Börn og menning - 01.09.2004, Blaðsíða 37

Börn og menning - 01.09.2004, Blaðsíða 37
IBBY fréttir 35 Heimsþing í Höfðaborg Heimsþing IBBY-samtakanna var að þessu sinni haldið í Höfðaborg í Suður-Afríku dagana 5.-9. september síðastliðinn. Þótt um langan veg væri að fara vorum við fjórar stöllurnar sem flugum frá íslandi að morgni 4. september: Sólveig Ebba Ólafsdóttir, formaður IBBY á íslandi, Iðunn Steinsdóttir, varaformaður, Kristín Steinsdóttir, rithöfundur, sem IBBY á íslandi hafði tilnefnt á heiðurslista samtakanna þetta árið fyrir bókina Engill I Vesturbænum, og undirrituð. Það tók okkur u.þ.b. sólarhring að komast á áfangastað sem liggur nánar tiltekið nálægt 30° suðlægrar breiddar en þar er nú vor í lofti. Höfðaborg stendur við lítinn flóa við Atlantshafið og er fjallið Table Mountain helsta kennileiti borgarinnar. Borgin er byggð alveg að rótum fjallsins sem er ívið hærra en Esjan. Borgarbúar eru á milli 4 og 5 milljónir. Heimsþingið hófst að kvöldi 5. september með hátíðardagskrá og afhendingu H.C. Andersen verðlaunanna. Martin Waddell og Max Velthuijs, handhafar verðlaunanna, héldu báðir glimrandi góðar ræður og þegar gestir gengu út úr salnum stóðu félagar úr IBBY í Hollandi í dyrunum og færðu hverjum og einum bók að gjöf eftir landa sinn Velthuijs. Kom þessi höfðingskapur skemmtilega á óvart auk þess sem bókin var hin besta kvöldlesning þegar heim á hótel var komið. Næsta morgun hófst eiginleg dagskrá þingsins undiryfirskriftinni „Booksfor Africa" og var boðið upp á fyrirlestra, vinnustofur, pallborðsumræður o.fl. næstu þrjá daga frá kl. 9 á morgnana til kl. 5 síðdegis. Eins og gefur að skilja var hinum afrísku þinghöldurum mikið í mun að kynna fyrír þinggestum aðstæður í barnabókageiranum í Afríku, þar sem víða ríkir gífurleg fátækt auk þess sem fjöldi tungumála í sumum löndunum gerir mönnum enn erfiðara um vik. Ýmislegt var einnig til gamans gert en í því sambandi vil ég sérstaklega nefna sagnaskemmtun sem var í hádegisverðarhléum. Var gestum þá boðið að segja sögur upp á gamla mátann (ekki lesa) og virðist þessi forna list lifa góðu lífi víða um heim ef marka má þátttökuna. Á mánudeginum var heiðurslisti IBBY- samtakanna kynntur og biðum við íslensku konurnar eftir þeim atburði með nokkurrí eftirvæntingu enda eini dagskrárliðurinn þar sem við áttum fulltrúa. Lena Maissen, fyrrverandi framkvæmdastjóri IBBY, byrjaði á því að kynna heiðurslistabækurnar og síðan voru allir viðstaddir sem áttu verk á heiðurslistanum kallaðir upp á svið til að taka við viðurkenningu. Það var að sjálfsögðu skemmtileg stund fyrir okkur þegar Kristín Steinsdóttir tók við sinni viðurkenningu og ekki var síður gaman að sjá íslensku bækurnar innan um aðrar heiðurslistabækur sem stillt var upp á einum gangi þingstaðarins. Fyrir utan Engil I Vesturbænum með gullfallegum myndskreytingum Höllu Sólveigar Þorgeirs- dóttur voru þar Krakkakvæði eftir Böðvar Guðmundsson og Áslaugu Jónsdóttir, sem var tilnefnd fyrir myndskreytingarnar, og þýðing Guðna Kolbeinssonar á Artemis Fowl. Virtist okkur sem íslensku bækurnar stæðu öðrum ekkert að baki hvað varðar útlit og frágang nema síður væri. Á þessum sama gangi mátti sjá verk eftir handhafa H.C. verðlaunanna og var mikið um að gestir færu þangað milli dagskráratriða til að skoða bækur. Við höfðum haft með okkur að heiman dálítið af kynningarefni um íslenskar barnabækur sem við stilltum upp þarna og var það fljótt að hverfa. Þingið sóttu 573 gestirfrá 69 löndum, þar af komu 30 frá Norðurlöndunum. Að venju var haldinn norrænn fundur til að stilla saman strengi fyrir aðalfundinn þar sem stjórnarkjör Sólveig Ebba Ólafsdóttir, Guðlaug Richter, Iðunn Steinsdóttir, Kristin Steinsdóttir

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.