm ára gamli
Jonni við Stínu (55). Mér þætti ágætt að
sjá manneskju eins og Valgerði standa fyrir
utan bæ og kalla til barna í túnfætinum:
„Ég ætti sennilega ekki að láta ykkur fara
ein, svona eftir á að hyggja" (29). Systurnar
Helga og Ása ættu - samkvæmt því að Stína
og Jonni séu nútímabörn - að vera fæddar á
svipuðum tíma og undirrituð, um miðja 20.
öldina. Þó segir önnur þeirra við systkinin:
„Talið var að ágjarn bóndi sem bjó þar áður
fyrr hefði svikið álfkonu nokkra sem sögð var
búa þar í hól og stolið dýrgripum frá henni
(. . .) Við systur fórum fram úr rúmum okkar
og skyggndumst út um gluggann (172-3).
Rithöfundar ættu ávallt reyna að setja sig í
spor sögupersónu, á réttri stundu og stað,
og segja setningarnar sem þeir skrifa
upphátt. Ef þær hljóma óeðlilega, ætti
að umorða þær.
Að þessari prédikun lokinni
langar mig að lofa bókina á ný.
Sagan er vel skrifuð og
myndirnar einstakar.
Öll sagan er skrifuð í
nútíð, sem er nokkuð
séríslenskt fyrirbæri,
og kaflarnir eru
hæfilegir að lengd,
8-12 síður hver. Þetta er
örugglega upphafið að enn einni frábærri
„bókaþrennu" frá Sigrúnu Eldjárn en
nýútkomið framhald af sögunni, Frosnu
tærnar, bendir einmítt til þess. Þá getum við
hlakkað til jólanna í ár.
Höfundur er doktor í barnabókmenntum.