Börn og menning - 01.09.2004, Page 33
Barnabókaverðlaunin 2004
31
í ágúst síðastliðinn kom í Ijós að danski
rithöfundurinn Lene Kaaberbol hefði hlotið
Norrænu barnabókaverðlaunin 2004 en
Dagana 30. september til 2. október
2004 var haldin alþjóðleg barna- og
unglingabókahátíð í Norræna húsinu. Bar
hún yfirskriftina Galdur úti í mýri. Árið 2001
var norræn hátíð af svipuðum toga, Köttur
úti í mýri. Þá var umfjöllunarefnið ævintýri
en á hátíðinni í ár var fjallað um galdra
og fantasíu. Þeir sem að hátíðinni stóðu
voru: IBBY, SÍUNG, Rithöfundasambandið,
Kennaraháskólinn, HÍ, Borgarbókasafnið,
Goethe-stofnun, Norden í Fokus og Norræna
húsið. Telja má að vel hafi tekist til og er
stefnt að því að halda sambærilega hátíð
haustið 2006. Hver yfirskriftin verður er
enn óráðið en ekki ólíklegt að eitthvað verði
það - úti f mýri. Sú sem þetta skrifar sat í
undirbúningsnefndinni fyrir SÍUNG.
Á hátíðinni komu fram erlendir og
innlendir fyrirlesarar ásamt höfundum frá
átta þjóðlöndum að íslandi meðtöldu.
Allir lásu upp á eigin tungumáli en textar
erlendu höfundanna voru þýddir á íslensku.
Fyrirlestrarnir voru á ensku, dönsku og
norsku og voru ekki þýddir enda hugsaðir
fyrir fullorðna. Spjall við rithöfunda sem fór
fram á ensku var heldur ekki þýtt.
í anddyrinu var galdrasýning norðan af
Ströndum. Stendur hún út októbermánuð og
verður Sigurður Atlason, Strandamaður með
uppákomur tengdar henni alla laugardaga
kl. 14.00. Hann fyllti salinn af áhugasömum
áheyrendum á lokadegi ráðstefnunnar og
hafði frá mörgu að segja!
Við opnun ráðstefnunnar fylltist húsið bæði
Lene Kaaberbol hlýtur Norrænu
barnabókaverðlaunin 2004
í fyrra hlaut Engill í vesturbænum, eftir
Kristínu Steinsdóttur og Höllu Sólveigu
Þorgeirsdóttur, verðlaunin.
Lene Kaaberbol hlýtur þessi verðlaun
í ár fyrir bókaseríu sem fjallar um börn
huglesarans (Skammerens barn), en sú
bókaröð hefur notið mikilla vinsælda og
verið þýdd og gefin út í nokkrum öðrum
löndum. Fyrsta bókin af fjórum er einmitt
væntanleg hér á íslandi í haust en það er PP-
forlag sem mun gefa út Dóttur huglesarans
(Skammerens dotter). Alls eru bækurnar
fjórar um „Skammerens b0rn"\ Skammerens
datter (2000), Skammertegnet (2001),
Slangens gave (2002) og Skammerkrigen
(2003). ( fyrstu bókinni segir frá Dinu, 10
ára gamalli stelpu. Hún uppgötvar hæfileika
sinn að sjá í gegnum fólk og fá það til að
skammast sín, en þann hæfileika hefur hún
fengið í arf frá móður sinni. Dina tekur
þessum hæfileikum illa og lítur á hann sem
bölvun af því hún er öðruvísi en aðrir og fólk
kemur fram við hana eins og norn sem það
gerir líka við móður hennar.
Lene Kaaberbol var einmitt einn af gestum
á barnabókahátíðinni Galdur úti í mýri sem
haldin var 30. september til 2. október nú í
haust og las þá upp úr bók sinni, Skammerens
dotter. Bókahátíðin var tileinkuð barna- og
unglingabókum sem taka fyrir galdur og
fantasíu og er óhætt að segja að bækur Lene
Kaaberbol falli vel inn í þann flokk.
Galdur úti í mýri
af börnum og fullorðnum. Var hún ágætlega
sótt alla dagana en þó misvel. Segja má að
verkfall kennara og lokun skóla hafi ekki
sett eins mikið strik í reikninginn og búist
var við. Hægt var að skipuleggja upplestra
höfunda í bókasöfnum, Norræna húsinu og í
framhaldsskólum og allt gekk upp.
Hver er svo árangurinn af slíkri ráðstefnu?
Og hvað situr eftir þegar upp er staðið? Fyrir
undirritaða er það ekki síst gleðin yfir því að
hafa geta boðið upp á alla þessa góðu krafta.
Þarna var hver upplesarinn öðrum betri, hver
bókin annarri skemmtilegri og fróðlegir
fyrirlestrar og skoðanaskipti þátttakenda.
Við erum allvön því að heyra í barna-
og unglingabókahöfundum frá hinum
Norðurlöndunum og kannski bar koma
Lene Kaaberböl hæst á þessari hátíð. Lene
fékk norrænu barnabókaverðlaunin í ár fyrir
bækurnar um börn huglesarans en sú fyrsta
í röðinni, Dóttir huglesarans, er að koma út
hjá PP forlaginu núna á haustdögum.
Við fáum hins vegar sjaldnar tækifæri
til að taka á móti starfssystkinum okkar
frá Kanada, Bandaríkjunum, Bretlandi og
Þýskalandi. Þess forvitnilegra var að heyra
hvað þeir höfðu að segja. í þessari stuttu
samantekt er ekki hægt að gera því skil
svo neinu nemi en það sem mér þótti einna
eftirtektarverðast var hve ólíkir þeir voru í
umfjöllun sinni um þema ráðstefnunnar.
Stundum voru þeir hádramatískir, jafnvel
ógnvekjandi en sveifluðust svo yfir í að
vera fullir af glettni þannig að galdurinn bjó
yfir nýjum og nýjum töfrum, kannski bara
spaugilegum! Fjölbreytnin var allsráðandi og
hver höfundur vakti athygli fyrir sín stílbrögð.
Þeir íslensku voru fimm og brugðust ekki
vonum áheyrenda.
Á lokadegi ráðstefnunnar var farið
( ferðalag um Gullna hringinn með þá
höfunda sem eftir voru. Það var glaður
hópur og jákvæður þó að veður væri blautt
og hryssingslegt. Georgia Byng frá Bretlandi
sem gat bara stoppað eina nótt vegna
veikinda í fjölskyldunni kvaðst mundi koma
aftur næsta sumar með mann og börn en
hún er sem kunnugt er höfundur Molly
Moon bókanna (Bjartur). Og bresk stalla
hennar Mary Hoffman höfundur Stravaganza
þríleiksins (Mál og menning) bíður sömuleiðis
eftir birtu og betra veðri! Kannski þessar
tvær konur hafi talað fyrir munn annarra í
hópnum sem hrifust af því sem ísland hefur
upp á að bjóða og vilja koma aftur. Allt var
þetta gagnkvæmt. Við hrifumst líka af þeim.
Svo er bara að bíða, sjá hvert þemað verður
árið 2006. Og þá má fara að hlakka til!
Kristin Steinsdóttir